Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 5

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 5
Bjarki Þór Grönfeldt og Vífill Karlsson 5 .. félaga við stærri sveitarfélög með þéttbýliskjarna sé þeim hagfelld og mikilvægt leiðarstef fyrir þau sem hugleiða sameiningar á næstunni. Greinin er þannig uppbyggð að næst verður sagt frá fyrri rannsóknum á þessu sviði og þá verða gögnin og rannsóknaraðferð útskýrð. Að lokum verður sagt frá niðurstöðum greiningarinnar sem fylgt verður eftir með umræðum og niðurlagi. Fyrri rannsóknir Í inngangi var vísað til stærðarhagkvæmni og þess að ef hún væri til staðar í rekstri sveitarfélaga væri hægt að veita þjónustu víðar í kjölfar sameiningar eða bæta hana á sama landsvæði, einkum ef hún er einsleit (sú sama gagnvart íbúunum eins og opinber þjónusta á að vera). Þetta er mat McCann (2001) á líkönum sem upphaflega má rekja til Hotelling (1929) og Palander (1935) en jafnvel þó svo kenningin hverfist um fyrirtæki og vilja þeirra til að staðsetja sig og veita þjónustu landfræðilega má yfirfæra þetta á óhagnaðardrifinn þjónustuveitanda eins og sveitarfélag. Stærð stjórnsýslueininga og hagkvæmni þeirra er klassískt deiluefni, og má segja að forngríski heimspekingurinn Plató hafi verið fyrsti talsmaður sameininga sveitarfélaga, en að hans mati var hagkvæmasti mögulegi mann- fjöldi borgríkis nákvæmlega 5.040 borgarar (auk kvenna, barna og þræla). Þann fjölda mat hann til þess fallinn að stuðla að skilvirkri stjórnsýslu, auk þess sem að honum þótti talan 5.040 áhugaverð frá stærðfræðilegu sjónarhorni (sem verður ekki rakið hér en sjá Jowlett, 1986). Aristóteles tók ekki í sama streng og lærifaðir hans og lagði frekar áherslu á að borgararnir þekktust sín á milli og skildu þarfir og langanir hvor annars, en það skipti ekki öllu máli hve margir þeir væru (Aristotle, 1992). Að mörgu leyti má segja að nú, meira en tvö þúsund árum síðar, séu deilur um stærð og gerð sveitar- félaga enn dregnar eftir þessum víglínum. Það er hægara sagt en gert að meta árangur sameininga sveitarfélaga heildrænt, en ýmsar rann- sóknir hafa verið gerðar hérlendis á árangri eða árangursleysi sameininga sveitarfélaga. Rekstrar- kostnaður fjölmennari sveitarfélaga á Íslandi er almennt lægri per íbúa en minni sveitarfélaga (Vífill Karlsson og Elías Árni Jónsson, 2011), en þó virðast sameiningar einar og sér ekki endilega leiða til mikils sparnaðar í rekstri (Vífill Karlsson, 2015). Fasteignaverð hækkar gjarnan í kjölfar sameininga (Vífill Karlsson og Grétar Þór Eyþórsson, 2022), sem túlka má sem vísbendingu um að þau séu þar af leiðandi eftirsóknarverðari búsetuvalkostur en fyrir sameiningu. Galli er þó á gjöf Njarðar. Íslensk rannsókn birt árið 2002 í kjölfar stórra sameininga á árunum 1994-1998 leiddi í ljós að íbúar á jaðar- svæðum í nýjum sveitarfélögum töldu halla á sitt svæði lýðræðislega í kjölfar sameiningar (Grétar Þór Eyþórsson og Hjalti Jóhannesson, 2002). Vald hefði samþjappast um of í þjónustu- og stjórn- sýslukjörnunum. Var þetta helst skoðun íbúa í stærri jaðarbyggðum (t.d. þorpum) sem voru fjarlæg hinni nýju miðju. Hins vegar sýndi sama rannsókn (og fleiri, nýlegri rannsóknir, t.d. Vífill Karls- son og Grétar Þór Eyþórsson, 2022) að mælingar á þjónustustigi íbúa hefðu batnað, þó skynjun íbúa á gæðum þjónustunnar hefði ekki endurspeglað þá þróun. Þá er vert að nefna skoðanakönnun sem gerð var árið 2013 á átta nýloknum sameiningum (Vífill Karlsson og Torfi Jóhannesson, 2014; Grétar Þór Eyþórsson og Vífill Karlsson, 2018). Þar kom fram að íbúar og sveitarstjórnarmenn á jaðri sameinaðs sveitarfélags væru nánast alltaf óánægðari með þjónustu síns sveitarfélags en þeir sem byggju nær þjónustukjarnanum. Það var hins vegar aldrei dregið fram hvort þeir væru ánægðari eftir sameininguna en fyrir hana. Lausleg rýni benti til að svo hefði verið og það í mörgum mjög mikilvægum þjónustuliðum og útgjaldafrekum – einkum þeirra er tengjast þjónustu við börn. Hér má einnig nefna rannsókn þeirra Karls Benediktssonar og Hjalta Nielsen (2008) þar sem þeir reyndu að meta áhrif búferlaflutninga á ýmsa þjónustu í byggðarlögum sem tapað höfðu íbúum og þar kom m.a. fram að þjónustustig væri mjög háð íbúafjölda. Í nýbirtri rannsókn (Vífill Karlsson, 2023) þar sem Dalabyggð var borin saman við sambærilegt sveitarfélag, Húnaþing vestra, auk fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, kom í ljós að íbúar í dreifbýli Húnaþings vestra eru óánægðari með sitt sveitarfélag en þeir sem búa í þéttbýli þess
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.