Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 1

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 1
Íslenska þjóðfélagið 2. tbl. 14. árgangur 2023, 1–2 © höfundar 2023. Tengiliður: thoroddur@hi.is Vefbirting 29. desember 2023. Birtist á vefnum https://www.thjodfelagid.is Útgefandi: Félagsfræðingafélag Íslands, Gimli, Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík ÍSLENSKA ÞJÓÐFÉLAGIÐ tímarit um íslenskt þjóðfelag … … sem fræðilegt viðfangsefni Frá gestaritstjórum Sérhefti um byggðarannsóknir fylgt úr hlaði Þótt byggðafélagsfræði (e. rural sociology) sé ein elsta undirgrein félagsfræðinnar og eigi rætur sínar að rekja til til klassískra félagsfræðikenninga Durkheim, Tönnies og Simmel er hún einnig óaðskiljanlegur hluti þverfaglegra byggðarannsókna (e. rural stu- dies). Í raun má finna byggðavinkil á nánast öllum samfélagslegum viðfangsefnum og nánast allir slíkir vinklar hafa skírskotun til byggðafélagsfræðinnar. Þetta tvíþætta eðli byggðafélagsfræðinnar endurspeglast í þessu sérhefti Íslenska þjóðfélagsins um byggðarannsóknir þar sem rétt um helmingur höfunda eru félagsfræðingar en aðrir höf- undar koma af sviðum félagsráðgjafar, hagfræði, lýðheilsu, mannfræði, menntunar- fræði sagnfræði, sálfræði, stjórnmálafræði og umhverfis- og auðlindafræði. Í yfirlitsgrein um íslenskar landsbyggðir og byggðafélagsfræði sem annar ritstjóra þessa sérheftis birti í Íslenska þjóðfélaginu árið 2019 er fjallað um þrjátíu ára samfellda sögu byggðarannsókna hér á landi. Þar eru helstu viðfangsefni slíkra rannsókna reifuð, jafnframt því sem athygli er vakin á ýmsum viðfangsefnum sem ástæða væri til að rannsaka nánar. Þær tíu greinar sem hér birtast bæta með ýmsum hætti við þann þekk- ingargrunn íslenskrar byggðafélagsfræði. Þannig hefur til dæmis verið verulegur skortur á rannsóknum á velferð, fátækt og félagsþjónustu á Íslandi frá sjónarhóli byggðafræðinnar. Í þessu sérhefti sýna Bjarki Þór Grönfeldt og Vífill Karlsson fram á að þótt lítill munur sé almennt á ánægju íbúa í dreifbýli með þjónustu sveitarfélagsins eftir því hvort um hrein dreifbýlissveitarfélög eða blönduð sveitarfélög sé að ræða, er marktækt minni ánægja með þjónustu við ungt fólk í hreinum dreifbýlissveitarfélögum. Þá fjalla Jónína Einarsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir um mikilvægi sjálfboðaliðastarfs sem sprettur úr fámenni og margvíslegum áskorunum brothættra byggða. Ak þess sem samstarf heimafólks eflir byggðarlögin inn á við bera erlendir sjálfboðaliðar nýja strauma til samfélaganna og skapa tengsl sem viðhaldast oft til lengri tíma. Þetta samspil formlegra og óformlegra þátta skipta sérstaklega máli þegar áföll á borð við náttúruhamfarir dynja yfir landsbyggðarsamfélög. Í rannsókn sinni í Árnes- sýslu sýna Ragnheiður Hergeirsdóttir, Guðný Björk Eydal og Sólveig Þorvaldsdóttir fram á mikilvægi þess að félagsþjónustan sé vel undirbúin fyrir náttúruhamfarir með verklagsreglum og gátlistum og starfsfólk fái reglubundna fræðslu og æfingar í takt við raunhæfar sviðsmyndir. Í ljósi fyrri rannsókna á stöðu og framtíðaráforma ungs fólks og stöðu kynjanna í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.