Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 30

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 30
Sjálfboðastarf í Brothættum byggðum 30 .. takt við aukna alþjóðavæðingu vinnunnar (Stuth og Jahn, 2019), veikingar verkalýðshreyfingarinnar (Refslund, 2012) og svokallaðs deilihagkerfis, þar sem störf eru auglýst á deilisíðum á borð við „HelpX“ og „Workaway“. Samtímis hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á aukinn sveigjanleika í fyrirtækjarekstri, ásamt samþjöppun fjármagns og fyrirtækja (Refslund, 2012; Skedinger, 2009). Afleiðingin er sú að fyrirtæki ráða í auknum mæli til sín starfsfólk sem fær greitt langt undir um- sömdum lágmarkslaunum. Þetta á m.a. við um lítt eða ekki launaða starfsnema og sjálfboðaliða (ASÍ, e.d.; Unnur Dís Skaptadóttir og Anna Wojtynska, 2019). Aðferðir og gögn Flest viðtölin voru tekin í september 2022 þegar þau fjögur byggðarlög sem völdust til þátttöku í rannsókninni voru heimsótt, en öll hafa þau tekið þátt í verkefninu Brothættar byggðir. Nokkur viðtöl voru tekin í október 2022 og apríl–maí 2023 við fulltrúa byggðakjarnanna sem ekki náðist í á staðnum, sem og við fulltrúa Vinnueftirlitsins og verkalýðshreyfingarinnar. Alls voru þetta um 30 viðtöl. Viðmælendur voru einstaklingar sem voru virkir í sjálfboðastarfi, höfðu þekkingu á við- fangsefninu eða höfðu ráðið til sín sjálfboðaliða í vinnu. Viðtölin voru ýmist hljóðrituð eða skráð en þau voru á bilinu 30-120 mínútur að lengd. Stuðst var við aðlagaða grundaða kenningu (e. grounded theory) að hætti Crang og Cook (2007, bls. 134–146). Gert er ráð fyrir að gögnin helgist að miklu leyti af rannsóknarspurningum, en geti samtímis falið í sér áhugaverðar niðurstöður sem falli í fljótu bragði ekki beint undir þær. Gögnin voru lesin vandlega áður en þau voru greind með opinni kóðuð í Atlas.ti, sem flokkar samtímis viðeigandi texta undir þemun. Hafa ber í huga að hluti textans getur fallið undir fleiri en einn kóða. Viðeigandi texti hvers þema er svo endurflokkaður og tengd þemu sameinuð undir yfirþema. Þemu sem spanna umfangsmikinn texta eru endurkóðuð. Þess var gætt að halda ávallt til haga hver sagði hvað og í hvaða samhengi. Viðtöl við fulltrúa verkalýðsfélaga, sem hafa ekki aðsetur í viðkomandi byggðarlögum, sýna að það er ekki auðvelt að afla upplýsinga um brot gegn einstaka sjálfboðaliðum og tilkynningar um að sjálfboðaliðar hafi gengið í störf launafólks. Slíkar upplýsingar virðast ekki vera skráðar miðlægt með samræmdum hætti. Við fengum þó upplýsingar um að ein ábending hefði borist um sjálfboða- liða sem gekk í störf launafólks í þeim byggðum sem við heimsóttum. Auk viðtalanna hafa höfundar greint heimasíður Workaway og HelpX á árunum 2017–2023, þar sem auglýst er eftir sjálfboðaliðum til Íslands. Einungis verður að litlu leyti fjallað um þá greiningu hér. Fleiri samtök augslýsa eftir sjálfboðaliðum, auk þess sem upplýsingar um sjálfboðastörf í boði er að finna á sjálfsprottnum síðum á samfélagsmiðlum. Þá fer ráðning sjálfboðaliða einnig fram í gegnum fyrri sjálfboðaliða, vina og fjölskyldutengsl. Niðurstöður Niðurstöðurnar leitast við að lýsa viðhorfum heimafólks í þeim byggðarlögum sem voru heimsótt, reynslu þeirra og hugmyndum um sjálfboðavinnu, hvort heldur hún er unnin af erlendum sjálfboða- liðum eða heimafólki. Fyrst gerum við grein fyrir ástæðum þess að heimafólk ræður til sín erlendra sjálfboðaliða, hugmyndum þess um ásetning sjálfboðaliðanna og reynslu þeirra. Þá fjöllum við um ástæður og reynslu heimafólks af því að taka þátt í sjálfboðastarfi í heimabyggð. Í kynningu á hug- myndum heimafólks um réttmæti sjálfboðavinnu er tekið mið af gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á störf erlenda sjálfboðaliða, en umræðan nær einnig til sjálfboðavinnu heimafólks. Loks eru tveir undirkaflar sem fjalla um mögulegt arðrán, mikilvægi sjálfboðavinnunar og áhrif hennar á afkomu byggðanna sem voru heimsóttar. Erlendir sjálfboðaliðar Helstu ástæður þess að viðmælendur auglýstu eftir erlendum sjálfboðaliðum voru mikið vinnuálag, forvitni og skortur á félagsskap. Bóndi gaf eftirfarandi svar: „Ég sá bara að ég komst ekki yfir verkefnin ... lífið var heldur snúið og var að fara inn í smalamennskutímabilið.“ Niðurstaðan var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.