Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 41

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 41
Ragnheiður Hergeirsdóttir, Guðný Björk Eydal og Sólveig Þorvaldsdóttir 41 .. by social disasters. Disasters are well known in the South, as the area is geologically very active, there are e.g. the largest volcanoes in the country which, according to scientists, may erupt in the very next few years. The local authorities are key actors in disaster response and processing and provide important basic services to residents, including social services. The aim of the study is to examine how local social services can prepare to deal with social disasters. It is based on a project carried out by the civil protection and emergency management in Árnessýsla, a district in South Iceland, in the winter of 2021-2022. The purpose was to create and devel- op educational and training material for managers in local social services and on an interview study carried out in September 2023. Results indicate that procedures and checklists developed by social service staff and cus- tomized for each unit of practice are important tools in time of disasters. It was also stated that it is necessary for social service staff to regularly receive training and exercises based on realistic scenarios in their imme- diate community and their daily tasks. KEYWORDS: civil defense, local social services, social disasters, pro- cedures and checklists Inngangur Samfélagsleg áföll eiga sér ýmsar ólíkar orsakir og birtingarmyndir. Náttúruhamfarir eins og eldgos og jarðskjálftar verða án þess að manneskjan fái þar rönd við reist. Aðrar hamfarir eru af manna völdum, svo sem hryðjuverk eða stríðsátök, og ýmsar afleiðingar af gerðum manna hafa orsakað samfélagsleg áföll, eins og til dæmis eiturefnaslys og vatnsmengun. Síðustu áratugi hafa hamfarir af völdum loftslagsbreytinga leitt til stigvaxandi alvarlegra áfalla og má þar nefna auknar öfgar í veðurfari, þurrka og flóð, súrnun sjávar, bráðnun jökla og hækkun sjávarmáls með ófyrirséðum og margþættum afleiðingum fyrir heimsbyggðina (UNDRR, e.d.) Sífellt flóknari innviðir samfélaga, s.s. flókin orku- og netkerfi, hafa skapað nýjar áskoranir fyrir nútímasamfélög þegar þau takast á við og reyna að forða eða lágmarka tjón af völdum samfélagslegra áfalla (Boin og McConnell, 2007; Tesh, 2015). Hin síðari ár hefur íslenskt samfélag þurft að takast á við tíð og umfangsmikil samfélagsleg áföll. Hamfaraveður gekk yfir Norðurland í desember 2019, snjóflóð urðu á Vestfjörðum í janúar 2020 og aurskriður á Austurlandi í desember sama ár. Heimsfaraldur Covid-19 hófst í mars 2020 og stóð með hléum til 25. febrúar 2022 þegar sóttvarnatakmörkunum var að fullu aflétt hér á landi. Jarðhræringar og eldgos hafa staðið yfir á Reykjanesi með hléum síðan 2019 og sér ekki fyrir endann á; fyrsta eld- gosið hófst í mars 2021, annað í ágúst 2022 og hið þriðja í júlí 2023 (Ásthildur Elva Bernharðsdóttir o.fl., 2022). Vísindafólk hefur að auki varað við að ýmsar aðrar öflugar eldstöðvar séu nú komnar á tíma (FutureVolk, e.d.) auk þess sem áhrifa af hnattrænni hlýnun og hnattvæðingu mun gæta í vaxandi mæli hér á landi eins og annars staðar í heiminum (UNDRR, e.d.). Sameinuðu þjóðirnar (2009) hafa í stefnu sinni um hvernig draga megi úr tjóni í kjölfar ham- fara (e. Strategy for Disaster Reduction) skilgreint tjónnæmi (e. vulnerability) sem einkenni eða aðstæður sem gera fólk viðkvæmara fyrir skaðlegum áhrifum áfalla. Í sömu stefnu hafa þær skil- greint viðnámsþrótt (e. resilience) sem getu eða hæfni þess sem verður fyrir samfélagslegu áfalli til að takast á við skaðleg áhrif á árangursríkan hátt. Það er mikilvægt að hafa í huga að tjónnæmi og viðnámsþróttur eru háð fjölmörgum þáttum, en mikilvægt er að draga úr tjónnæmi og auka viðnáms- þrótt bæði samfélaga og einstaklinga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.