Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 17
Bjarki Þór Grönfeldt og Vífill Karlsson
17 ..
sem fær marktækt lakari niðurstöðu en blönduðu sveitarfélögin í opnu spurningunni um viðhorf til
sveitarfélagsins (Líkan 15). Öll hin fá marktækt jákvætt frávik frá þeim sveitarfélögum. Reyndar
voru það íbúar sveitarfélaga sem ekki ráku sína eigin skóla (DSES, DSSTES og BSES) sem voru
marktækt ánægðari með sitt sveitarfélag en aðrir íbúar. Dreifbýlissveitarfélög sem ekki reka eigin
skóla (DSES) fengu mestu marktækni að þessu leyti. Hinn flokkur sveitarfélaga, sértekjusveitarfélög
sem ekki ráku sinn eigin skóla, voru með síðri marktækni. Hér er einna markverðast að þau sveitar-
félög sem reka sína eigin skóla virðast ekki gera það með meiri vinsældum en þau sveitarfélög sem
kaupa skólaþjónustu af öðrum sveitarfélögum, með einni undantekningu þó (Líkan 24). Það eru
dreifbýlissveitarfélög sem reka sína eigin skóla og höfðu sértekjur að auki. En þau sveitarfélög
virðast ekki gera allt vel því þar var óánægja meiri með möguleika til íþrótta- og tómstundaiðkunar
og unglingastarf. Kannski hrökkva viðbótartekjurnar ekki til, til að fylgja skólamálunum eftir án
þess að vanrækja annað.
Á þessu sést að þau sveitarfélög sem ráku ekki sína skóla nutu jákvæðara viðhorfs en þau sem
það reyndu (allar breyturnar sem enda á stöfunum „ES“ (ekki skóli) í líkani 15). Athygli vakti hins
vegar að íbúar hreinna dreifbýlissveitarfélaga sem ráku sjálf sína grunn- og eða leikskóla uppskáru
meiri óánægju íbúanna með ýmsa aðra þjónustu sveitarfélagsins, borið saman við fyrri líkön (DSES
borið saman við breytuna hrein sveit2). Skipulagsmál, þjónusta við fatlaða, íþróttir- og tómstunda-
iðkun og jafnvel unglingastarf3 virtust vera betri hjá þeim sem ráku ekki sína skóla (DSES) á meðan
þjónusta við aldraða, aðstoð við fólk í fjárhagsvanda og þjónusta við innflytjendur voru verri. Gæði
skólanna þriggja virtust hins vegar vera þau sömu sem gæti komið til af því að lög og reglugerðir
um skólastarf eru skýr.
Tafla 7. Niðurstöður þátta er tengjast umhverfismálum og almennu viðhorfi gagnvart eigin
sveitarfélagi
Skýribreytur (Líkan 15)
Almennt viðhorf til
sveitarfélagsins
(Líkan 16)
Skipulagsmál
(Líkan 17)
Ásýnd
(Líkan 18)
Sorpmál
Aldur 1,56 (3,37)*** 1,12 (0,81) 0,61 (-2,48)** 1,98 (3,62)***
Börn á heimili 1,08 (0,83) 1,06 (0,63) 1,09 (0,73) 0,87 (-1,23)
Býr einn/ein/eitt 0,97 (-0,22) 0,83 (-1,45) 1,01 (0,04) 0,73 (-1,76)*
Íbúar 0,84 (-3,90)*** 0,78 (-5,27)*** 0,94 (-1,01) 0,85 (-2,74)**
Kyn (karl = 1) 1,02 (0,19) 1,02 (0,24) 0,89 (-1,10) 1,13 (1,13)
Menntunarstig 1,11 (4,49)*** 1,04 (1,58) 1,03 (0,95) 1,03 (0,84)
Uppruni (erlendur =1) 0,89 (-0,75) 1,07 (0,40) 1,80 (2,69)** 1,76 (2,72)**
Árið 2020 1,19 (2,17)** 0,99 (-0,16) 1,00 (0,00)*** 1,00 (0,00)***
Hrein sveit n,a, n,a, n,a, n,a,
DSES 2,65 (3,26)*** 1,05 (0,18) 1,10 (0,20) 1,56 (0,96)
DSST 0,62 (-2,47)** 0,81 (-1,04) 0,33 (-3,80)*** 1,25 (0,77)
DSSTES 1,73 (1,89)* 1,44 (1,20) 1,84 (1,55) 1,59 (1,22)
BSES 6,44 (1,84)* 2,14 (0,75) 10,27 (1,90)* 0,44 (-0,91)
BSST 1,20 (1,17) 1,48 (2,32)** 1,21 (0,86) 1,44 (1,80)*
Fjöldi athugana 2241 2117 1274 1255
LR-próf, prob > chi2 99,31*** 57,34*** 51,10*** 49,56***
Pseudo R2 0,0144 0,0099 0,0166 0,0136
Raðkvarðalíkani var beitt og gögnin eru frá 2016, 2017 og 2020. Stuðlarnir eru líkindahlutfall (e. odds ratio) og í sviga
eru z-gildi. * stenst 10% marktektarkröfu, ** stenst 5% marktektarkröfu, *** stenst 1% marktektarkröfu. LR (e. likelihood
ratio) er próf á líkanið í heild sambærilegt F-gilda prófi í línulegri aðhvarfsgreiningu og hér er birt kíkvaðratgildi.