Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 14
Sameiningar hreinna dreifbýlissveitarfélaga og þjónusta
14 ..
Tafla 6. Niðurstöður þátta er tengjast fræðslu-, uppeldis, íþrótta- og æskulýðsmálum
Skýribreytur (Líkan 10)
Grunnskóli
(Líkan 11)
Leikskóli
(Líkan 12)
Tónlistarskóli
(Líkan 13)
Íþróttir
(Líkan 14)
Unglingastarf
Aldur 1,65 (3,54)*** 1,71 (3,79)*** 1,55 (3,07)** 1,20 (1,35) 1,02 (0,12)
Börn á heimili 1,49 (4,21)*** 1,50 (4,24)*** 1,39 (3,45)*** 1,14 (1,45) 0,99 (-0,06)
Býr einn/ein/eitt 0,88 (-0,95) 0,84 (-1,30) 0,92 (-0,65) 0,81 (-1,62) 0,96 (-0,28)
Íbúar 0,96 (-0,78) 0,99 (-0,12) 1,35 (5,95)*** 1,30 (5,64)*** 0,98 (-0,33)
Kyn (karl = 1) 0,91 (-1,14) 0,95 (-0,60) 0,87 (-1,65)* 1,08 (0,92) 1,15 (1,60)
Menntunarstig 1,13 (5,03)*** 1,10 (3,79)*** 1,08 (3,19)*** 1,05 (2,33)** 1,06 (2,31)**
Uppruni (erlendur =1) 0,79 (-1,36) 0,70 (-2,03)** 0,46 (-4,40)*** 0,87 (-0,84) 0,93 (-0,42)
Árið 2020 1,22 (2,37)** 1,50 (4,81)*** 1,23 (2,52)** 1,19 (2,16)** 1,38 (3,78)***
Hrein sveit 1,09 (0,59) 1,05 (0,33) 1,47 (2,50)** 0,69 (-2,48)** 0,61 (-3,17)**
Fjöldi athugana 2082 2062 2095 2195 2007
LR-próf, chi2 76,10*** 89,85*** 100,66*** 104,01*** 38,90***
Pseudo R2 0,0142 0,0173 0,0184 0,0171 0,0075
T-prófb) 0,036 a) 0,002 a) <0,001 a) <0,001 a) <0,001
Mann-Whitneyb) 0,131 0,003 <0,001 <0,001 <0,001
Raðkvarðalíkani var beitt og gögnin eru frá 2016, 2017 og 2020. Stuðlarnir eru líkindahlutfall (e. odds ratio) og í sviga eru z-gildi. *
stenst 10% marktektarkröfu, ** stenst 5% marktektarkröfu, *** stenst 1% marktektarkröfu. Til hliðsjónar var Mann-Whitney og T-próf
líka framkvæmd til að sjá hvort það staðfesti mun á afstöðu þessara tveggja samfélaga sem til skoðunar voru en einnig framkvæmt
Levene‘s próf fyrir dreifni í mati á gæðum þáttanna milli samfélaganna. a) Levene‘s próf er marktækt (p < ,05), ögrar forsendunni um
einsleita dreifni b) p-gildi notuð. LR (e. likelihood ratio) er próf á líkanið í heild sambærilegt F-gilda prófi í línulegri aðhvarfsgreiningu
og hér er birt kíkvaðratgildi.
Þá hefur verið fjallað um þær niðurstöður sem voru höfundum sérstaklega hugleiknar við vinnslu
þessarar rannsóknar. Margt annað er þarna áhugavert og tengist viðfangsefninu. Ef við skoðum
fyrst afstöðu íbúanna til sveitarfélagsins almennt þá voru eldri íbúar ánægðari með sveitarfélagið
sitt en þeir yngri. Því menntaðri sem íbúar voru, því ánægðari voru þeir með sveitarfélagið. Þá var
ánægjan meiri í fámennari sveitarfélögum en fjölmennari árið 2020 en 2016 og 2017. Þegar kom að
skipulagsmálum, ásýnd og sorpmálum kom í ljós að ánægja með þá þætti var meiri meðal fámennari
sveitarfélaga en fjölmennari. Hins vegar voru yngri íbúar ánægðari með ásýnd á meðan þeir eldri
voru ánægðari með sorpmál. Hins vegar voru innflytjendur ánægðir með bæði ásýnd og sorpmál.
Svo voru þeir sem bjuggu einir óánægðari með sorpmálin.
Ef við skoðum aðrar niðurstöður sem tengjast félagsþjónustu sérstaklega kom fram að innflytj-
endur voru óánægðari en Íslendingar með þrjá af fimm þáttum: Þjónustu við aldraða, þjónustu við
fólk í fjárhagsvanda og innflytjendur. Þátttakendur voru samt ánægðari með alla þessa þætti 2020
en árin 2016 og 2017. Menntafólk og konur voru líka óánægðari með þjónustu við innflytjendur en
karlar og minna menntað fólk. Meiri ánægja var með dvalarheimili og þjónustu við fatlaða í fjöl-
mennari sveitarfélögum en því var öfugt farið gagnvart þjónustu við fólk í fjárhagsvanda. Ánægja
var meiri meðal eldra fólks þegar kom að þjónustu við aldraða, dvalarheimili, en þessu var öfugt
farið er varðar þjónustu við innflytjendur.
Að lokum skal greint frá niðurstöðum greininganna á þáttum sem tengjast fræðslu-, uppeldis-,
íþrótta- og æskulýðsmálum. Jákvæð fylgni er á milli aldurs og skólagerðanna þriggja (leik-, grunn-
og tónlistarskóla), hvort það eru börn á heimili og menntunar þátttakenda (í árum talið). Þá var
ánægja með skólana marktækt meiri á Covid-árinu 2020 en árin 2016 og 2017. Hins vegar voru
innflytjendur mun óánægðari með leik- og grunnskóla en Íslendingar. Þegar kom að tækifærum til
íþróttaiðkunar og tómstunda ásamt unglingastarfi var minna um að stöku hópar skæru sig úr varð-
andi ánægju með þá. Það helsta var að langskólagengnir voru ánægðari með báða þessa þætti en þeir