Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 17

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 17
Bjarki Þór Grönfeldt og Vífill Karlsson 17 .. sem fær marktækt lakari niðurstöðu en blönduðu sveitarfélögin í opnu spurningunni um viðhorf til sveitarfélagsins (Líkan 15). Öll hin fá marktækt jákvætt frávik frá þeim sveitarfélögum. Reyndar voru það íbúar sveitarfélaga sem ekki ráku sína eigin skóla (DSES, DSSTES og BSES) sem voru marktækt ánægðari með sitt sveitarfélag en aðrir íbúar. Dreifbýlissveitarfélög sem ekki reka eigin skóla (DSES) fengu mestu marktækni að þessu leyti. Hinn flokkur sveitarfélaga, sértekjusveitarfélög sem ekki ráku sinn eigin skóla, voru með síðri marktækni. Hér er einna markverðast að þau sveitar- félög sem reka sína eigin skóla virðast ekki gera það með meiri vinsældum en þau sveitarfélög sem kaupa skólaþjónustu af öðrum sveitarfélögum, með einni undantekningu þó (Líkan 24). Það eru dreifbýlissveitarfélög sem reka sína eigin skóla og höfðu sértekjur að auki. En þau sveitarfélög virðast ekki gera allt vel því þar var óánægja meiri með möguleika til íþrótta- og tómstundaiðkunar og unglingastarf. Kannski hrökkva viðbótartekjurnar ekki til, til að fylgja skólamálunum eftir án þess að vanrækja annað. Á þessu sést að þau sveitarfélög sem ráku ekki sína skóla nutu jákvæðara viðhorfs en þau sem það reyndu (allar breyturnar sem enda á stöfunum „ES“ (ekki skóli) í líkani 15). Athygli vakti hins vegar að íbúar hreinna dreifbýlissveitarfélaga sem ráku sjálf sína grunn- og eða leikskóla uppskáru meiri óánægju íbúanna með ýmsa aðra þjónustu sveitarfélagsins, borið saman við fyrri líkön (DSES borið saman við breytuna hrein sveit2). Skipulagsmál, þjónusta við fatlaða, íþróttir- og tómstunda- iðkun og jafnvel unglingastarf3 virtust vera betri hjá þeim sem ráku ekki sína skóla (DSES) á meðan þjónusta við aldraða, aðstoð við fólk í fjárhagsvanda og þjónusta við innflytjendur voru verri. Gæði skólanna þriggja virtust hins vegar vera þau sömu sem gæti komið til af því að lög og reglugerðir um skólastarf eru skýr. Tafla 7. Niðurstöður þátta er tengjast umhverfismálum og almennu viðhorfi gagnvart eigin sveitarfélagi Skýribreytur (Líkan 15) Almennt viðhorf til sveitarfélagsins (Líkan 16) Skipulagsmál (Líkan 17) Ásýnd (Líkan 18) Sorpmál Aldur 1,56 (3,37)*** 1,12 (0,81) 0,61 (-2,48)** 1,98 (3,62)*** Börn á heimili 1,08 (0,83) 1,06 (0,63) 1,09 (0,73) 0,87 (-1,23) Býr einn/ein/eitt 0,97 (-0,22) 0,83 (-1,45) 1,01 (0,04) 0,73 (-1,76)* Íbúar 0,84 (-3,90)*** 0,78 (-5,27)*** 0,94 (-1,01) 0,85 (-2,74)** Kyn (karl = 1) 1,02 (0,19) 1,02 (0,24) 0,89 (-1,10) 1,13 (1,13) Menntunarstig 1,11 (4,49)*** 1,04 (1,58) 1,03 (0,95) 1,03 (0,84) Uppruni (erlendur =1) 0,89 (-0,75) 1,07 (0,40) 1,80 (2,69)** 1,76 (2,72)** Árið 2020 1,19 (2,17)** 0,99 (-0,16) 1,00 (0,00)*** 1,00 (0,00)*** Hrein sveit n,a, n,a, n,a, n,a, DSES 2,65 (3,26)*** 1,05 (0,18) 1,10 (0,20) 1,56 (0,96) DSST 0,62 (-2,47)** 0,81 (-1,04) 0,33 (-3,80)*** 1,25 (0,77) DSSTES 1,73 (1,89)* 1,44 (1,20) 1,84 (1,55) 1,59 (1,22) BSES 6,44 (1,84)* 2,14 (0,75) 10,27 (1,90)* 0,44 (-0,91) BSST 1,20 (1,17) 1,48 (2,32)** 1,21 (0,86) 1,44 (1,80)* Fjöldi athugana 2241 2117 1274 1255 LR-próf, prob > chi2 99,31*** 57,34*** 51,10*** 49,56*** Pseudo R2 0,0144 0,0099 0,0166 0,0136 Raðkvarðalíkani var beitt og gögnin eru frá 2016, 2017 og 2020. Stuðlarnir eru líkindahlutfall (e. odds ratio) og í sviga eru z-gildi. * stenst 10% marktektarkröfu, ** stenst 5% marktektarkröfu, *** stenst 1% marktektarkröfu. LR (e. likelihood ratio) er próf á líkanið í heild sambærilegt F-gilda prófi í línulegri aðhvarfsgreiningu og hér er birt kíkvaðratgildi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.