Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 29
Jónína Einarsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir
29 ..
Líkt og á Íslandi, þá er sjálfboðavinna heimafólks í Bandaríkjunum algengari í dreifbýli en í þétt-
býli, enda þykja lítil samfélög líklegri til að styðja við sjálfboðastarf og virkja auðlindir nærsam-
félagsins (e. community resources) en borgarsamfélög (Paarlberg o.fl.,2021). Samkvæmt Paarlberg
og félögum er auðveldara að fá fólk til að sinna sjálfboðastörfum í heimabyggð, ef byggðin væri
einsleit hvað íbúasamsetninguna varðar. Þeim er það því áhyggjuefni að dreifbýli víðast hvar í heim-
inum er að ganga í gegnum versnandi efnahag og lýðfræðilegar breytingar; hækkandi meðalaldur
íbúanna, og minni einsleitni. Slík þróun geti breytt innbyrðis samskiptum íbúanna og getu þeirra eða
áhuga á að sinna sjálfboðastörfum. Ólíkt þeirri umræðu sem mest hefur borið á hér á landi, þá telja
þau að ástæða sé til að hafa áhyggjur af framtíð sjálfboðastarfa í dreifbýli, einkum í byggðarlögum
sem hafa lítin aðgang að þjónustu hins opinbera og kalla eftir umræðu um leiðir til að halda uppi
sjálfboðastörfum í dreifbýli.
Rannsóknir Qvist og félagar (2019) sýna að þátttaka í sjálfboðastarfi er mikil í Skandinavíu, eink-
um í Noregi og Svíþjóð og hafi jafnvel aukist á tímabilinu 1990–2010. Sjálfboðavinna á sér helst
stað í íþróttastarfi og tómstundum, þó merkja megi aukningu í störfum sem tengjast velferðarmál-
um. Meiri sjálfboðavinnu í Noregi og Svíþjóð samanborið við Danmörku megi skýra með dreifðari
byggðum fyrrnefndu landanna. Þrátt fyrir meira atvinnuleysi í Bandaríkjunum og í Skandinavíu en
á Íslandi, þá nefna hvorki Paarlberg og félagar (2021) né Qvist og félagar (2019) möguleg neikvæð
áhrif sjálfboðastarfa á vinnumarkaðinn og að slík störf geti grafið undan tækifærum fólks til þess að
fá launaða vinnu og þar með veikt nærsamfélagið.
Fræðileg nálgun
Markmið greinarinnar er að skoða viðhorf íbúa á svæðum sem hafa tekið þátt í verkefninu Brot-
hættar byggðir til mögulegra áhrifa sjálfboðastarfa á atvinnumál og uppbyggingu svæðisins. Það er
áhugavert vegna áherslu stjórnvalda á atvinnuuppbyggingu á þessum svæðum, og þeirrar skoðunar
aðila vinnumarkaðarins að sjálfboðastörf geti verið birtingarmynd launaþjófnaðar. Til að skilja ólík
viðhorf viðmælenda og fulltrúa aðila vinnumarkaðarins verður stuðst við tvær kenningar við grein-
ingu gagnanna. Annars vegar kenningu um félagsleg samskipti (e. social exchange theory) og hins
vegar átakakenningu (e. conflict theory). Þessar kenningar eru hvor um sig margþættar. Í greininni er
fjallað um þann kjarna þeirra sem varpar ljósi á umfjöllun aðila vinnumarkaðsins um sjálfboðavinnu
á Íslandi og viðbrögð viðmælenda okkar við henni.
Kenningin um félagsleg samskipti hefur á síðustu árum verið mikið notuð innan félagsvísinda og
sálfræði þar sem hegðun einstaklinga á vinnustöðum er skoðuð (Cropanzano og Mitchell, 2005;
Ahmand o. fl., 2023). Þótt sjálfboðastörf teljist ekki til hefðbundinna starfa á vinnumarkaði, getur
kenningin varpað ljósi á slík störf (Hallmann og Zehrer, 2016). Rætur kenningarinnar má rekja
til þriðja áratugs síðustu aldar, til mannfræðingsins Malinowski (1922), en var þróuð áfram af fé-
lagssálfræðingnum Homans (1958) og félagsfræðingnum Blau (1964). Kjarni kenningarinnar er að
nær öll mannleg sambönd séu byggð á gagnkvæmni, sem felst í því að fólk sér hag í að gefa og
þiggja. Svokölluð fórnar-nytjagreining (e. cost-benefit analysis) á sér stað, oftast óformlega, þegar
einstaklingar leggja mat á fyrirhuguð samskipti og hvor aðili um sig metur gagnsemi samskiptanna.
Ávinningurinn getur hvort sem er verið óhlutstæður (e. abstract) svo sem þegar um vináttu er að
ræða, eða áþreifanlegur (e. concret), t.d. þjónusta, fæði eða húsaskjól. Mat á ávinningi er þó fremur
af tilfinningalegum eða samfélagslegum toga en efnahagslegum (Ritzer og Stepnisky, 2014).
Átakakenningin fjallar um hagsmunaátök, ekki síst á vinnumarkaði, vegna tvískiptingu hans í
atvinnurekendur sem kaupa vinnuframlag annarra og launþega sem selja vinnuframlag sitt. Kenn-
ingin er almennt rakin til skrifa Karls Marx og Friedrich Engels um stéttabaráttu við upphaf iðn-
væðingar og tilhneigingu atvinnurekenda til að arðræna launþega (Edgell, 2012; Marx og Engles,
1972). Kenningin hefur þróast í takt við breytta tíma og hin síðari ár hefur sjónum ekki síst verið
beint að slæmri stöðu ungs fólks á vestrænum vinnumarkaði, sem stendur frammi fyrir miklu at-
vinnuleysi, óstöðugleika og óöryggri vinnu (Kalleberg, 2018). Samkeppni um störf hefur aukist í