Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 36
Sjálfboðastarf í Brothættum byggðum
36 ..
heldur líka félagsskapurinn“; „Án sjálfboðavinnu væri ekkert samfélag hér.“; „Án sjálfboðastarfs
væri ekki búandi hér”; og „Samfélag án samhjálpar myndi liðast í sundur.“
Hugmyndin um að sjálfboðavinna gæti unnið gegn efnahagslegri velsæld eða skaðað atvinnulífið
virtist viðmælendum framandi. Einn komst þannig að orði: “Sjálfboðavinnan hefur ekki gert neitt
slæmt fyrir byggðarlagið, einungis gott. Sjálfboðaliðar vinna að góðum málefnum sem við sam-
þykkjum að unnin séu og hagnaðurinn fer beint inn í samfélagið. Verður hluti af okkar hagkerfi.”
Viðmælendur töldu að erlendu sjálfboðaliðarnir ynnu einnig með brothættum byggðum, t.d. á álag-
astímum, öllum til góða. Viðmælandi sem hafði unnið um tíma við nýráðningar á hótelum úti á landi
lýsti erfiðleikum við að ráða þangað fólk í launuð störf, hvað þá í afskekktustu byggðirnar. Í öllum
byggðunum sem heimsóttar voru var kvartað undan skorti á mannafla til að sinna ferðaþjónustu,
fiskvinnslu og öðrum verkefnum. Sumum þótti hugmyndin að erlendir sjálfboðaliðar tækju störf frá
heimafólki grátbrosleg.
Umræður
Við spurðum í upphafi hvort sjálfboðastörf í byggðarlögum sem hefðu tekið þátt í verkefninu Brot-
hættar byggðir efldu byggðarlögin, eða tækju launuð störf frá fólki sem vildi búa þar ef atvinnu-
tækifæri væru fyrir hendi. Hér er bæði átt við störf unnin af erlendum og innlendum sjálfboðaliðum.
Það er mikilvæg spurning í ljósi þess að atvinnulíf og góð laun eru grundvallar lífsgæði sem m.a.
spá fyrir um búsetufyrirætlanir og búsetuánægju (Þóroddur Bjarnason, 2019). Byggðaáætlun 2018
–2024, sem felur í sér stefnu ríkisins, ítrekar mikilvægi jafnra tækifæri allra landsmanna til atvinnu
og þjónustu (Stjórnarráð Íslands, e.d). Í byggðaáætlun er jafnframt hvatt til þess að íbúarnir hugleiði
framtíðarmöguleika heimabyggðarinnar og að leitað verði lausna á þeirra forsendum (Brothættar
byggðir, e.d.). Í þeim anda, sem jafnframt skapar rannókninni sérstöðu, varpar greinin ljósi á viðhorf
íbúa þessara byggða til sjálfboðastarfs, en fyrri rannsóknir hafa fremur beint sjónum sínum að við-
horfum sjálfboðaliðanna sjálfra. Rannsóknin er því innlegg í þá umræðu sem byggðaáætlun kallar
eftir, þar sem hún gefur íbúum Brothættra byggða rödd.
Hér á landi hafa aðilar vinnumarkaðarins nálgast störf erlendu sjálfboðaliðanna í anda átakakenn-
inga (sjá t.d. Edgell, 2012). Það sem fyrir þeim vakir er að ekki sé stundaður launaþjófnaður, að
farið sé eftir settum reglum um kjarasamninga, að samkeppnishæfni fyrirtækja raskist ekki og sjálf-
boðavinna dragi ekki úr framboði á launaðri vinnu. Allt eru þetta mikilvægir þættir sem kallast á
við áherslur stjórnvalda um að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu (Stjórnarráð
Íslands, e.d). Ýmsar leiðir hafa verið farnar af hálfu verkalýðshreyfingarinnar til að koma þessum
boðskap á framfæri og málum í æskilegan farveg. Yfirlýsingar hafa verið samþykktar, umfjöllun átt
sér stað í fjölmiðlum, vinnustaðir verið heimsóttir, heimasíður vaktaðar og mál rekið í dómstólum.
Aðgerðirnar hafa borið vissan árangur. Auglýsingum eftir erlendum sjálfboðaliðum hefur fækkað
og tegundir starfa sem auglýst er eftir breyst. Dómsmálið tapaðist þó með þeirri röksemdarfærslu
að ekki hefði verið „vinnuréttarsamband“ við sjálfboðaliðana, ekki verið „ásetningur né stórfelldt
gáleysi í nýtingu starfskrafta“ þeirra og að hefð væri fyrir aðstoð við bændur á álagstímum (Ákæru-
valdið g. A og B., 20. júní 2018).
Árangur verkalýðshreyfingarinnar endurspeglast í að flestir viðmælenda tóku undir að megin-
reglan væri að virða bæri kjarasamninga og fagþekkingu fólks og að varast ætti sjálfboðavinnu í
samkeppnisgreinum. Á sama tíma sýndu viðmælendur ákveðna mótspyrnu gegn orðræðu verkalýðs-
hreyfingarinnar og sögðu að hreyfingin hefði beitt sér gegn þeim sem höfðu ráðið til sín sjálfboða-
liða á óréttlátan hátt, jafnvel með ásökunum um þrælahald og ofbeldi. Slíkt væri ósanngjarnt því taka
þyrfti tillit til staðbundinna og aðstæðubundinna þátta. Einstaka viðmælendur notuðu and-kapitalísk
rök gegn verkalýðshreyfingunni með því að benda á að vinnan væri, að mati hreyfingarinnar, ein-
göngu metin til fjár og að ekki mætti „greiða með greiða.“ Margir lögðu áherslu á gildi sjálfboða-
vinnunnar sem ekki væri hægt að reikna í peningum.
Kenningin um félagsleg samskipti (sjá t.d. Ritzer og Stepnisky, 2014), sem gengur út á að ein-