Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 19
Bjarki Þór Grönfeldt og Vífill Karlsson
19 ..
Athygli vekur að niðurstöður í seinni útgáfu líkananna (Töflur 7-9) voru mjög áþekkar þeim sem
fengust í fyrri keyrslunum (Töflur 4-6) gagnvart þeim breytum sem voru sameiginlegar á milli þeirra
og er það ein vísbending fyrir áreiðanleika niðurstaðnanna. Fjögur frávik fundust. Í fyrsta lagi hafði
verið veik neikvæð fylgni á milli fjölda íbúa og ásýndar (Líkan 3) sem var horfin í seinni keyrslunni
(Líkan 17). Í öðru lagi var einnig veik neikvæð fylgni á milli uppruna og þjónustu við aldraða (Líkan
5) sem horfin var í seinni keyrslunni (Líkan 19). Í þriðja lagi voru þeir sem bjuggu einir almennt óá-
nægðari með möguleika til íþróttaiðkunnar í seinni keyrslunni (Líkan 27) sem ekki mældist í þeirri
fyrri (Líkan 13). Að lokum voru konur óánægðari en karlar með tónlistarskóla (Líkan 12) en sú
fylgni mældist ekki í seinni keyrslunni (Líkan 26).
Umræða
Viðfangsefni þessarar greinar var að kanna hvort munur væri á ánægju íbúa hreinna dreifbýlissveit-
arfélaga annars vegar og íbúa í dreifbýli blandaðra sveitarfélaga hins vegar með þjónustu sveitar-
félagsins. Samandregið er niðurstaðan sú að íbúar hreinna dreifbýlissveitarfélaga voru óánægðari
með sjö þjónustuþætti sveitarfélaga af þeim þrettán sem horft var til. Það voru fjórir þættir sem falla
undir félagsþjónustu; þjónustu við aldraða, dvalarheimili, aðstoð við fólk í fjárhagsvanda og þjón-
ustu við innflytjendur, tveir sem flokkast undir fræðslu-, uppeldis, íþrótta- og æskulýðsmál; tækifæri
til íþrótta- og tómstundaiðkunar og gæði unglingastarfs og að lokum skipulagsmál. Hins vegar voru
íbúar þessara sveitarfélaga ánægðari með tónlistarskólann og engan annan þátt. Þetta voru fyrstu
niðurstöður greininganna sem kynntar voru í niðurstöðukafla. Niðurstöðurnar benda því til þess að
hrein dreifbýlissveitarfélög kæmu betur út sem blandað sveitarfélög t.d. í kjölfar sameiningar og er
það eitt af framlögum þessarar greinar.
Segja má að helsta framlag þessarar greinar, bæði fræðilegt en einnig til almennrar umræðu um
sveitarstjórnarmál, séu seinni tölfræðigreiningar sem kynntar voru í niðurstöðukafla. Í þeim var
ánægja íbúa greind eftir tveimur sérkennum: Hvort viðkomandi sveitarfélag rak eigin grunnskóla
eða keypti þjónustuna af öðru sveitarfélagi, og hvort viðkomandi sveitarfélag hafði sértekjur eða
ekki (sértekjur eru t.d. tekjur af stórum eignum eins og virkjunum, stórum verksmiðjum eða mörgum
sumarhúsum). Hugmyndin að þessum greiningum kviknaði þegar kom í ljós að enginn marktækur
munur var á milli íbúa hreinna dreifbýlissveitarfélaga og íbúa í dreifbýli blandaðra sveitarfélaga
þegar spurt var um hvort þeir væru almennt neikvæðir eða jákvæðir í garð síns sveitarfélags. Höf-
undar veittu því þó eftirtekt að meiri dreifing var í svörum íbúa hreinna dreifbýlissveitarfélaga.
Var því gerð frekari greining til að komast að því í hverju aukin dreifing gæti legið. Í ljós kom að
óánægja íbúa var meiri í hreinum dreifbýlissveitarfélögum sem ráku sína eigin leikskóla og/eða
grunnskóla en í þeim sem ekki voru í slíkum rekstri. Enn fremur kom fram að íbúar hreinna dreif-
býlissveitarfélaga sem höfðu sértekjur og ráku sína eigin skóla voru marktækt óánægðari en íbúar
þeirra sem ekki gerðu það. Sértekjurnar virðast því ekki duga til þess að auka ánægju íbúa.
Séu niðurstöður um ánægju með skólastarf dregnar saman má segja að heilt yfir virðist það vera
þannig að íbúar séu jafn ánægðir með skólana hvort sem þeir eru reknir af þeirra sveitarfélagi eða
öðru sveitarfélagi. Mögulegt er að þessi rekstur sé hins vegar svo dýr í samanburði við það sem
þeir eru að borga öðru sveitarfélagi fyrir menntun barna sinna að það bitni á annarri þjónustu (sbr.
verri niðurstöður í öðrum þáttum). Þetta ætti að vera nokkuð rökrétt þar sem fámenn sveitarfélög
eru annað hvort að greiða meðalkostnað á nemanda eða jaðarkostnað (viðbótarkostnað) og hann er
alltaf lægri í fjölmennari skóla en fámennum ef þar nýtur við stærðarhagkvæmni. Hér eru því sterkar
vísbendingar fyrir því í hverju misdreifnin liggur í svörum íbúa hreinna dreifbýlissveitarfélaga. Því
má segja að ef hrein dreifbýlissveitarfélög væru að reka sína skóla sjálf eins og lög kveða á um þá
væri óánægja almennt mun meiri og víðtækari í flestum þjónustuþáttum en hjá íbúum í dreifbýli
blandaðra sveitarfélaga en fyrstu niðurstöður kváðu á um.
Þær niðurstöður sem hér hafa verið kynntar koma ekki alfarið á óvart og samhljómur er við rann-
sóknir á sameiningum sveitarfélaga á Íslandi. Í gögnum frá 2013 (Grétar Þór Eyþórsson og Vífill
Karlsson, 2018) úr rannsókn sem var gerð á þá nýliðnum átta sameiningum kom ýmislegt sambæri-