Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 2

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 2
Frá gestaritstjórum 4 .. dreifðum byggðum er áhugavert að Eyrún M. Rúnarsdóttir sýnir fram á að sállíkamleg líðan unglinga er almennt betri utan höfuðborgarsvæðisins að teknu tilliti til kyns, efnahags fjölskyldu og vinatengsla. Anna Guðrún Edvardsdóttir, Óskar Kristjánsson og Hugrún Harpa Reynisdóttir sýna hins vegar fram á hvernig ríkjandi karlmennsku- hugmyndir í dreifðari byggðum valda álagi hjá ungum karlmönnum, jafnframt því að hindra þá í að leita sér aðstoðar. Þótt áhrif vegasamgangna og samgöngubóta í dreifðum byggðum hafi talsvert verið rannsökuð hér á landi hefur samfélagslegum áhrifum flugsamgangna lítt verið sinnt. Þóroddur Bjarnason, Jón Þorvaldur Heiðarsson og Guðný Rós Jónsdóttir lýsa því hvernig skipulag alþjóðaflugs hefur jaðarsett dreifðar byggðir á Íslandi og sýna fram á tækifæri og áskoranir þess að koma á beinu millilandaflugi frá öðrum landshlutum en suðvesturhorninu. Rannsóknir á sjávarbyggðum hafa verið fyrirferðarmiklar í íslenskir byggðafræði en megináherslan hefur þó verið á kvótakerfið og aðra þætti sem grafið hafa undan byggðafestu þeirra á síðustu áratugum. Minna hefur verið fjallað um samspil stjórn- valdsaðgerða, útgerða og fjármálafyrirtækja í árdaga íslenskra sjávarbyggða og er því söguleg greining Helga Skúla Kjartanssonar á félagslegu framtaki í atvinnulífi á Eskifirði 1925–1937 mikilvægt framlag til skilnings á sjávarbyggðum samtímans. Að frátöldum rannsóknum á byggðaáhrifum háskólastofnana hefur hins vegar lítið verið fjallað um þau opinberu störf sem skipta miklu máli á vinnumarkaði víða um land. Hjördís Sigursteinsdóttir sýnir að þótt landfræðileg staðsetning hafi ekki bein áhrif á streitu starfsfólks hins opinbera er slík streita meiri í landsbyggðarsveitarfélögum þegar tekið er tillit til fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Aðflutningur fólks af erlendum uppruna hefur haft mikil áhrif á byggðaþróun víða um land og staða og líðan innflytjenda á vinnumarkaði skiptir miklu máli um fram- tíðina. Vífill Karlsson og Bjarki Þór Grönfeldt sýna fram á mikilvægan mun á stöðu innflytjenda á vinnumarkaði eftir búsetu. Staða innflytjenda er almennt verri en þeirra sem eru af íslenskum uppruna en ánægja innflytjenda með tekjur og búsetu er þó meiri í dreifum byggðum en á höfuðborgarsvæðinu. Í dreifðum byggðum eru innflytjendur sem vinna við sjávarútveg þó síður ánægðir en innflytjendur sem vinna við ferðaþjónustu eða landbúnaðarstörf. Kolbeinn Stefánsson sýnir hins vegar fram á að búsetumynstur pólskra innflytjenda í Reykjavík er talsvert frábrugðið búsetumynstri borgarbúa með ís- lenskan bakgrunn. Í ákveðnum hverfum borgarinnar er umtalsverð samþjöppun pólskra innflytjenda sem hafa búið hér stutt og hafa lægri tekjur en innflytjendur sem hafa búið lengur hér á landi og hafa hærri tekjur dreifast í tiltekin úthverfi. Fjölbreytni þeirra greina sem birtast í þessu sérhefti endurspeglar vaxandi áhuga fé- lagsvísindafólks úr ólíkum fræðigreinum á byggðavinkli margvíslegra samfélagslegra viðfangsefna. Það er von okkar að útgáfa sérheftisins geti verið liður í því að styrkja íslenskar byggðarannsóknir til framtíðar. Þóroddur Bjarnason og Anna Guðrún Edvardsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.