Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 27

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 27
Jónína Einarsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir 27 .. for volunteers were analysed. The interviewees agreed on respecting the labour market rules, independent of whether the volunteers were domes- tic or foreign. The context of voluntary work was seen as necessary and acceptable to disrespect principles of collective agreements, competition, and professional knowledge if it would benefit society. The idea of foreign volunteers taking paid jobs from local people was rejected. The intervie- wees agreed that voluntary work is vital to rural areas and a prerequisite for the communities. KEYWORDS: voluntary work – rural areas – labour market Inngangur Í grein um íslenskar landsbyggðir og byggðafélagsfræði bendir Þóroddur Bjarnason (2019) á að atvinna við hæfi og góð laun séu mikilvæg lífsgæði sem spá fyrir um búsetuánægju, búsetufyrirætl- anir og búferlaflutninga. Jafnframt gæti atvinnumissir leitt til búferlaflutninga frá svæðum þar sem atvinnulífið er einhæft og framboð sambærilegra starfa takmarkað. Aðgengi að menningu og afþrey- ingu, heilbrigðisþjónustu og verslun skipti einnig verulegu máli. Í skýrslu á vegum Byggðastofnunar frá árinu 2019 (Þóroddur Bjarnason o. fl., 2019) kemur fram að atvinnutækifæri séu mikilvægasta einstaka ástæða þess að fólk segist ætla að flytja búferlum. Í Byggðaáætlun fyrir árin 2018–2024 er lagt til að verkefnið Brothættar byggðir haldi áfram (Stjórnarráð Íslands, e.d.). Markmið verkefnis- ins, sem hófst árið 2012, er að sporna við fólksfækkun og styrkja atvinnulífið í fámennum byggðar- lögum með einhæft atvinnulíf. Mælst er til þess að íbúarnir hugleiddu framtíðarmöguleika heima- byggðarinnar og að leitað yrði lausna á þeirra forsendum (Brothættar byggðir, e.d.). Byggðaáætlun 2018–2024 lýsir stefnu ríkisins í byggðamálum, sem felur í sér að „jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt. Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf“ (Stjórnarráð Íslands, e.d). Með ofangreint í huga er markmið rannsóknarinnar sem fjallað er um hér að skoða viðhorf íbúa á svæðum sem hafa tekið þátt í verkefninu Brothættar byggðir til mögulegra áhrifa sjálfboðastarfa á atvinnumál og uppbyggingu svæðisins. Við leitumst við að svara spurningunni: Efla sjálfboðastörf, unnin af erlendum eða innlendum sjálfboðaliðum, byggðarlög sem tóku þátt í verkefninu Brothættar byggðir, eða taka þau störf frá fólki sem vildi búa í byggðalögunum ef atvinnutækifæri væru fyrir hendi? Við skoðum þetta m.a. í ljósi áherslna aðila vinnumarkaðarins um að banna skuli sjálfboða- störf sem skekki samkeppnisstöðu á vinnumarkaði og feli í sér launaþjófnað. Með sjálfboðastörfum er hér átt við þau störf sem eru unnin af erlendum eða innlendum einstaklingum, aðfluttum eða heimafólki, án þess að fyrir þau fáist greitt samkvæmt kjarasamningum. Þessi skilgreining helgast af umfjöllun verkalýðshreyfingarinnar og skilningi þátttakenda. Þegar fjallað er um sjálfboðaliða á vinnumarkaði er oftar en ekki vísað til erlendra sjálfboðaliða, sem hefur fjölgað mjög á Íslandi á undanförnum árum (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir o.fl., 2019). Þó reiða íslensk félagasamtök og heimamenn oft fram mikla sjálfboðavinnu í þágu nærsamfélags- ins (Hrafnsdóttir og Kristmundsson, 2017; Steinunn Hrafnsdóttir, 2012; Steinunn Hrafnsdóttir o.fl., 2017). Með auknum fjölda erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði, hafa aðilar vinnumarkað- arins varað við félagslegum undirboðum og launaþjófnaði, sem erlent láglaunafólk þykir einkum útsett fyrir. Aðilar vinnumarkaðarins hafa einnig fjallað um launaþjófnað í tengslum við sjálfboða- vinnu, og gefið skýr fyrirmæli um að sjálfboðavinna við efnahagslega starfsemi og lögbýli standist ekki kjarasamninga. Bændur, ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélög og aðrir sem hafa ráðið sjálfboðaliða í störf sem um gilda kjarasamningar hafa verið sakaðir um brot á kjarasamningum og frásagnir af illri meðferð hefur ratað í fréttir (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir o.fl., 2019). Á heimasíðu ASÍ er að finna eftirfarandi texta:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.