Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 36

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 36
Sjálfboðastarf í Brothættum byggðum 36 .. heldur líka félagsskapurinn“; „Án sjálfboðavinnu væri ekkert samfélag hér.“; „Án sjálfboðastarfs væri ekki búandi hér”; og „Samfélag án samhjálpar myndi liðast í sundur.“ Hugmyndin um að sjálfboðavinna gæti unnið gegn efnahagslegri velsæld eða skaðað atvinnulífið virtist viðmælendum framandi. Einn komst þannig að orði: “Sjálfboðavinnan hefur ekki gert neitt slæmt fyrir byggðarlagið, einungis gott. Sjálfboðaliðar vinna að góðum málefnum sem við sam- þykkjum að unnin séu og hagnaðurinn fer beint inn í samfélagið. Verður hluti af okkar hagkerfi.” Viðmælendur töldu að erlendu sjálfboðaliðarnir ynnu einnig með brothættum byggðum, t.d. á álag- astímum, öllum til góða. Viðmælandi sem hafði unnið um tíma við nýráðningar á hótelum úti á landi lýsti erfiðleikum við að ráða þangað fólk í launuð störf, hvað þá í afskekktustu byggðirnar. Í öllum byggðunum sem heimsóttar voru var kvartað undan skorti á mannafla til að sinna ferðaþjónustu, fiskvinnslu og öðrum verkefnum. Sumum þótti hugmyndin að erlendir sjálfboðaliðar tækju störf frá heimafólki grátbrosleg. Umræður Við spurðum í upphafi hvort sjálfboðastörf í byggðarlögum sem hefðu tekið þátt í verkefninu Brot- hættar byggðir efldu byggðarlögin, eða tækju launuð störf frá fólki sem vildi búa þar ef atvinnu- tækifæri væru fyrir hendi. Hér er bæði átt við störf unnin af erlendum og innlendum sjálfboðaliðum. Það er mikilvæg spurning í ljósi þess að atvinnulíf og góð laun eru grundvallar lífsgæði sem m.a. spá fyrir um búsetufyrirætlanir og búsetuánægju (Þóroddur Bjarnason, 2019). Byggðaáætlun 2018 –2024, sem felur í sér stefnu ríkisins, ítrekar mikilvægi jafnra tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu (Stjórnarráð Íslands, e.d). Í byggðaáætlun er jafnframt hvatt til þess að íbúarnir hugleiði framtíðarmöguleika heimabyggðarinnar og að leitað verði lausna á þeirra forsendum (Brothættar byggðir, e.d.). Í þeim anda, sem jafnframt skapar rannókninni sérstöðu, varpar greinin ljósi á viðhorf íbúa þessara byggða til sjálfboðastarfs, en fyrri rannsóknir hafa fremur beint sjónum sínum að við- horfum sjálfboðaliðanna sjálfra. Rannsóknin er því innlegg í þá umræðu sem byggðaáætlun kallar eftir, þar sem hún gefur íbúum Brothættra byggða rödd. Hér á landi hafa aðilar vinnumarkaðarins nálgast störf erlendu sjálfboðaliðanna í anda átakakenn- inga (sjá t.d. Edgell, 2012). Það sem fyrir þeim vakir er að ekki sé stundaður launaþjófnaður, að farið sé eftir settum reglum um kjarasamninga, að samkeppnishæfni fyrirtækja raskist ekki og sjálf- boðavinna dragi ekki úr framboði á launaðri vinnu. Allt eru þetta mikilvægir þættir sem kallast á við áherslur stjórnvalda um að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu (Stjórnarráð Íslands, e.d). Ýmsar leiðir hafa verið farnar af hálfu verkalýðshreyfingarinnar til að koma þessum boðskap á framfæri og málum í æskilegan farveg. Yfirlýsingar hafa verið samþykktar, umfjöllun átt sér stað í fjölmiðlum, vinnustaðir verið heimsóttir, heimasíður vaktaðar og mál rekið í dómstólum. Aðgerðirnar hafa borið vissan árangur. Auglýsingum eftir erlendum sjálfboðaliðum hefur fækkað og tegundir starfa sem auglýst er eftir breyst. Dómsmálið tapaðist þó með þeirri röksemdarfærslu að ekki hefði verið „vinnuréttarsamband“ við sjálfboðaliðana, ekki verið „ásetningur né stórfelldt gáleysi í nýtingu starfskrafta“ þeirra og að hefð væri fyrir aðstoð við bændur á álagstímum (Ákæru- valdið g. A og B., 20. júní 2018). Árangur verkalýðshreyfingarinnar endurspeglast í að flestir viðmælenda tóku undir að megin- reglan væri að virða bæri kjarasamninga og fagþekkingu fólks og að varast ætti sjálfboðavinnu í samkeppnisgreinum. Á sama tíma sýndu viðmælendur ákveðna mótspyrnu gegn orðræðu verkalýðs- hreyfingarinnar og sögðu að hreyfingin hefði beitt sér gegn þeim sem höfðu ráðið til sín sjálfboða- liða á óréttlátan hátt, jafnvel með ásökunum um þrælahald og ofbeldi. Slíkt væri ósanngjarnt því taka þyrfti tillit til staðbundinna og aðstæðubundinna þátta. Einstaka viðmælendur notuðu and-kapitalísk rök gegn verkalýðshreyfingunni með því að benda á að vinnan væri, að mati hreyfingarinnar, ein- göngu metin til fjár og að ekki mætti „greiða með greiða.“ Margir lögðu áherslu á gildi sjálfboða- vinnunnar sem ekki væri hægt að reikna í peningum. Kenningin um félagsleg samskipti (sjá t.d. Ritzer og Stepnisky, 2014), sem gengur út á að ein-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.