Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 33

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 33
Jónína Einarsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir 33 .. ferðaþjónustu, en hann borgaði samkvæmt kjarasamningum ef sjálfboðaliði sinnti ferðaþjónustunni. Viðmælendur voru margir meðvitaðir um ásókn í að verða sjálfboðaliði á hestaleigum og einn benti á að hestaleigur „pukrist“ með sjálfboðaliða. Viðmælendur voru nokkuð sammála því að sjálfboðaliðar ættu ekki að ganga í störf faglærðra svo sem iðnaðarmanna, en á því reyndust þó vera undantekningar. löggiltur smiður vann t.d. kaup- laust að viðhaldi húsnæðis sem átti að nota í þágu samfélagsins, hjálpaði granna við endurbyggingu eftir bruna og notaði fagþekkingu sína til að afla fjár fyrir sjálfboðasamtök í sinni heimabyggð. Bent var á gamla hefð til sveita að hjálpast að við byggingarvinnu og voru nefnd dæmi um að slík aðstoð tíðkaðist enn. Þegar rætt var um hvort það væri ásættanlegt að sjálfboðaliðar sinntu störfum sem féllu undir efnahagslega starfsemi, upplýsti einn viðmælanda sem starfaði í heilbrigðisgeiranum að það væru byggðir án útfararstofu og að sækja þjónustuna langt að kostaði talsvert. Viðkomandi kistulagði því einstaka sinnum „og svo vantaði prestinn aðstoð í kapellunni – og þá var ég orðin sjálfboðaliði Þjóðkirkjunnar.“ Viðkomandi fannst varla hægt að amast út í þessa greiðasemi: „Þetta bindur okkur saman, það eru ekki hundrað manns að deyja.“ Vafasöm fjármögnun Viðmælendur voru almennt sammála um að það væri enginn munur á því hvort innlendir eða erlend- ir sjálfboðaliðar gengju í störf launafólks og skekktu þannig samkeppni á vinnumarkaði. Mörgum þótti þó í lagi að hin ýmsu félög byggðarinnar sinntu störfum, sem mætti flokka sem störf á vinnu- markaði, ef það væri gert til fjáröflunar góðra mála. Kvenfélagskonur í tveimur af þeim byggðum sem voru heimsóttar hafa varast að taka að sér veitingarekstur eða bakstur í sjálfboðavinnu eftir að veitingafólk og bakarar komu í byggðina. Það gerðist þó að heimafólk og aðrir vildu „gamaldags- kökur“ frekar en bakarakökur. Það má því ætla að í slíkum tilfellum veiti kvenfélögin þjónustu sem bakaríð veitir ekki, þótt strangt til tekið sé verið að ganga í störf sem falla undir fagþekkingu og efnahagslega starfsemi. Það þótti almennt óásættanlegt að kalla á björgunarsveitir til að gæta „misvitra ferðalanga“ við eldgosin á Reykjanesinu. Björgunarsveitarmaður upplýsti að sveit hans hefði aflað sér góðra tekna fyrir vaktir á svæðinu, en erfitt væri að vera frá vinnu til lengri tíma. Vinna björgunarsveita að ör- yggismálum, t.d. vegna vélhjólakeppni, aðstoð við kvikmyndatökur, lokanir vega og önnur varsla fyrir lögregluna þótti sumum vafasöm fjáröflun. Dyravarsla á skemmtunum í fjáröflunarskyni væri í lagi, enda „vill það enginn.“ Dæmi eru um að björgunarsveitir veiti dráttarþjónustu til fjáröflunar en þá verður sá sem selur slíka þjónustu án viðskipta. Yrði annars ekki gert Margir nefndu að það væri í lagi að sjálfboðaliðar, innlendir jafnt sem erlendir, sinntu verkefnum sem væru samfélaginu til góða en yrðu annars ekki framkvæmd. Það ætti við um störf sem enginn myndi greiða laun fyrir. Hér voru nefnd störf við viðhald og uppbyggingu menningarverðmæta og umhverfistengda starfsemi, skógrækt og hreinsanir af ýmsum toga. Dæmi voru um að sjálfboðaliðar hefðu unnið að varðveislu menningarminja og uppbyggingu safna í byggðunum. Heimafólk undirstrikaði að án sjálfboðavinnu hefði menningararfur farið forgörðum og að ekkert hefði orðið að opnun safna. Þessi verkefni falla undir starfsemi þar sem viðmælendum þykir sjálfsagt að styðjast við vinnu sjálfboðaliða. Styrkir sem höfðu fengist voru nýttir til að greiða fyrir sérhæfðari vinnu og efniskostnað. Viðmælandi í mennignarstjórnun gagnrýndi þó það sjónar- mið að sjálfboðavinna væri sjálfsögð innan menningargeirans, þar sem í því fælist að menningarmál væru nokkurs konar tómstundagaman.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.