Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 20
Sameiningar hreinna dreifbýlissveitarfélaga og þjónusta
20 ..
legt í ljós. Flestar voru þær sameiningar lítilla og stórra sveitarfélaga nema í Fjallabyggð þar sem
Siglufjarðarkaupstaður og Ólafsfjarðarbær sameinuðust en þau komust næst því af þessum átta að
vera áþekk sveitarfélög fyrir sameiningu. Þátttakendur voru því flokkaðir þar í þá sem tilheyrðu
minni sveitarfélögum viðkomandi sameininga og hina sem tilheyrðu stærri sveitarfélögum samein-
inganna. Fyrst voru þátttakendur beðnir um að taka afstöðu til eftirfarandi fullyrðingar: „Mér finnst
þjónusta sveitarfélagsins hafa almennt batnað eftir að hið sameinaða sveitarfélag varð til“. 36% þátt-
takenda voru ósammála þessu en 15% sammála. Næst voru þátttakendur spurðir: „Að hve miklu eða
litlu leyti telur þú neðantalda þjónustu eða starfsemi sveitarfélagsins hafa batnað eða versnað í kjöl-
far sameininga (-r)“ og þeir beðnir um að meta 32 þætti. Einungis 12 þeirra voru taldir hafa versnað
og fjórir þeirra vörðuðu ekki þjónustu sveitarfélagsins heldur lýðræðisleg mál. Tuttugu þættir höfðu
hins vegar lagast í kjölfar sameininganna og tengdust allir þjónustu á vegum sveitarfélaga.
Í sömu rannsókn (Grétar Þór Eyþórsson og Vífill Karlsson, 2018) kom jafnframt fram að oftar
var það þannig að íbúar sem tilheyrðu stærra sveitarfélagi að baki sameiningunum voru ánægðari en
þeir sem tilheyrðu minna sveitarfélaginu. Samt var það þannig að í 10 þáttum af 32 töldu íbúar minni
sveitarfélaganna þjónustuna hafa batnað jafnvel þó svo hún hafi ekki batnað eins mikið og hjá stærri
sveitarfélögunum að mati íbúa þeirra. Þetta voru þættirnir tónlistarskóli, íþrótta- og æskulýðsmál,
dvalarheimili aldraðra, málefni fatlaðra, rekstur safna, félagsstarf aldraðra, barnaverndarnefndir, lið-
veisla og ferðaþjónusta, forðagæsla og almannavarnir. Þarna koma fyrir þættir eins og tónlistarskóli,
íþrótta- og æskulýðsmál og þættir sem tengjast aðbúnaði aldraðra en þá má einnig finna í núverandi
könnun. Þó er athyglisvert að sjá viðhorf til tónlistarskólanna hafa batnað í könnuninni 2013 en
það var eina þjónustan sem talin var betri í hreinum þéttbýlissveitarfélögum í núverandi könnun
(árin 2016, 2017 og 2020). Á þessu sést að tölurnar frá 2013 styðja niðurstöður þessarar rannsóknar
nokkuð vel en þó ekki að öllu leyti. Sameining lítils sveitarfélags við stórt bætir þjónustu við íbúa
þess fámennara eða jaðarsetta, jafnvel þó svo að þjónustan batni meira hjá íbúum þess fjölmennara
sem er nær sterkasta þjónustukjarnanum. Þetta á sérstaklega við um þjónustu innan fræðslumála,
félagsþjónustu auk æskulýðs- og íþróttamála sem eru lang fjárfrekustu málaflokkar sveitarfélaga (í
kringum 85% af heildarútgjöldum þeirra samanlagt) og ef til vill þeir mikilvægustu. Athygli vakti
að þau hreinu dreifbýlissveitarfélög sem ráku sína eigin grunnskóla virtust ekki ráða við reksturinn
án þess að það kæmi niður á annarri þjónustu.
Höfundar vita ekki til þess að erlendar rannsóknir hafi verið framkvæmdar með sömu aðferða-
fræði og hér og er því um að ræða nokkur nýmæli. Niðurstöðurnar styðja kenningar í hagfræði um
stærðarhagkvæmni, sérstaklega þegar um er að ræða sérhæfð verkefni sem krefjast mikilla fjár-
festinga (Boyes og Melvin, 1999; Rosen og Gayer, 2008). Aukin ánægja íbúa með þjónustu í dreif-
býli blandaðra sveitarfélaga styðja einnig við kenningar um lægri kostnað við veitingu þjónustu á
dreifðu eða víðfermu svæði í sterkari stjórnsýslueiningu (Palander, 1935). Niðurstöðurnar hafa því
sérstaka þýðingu fyrir byggðaþróun dreifðra byggða á Íslandi, en þær styðja við samþjöppunarrökin
(e. consolidationist argument) um að sameining minni sveitarfélaga leiði af sér stærðarhagkvæmni,
skilvirkni, aukin gæði og aukinn mátt sveitarfélagsins til að standa undir þjónustu fyrir alla íbúa
þess (Baldersheim og Rose, 2010; Steiner o.fl., 2016). Mikilvægt er að draga fram þennan sérstaka
ábata sem íbúar dreifbýlis virðast njóta í bættri þjónustu í blönduðum sveitarfélögum. Hafa verður
í huga að eldri íslensk rannsókn (Karl Benediktsson og Hjalti Nielsen, 2008) benti til þess að brott-
flutningur hafi verið meiri frá svæðum með lágt þjónustustig. Það ætti því að vera kappsmál dreif-
býlissamfélaga að efla þjónustu með sameiningu við blandað sveitarfélag þéttbýlis og dreifbýlis.
Rannsókn þessi byggir á öflugum gögnum úr íbúakönnun landshlutanna og má það teljast nokkuð
afrek að byggja slíkar greiningar á stóru úrtaki íbúa sem búa í dreifbýli á Íslandi. Þessi greining var
gerð á gögnum íbúakannana 2016, 2017 og 2020 þar sem rúmlega 17.000 tóku þátt en rúmlega 2.000
svör nýttust í greiningu í þessari rannsókn vegna þess að eingöngu íbúar í dreifbýli voru til skoðunar
(í dreifbýli blandaðra sveitarfélaga og hreinna dreifbýlissveitarfélaga). Í greininni er einnig að finna
aðferðafræðilegt framlag. Hér er um afhjúpandi greiningu að ræða þar sem þátttakendur voru aldrei