Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 16

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 16
Sameiningar hreinna dreifbýlissveitarfélaga og þjónusta 16 .. öðrum tilvikum voru bæði mörk öryggisbilsins fyrir neðan. Af þessu má ætla að jákvæðni sé alltaf eða oftar meiri í garð þjónustu blandaðra en hreinna dreifbýlissveitarfélaga þar sem dreifnin stóðst ekki Levene‘s prófið. Hér er samt sem áður eitthvað óútskýrt sem þarfnast frekari greiningar. Er seinni hluti þessa kafla tileinkaður nýjum tilgátum sem urðu til við vinnslu á ofangreindum niðurstöðum. Tvær tilgátur komu fram um hugsanlegar skýringar á misdreifninni. Sú fyrri gekk út á að rekja mætti mikla breidd í ánægju með þjónustu hreinna dreifbýlissveitarfélaga til þess hvort þau rækju sína eigin grunnskóla og leikskóla sjálf eða keyptu þá þjónustu af öðrum sveitarfélögum. Ekki er alveg víst hvor staðan væri betri gagnvart íbúunum. Annaðhvort væri rekstur á eigin skólum betri vegna nálægðar sveitarfélagsins við íbúana þannig að íbúar hreinna dreifbýlissveitarfélaga sem rækju sína eigin skóla væru mun ánægðari með rekstur skóla sinna en íbúar hreinna dreifbýlissveitarfélaga sem gerðu það ekki. Eða að skólar í eigin rekstri hafi reynst fámennu sveitarfélögunum fjárhagslega ofviða þannig að sveitarfélagið væri í vandræðum með skólareksturinn og jafnvel vanrækti önnur skylduverkefni af þeim sökum. Það hafi gert íbúa hreinna dreifbýlissveitarfélaga sem ráku sína skóla óánægðari með skólann og ýmsa aðra þjónustu en íbúa hreinna dreifbýlissveitarfélaga sem keypt hafa skólaþjónustu af öðrum sveitarfélögum. Seinni tilgátan gekk út frá því að þessa misdreifni mætti rekja til sértekjusveitarfélaga á þann hátt að þau hefðu óvenju miklar tekjur (hlutfallslega) af stórum eignum eins og virkjunum, stórum verksmiðjum, flugvöllum eða mörgum sumarhúsum. Tilgátan gengur því út á það að sértekjusveitar- félög séu fjárhagslega sterkari en önnur hrein dreifbýlissveitarfélög og geti því gert betur við íbúa sína bæði hvað skólarekstur snertir og ýmsa aðra þjónustu. Þess vegna séu íbúar hreinna dreifbýlis- sveitarfélaga sem flokkast líka sem sértekjusveitarfélög ánægðari með þjónustu síns sveitarfélags en íbúar hreinna dreifbýlissveitarfélaga sem ekki flokkast sem sértekjusveitarfélög. Hannaðar voru sérstakar leppbreytur til að leita vísbendinga um þetta tvennt. Yfirlit yfir þau sveitarfélög sem ráku eigin grunn- og leikskóla viðkomandi ár er að finna í viðauka og þar kemur fram hvort þau hafi haft óvenju sterka tekjustofna vegna tiltekinnar og einskærrar sérstöðu af því tagi sem tekin voru dæmi hér um framar (sértekjusveitarfélög). Óháðu breytunni „hrein sveit“ var því skipt upp í þrennt: 1) hrein dreifbýlissveitarfélög sem ekki ráku eigin grunn- og leikskóla (DSES), 2) hrein dreifbýlissveitarfélög sem höfðu sértekjur og ráku sína eigin skóla (DSST), 3) hrein dreifbýlis- sveitarfélög sem höfðu sértekjur og ráku ekki sína eigin skóla (DSSTES). Til að gæta samræmis var tveimur breytum bætt við en það voru blönduð sveitarfélög sem ráku ekki sína eigin skóla (BSES) og blönduð sértekjusveitarfélög (BSST). Ekki var dæmi um að blandað sértekjusveitarfélag ræki ekki sína skóla og því var BSSTES ekki til. Í viðauka er síðan að finna fjölda sveitarfélaga í hverri þessara breyta (Tafla 12) og í lýsandi tölfræði má greina fjölda svara þar undir (Tafla 2). Af því má sjá að fara verður varlega með þessar niðurstöður en próf staðfestu samt að það dró umtalsvert úr misdreifni og skýringarnar því að hluta til fundnar. Þegar raðkvarðalíkanið var keyrt með þessum nýju leppbreytum, sem drógu út þau hreinu dreif- býlissveitarfélög sem ekki ráku eigin grunn- og leikskóla (DSES), gagnvart almennu viðhorfi íbú- anna til eigin sveitarfélags (Líkan 15, Tafla 7) kom í ljós að þar var sterk marktæk fylgni1. Stuðullinn var bæði hærri og marktækari í líkani 15 en líkani 1. Óánægja íbúanna var því meiri í hreinum dreifbýlissveitarfélögum sem ráku sína eigin leikskóla og/eða grunnskóla en í þeim sem ekki voru í slíkum rekstri. Einnig kom fram að íbúar hreinna dreifbýlissveitarfélaga sem höfðu sértekjur og ráku sína eigin skóla (DSST) voru marktækt óánægðari en íbúar þeirra sem ekki gerðu það (DSSTES). Þarna virðast þessar viðbótartekjur því ekki duga þeim til að skapa sér vinsældir. Hærra kíkvaðrat- gildi LR-prófsins benti til að þetta líkan væri betra en það fyrra. Af þessum sökum þótti ástæða til að keyra öll líkönin (Líkön 2-14) upp á nýtt með þessum leppbreytum til að rekja hvaðan þessi óánægja kæmi (sjá nýjar greiningar í líkönum 15-28 í töflum 7-9). Verður hér fjallað um niðurstöður sem koma fram í töflum 7-9. Athygli vekur að sértekjusveitar- félög í hópi hreinna dreifbýlissveitarfélaga sem reka sína eigin skóla er eini flokkur sveitarfélaga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.