Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 37

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 37
Jónína Einarsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir 37 .. staklingar geri fórnar- nytjagreiningu (e. cost-benefit analysis) áður en stofnað er til nýrra samskipta, getur skýrt ástæður þess að sjálfboðastörfin þóttu mikilvæg. Hagnaðurinn þarf ekki að vera fjár- hagslegur. Aðilar sem fá til sín erlenda sjálfboðaliða sjá þannig fyrir sér möguleika á að fá aðstoð við vinnu eða þann félagsskap sem óskað er eftir, og í staðinn fái sjálfboðaliðarnir húsnæði, fæði og tækifæri til að ferðast um dreifbýli Íslands (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir o.fl., 2019). Heimafólk sem sinnir sjálfboðastörfum sækist eftir velferð nærsamfélagsins en einnig félagsskap og skemmtileg- heitum. Viðmælendur undirstrikuðu einmitt mikilvægi samkenndar og samvinnu, ekki síst í jaðar- byggðum þar sem fólk þarf að hlúa saman að innviðum og hvort öðru, vegna fámennis. Þar geti erlendir og innlendir sjálfboðaliðar lagt sitt af mörkum við að bæta samfélagið, án þess að á þeim eða öðrum sé brotið. Viðmælendur lögðu áherslu á að samhengi sjálfboðavinnunnar skipti máli og að sjálfsagt væri að víkja frá meginreglum um kjaramál, samkeppni og fagþekkingu ef það væri samfélaginu til hagsbóta. Engu að síður heyrðust raddir heimafólks um að sjálfboðavinnan gæti á köflum reynst þeim íþyngjandi. Einnig var bent á að erfitt væri að fá erlenda aðflutta einstaklinga til að taka þátt í sjálfboðastörfum með öðru heimafólki. Minnir sú umræða á umfjöllun Paarlberg og fé- laga (2021) um að auðveldara væri að fá fólk til að sinna sjálfboðastörfum í heimabyggð, ef byggðin væri einsleit hvað íbúasamsetninguna varðar. Það var ekki laust við að viðmælendur kvörtuðu undan lægð í sjálfboðastarfi meðal íbúa og vitn- uðu til fyrri tíma þegar þátttakan var meiri. Fram kom að ungar konur vildu ekki taka þátt í slíkum störfum þar sem ætlast væri til of mikils af þeim. Bentu þær á að kvenfélagskonur gerðu ekkert fyrir þær sjálfar. Í því ljósi vekur athygli að sjálfboðastarf í Skandinavíu hefur ekki minnkað skv. Qvist og félögum (2019), en starfið þar virðist beinast meira að viðfangsefnum sem þykja til hagsbóta fyrir þátttakendurna sjálfa en raunin er samkvæmt viðtölum okkar. Paarlberg og félagar (2021) hafa áhyggjur af dvínandi sjálfboðastarfi í dreifbýli, og þá einkum í byggðarlögum sem hafa lítinn aðgang að opinberri þjónustu. Þau kalla eftir umræðu um hvernig halda mætti uppi slíkum sjálfboðastörfum. Okkar rannsókn getur ekki staðfest hvort um raunverulega lægð sé að ræða í sjálfboðastörfum hér á landi eða hvort minni þátttaka skýrist af mikilli fækkun fólks í þeim byggðum sem voru valdar til þátttöku. Einnig eru vísbendingar um að auglýsingar eftir erlendum sjálfboðaliðum hafi færst frá þeim heimasíðum sem höfundar hafa greint yfir á aðra samfélagsmiðla. Hér er þörf á frekari rann- sóknum. Þá er mikilvægt að skoða ástæður samdráttar í sjálfboðastörfum, sé hann staðfestur. Má benda á, eins og fram kom hjá Paarlberg og félögum (2021), að viðmælendum var tíðrætt um að ekki mætti gera sjálfboðastarfið tortryggilegt og að hafa þyrfti skýrar línur um hvað væri ásættan- legt sjálfboðastarf. Allnokkur munur virtist á skilningi viðmælenda okkar og aðila vinnumarkaðsins á því hvar slíkar línur ættu að vera dregnar og viðmælendum þótti mikilvægt að tekið yrði mið af aðstæðum í hvert sinn. Þeim var annt um að brjóta ekki reglur og undirstrikuðu að „glæpavæðing“ sjálfboðastarfsins skapaði mikið óöryggi, bæði meðal vinnuveitenda og sjálfboðaliðanna sjálfra. Styrkleiki rannsóknarinnar og nýnæmið er fólgið í því að hér er ljósi varpað á sjónarhorn heima- fólks í fjórum byggðarlögum sem eiga það sameiginlegt að hafa tekið þátt í verkefninu Brothættar byggðir. Sumir viðmælendur höfðu sjálfir ráðið til sín erlenda sjálfboðaliða eða sinnt sjálfboða- vinnu í heimabyggð. Þessir aðilar eru mögulega jákvæðari gagnvart sjálfboðastarfi og áhrifum þess á byggðarlagið en íbúar almennt. Þótt rannsóknin fjalli um þá tegund jaðarbyggða sem hafa tekið þátt í verkefninu Brothættar byggðir, og íbúarnir verið fengnir til að ræða um áhrif sjálfboðastarfa á framtíðarmöguleika heimabyggðar, þá teljum við að þessi byggðalög séu ekki í eðli sínu ólík öðrum jaðarbyggðum hér á landi og erlendis, og því megi draga lærdóm af því sem fram kemur í þessari rannsókn, fyrir dreifbýli í víðari skilningi. Lokaorð Viðmælendur áttu það sammerkt að hafa ekki áhyggjur af því að sjálfboðastörf veiktu byggða- lögin sem um ræðir, nema síður væri. Ástæðan er sú að sjálfboðaliðar sinna fyrst og fremst störfum sem enginn myndi greiða fyrir, störfum sem yrðu því ekki framkvæmd án sjálfboðaliða. Auk þess
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.