Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 43

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 43
Ragnheiður Hergeirsdóttir, Guðný Björk Eydal og Sólveig Þorvaldsdóttir 43 .. Fyrsti fasi, forvarnir (e. mitigation), er aðgerðir til að koma í veg fyrir eða draga úr neikvæðum áhrifum og afleiðingum atburða. Annar fasi er viðbúnaður (e. preparedness) og snýst um hvernig undirbúa megi samfélagið til að lágmarka tjón, svo sem með gerð viðbragðsáætlana og fræðslu. Þriðji og fjórði fasi koma eftir að atburður hefur átt sér stað og eru annars vegar neyðarviðbrögð (e. response), það sem gert er strax í kjölfar áfalls eins og lífsbjargandi aðgerðir og fyrsta hjálp, og hins vegar endurreisn (e. recovery) sem hefur þann tilgang að samfélagið nái aftur sínum fyrri styrk og getur falist í fjölbreyttum aðgerðum til skemmri og lengri tíma, s.s. aðstoð við húsnæðismál og stuðningi við þau sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín vegna atburða. Í raunverulegum aðstæðum er ekki um línulegt ferli að ræða, viðbrögð geta verið í gangi á fleiri en einu stigi í einu og má sem dæmi nefna að endurreisnarstarf er hluti af öllum stigum því grunnur að endurreisn byggir á því hvernig til tekst á öðrum stigum (Gillespie & Danso, 2010; Sólveig Þorvaldsdóttir o.fl., 2008). Fyrstu viðbrögð opinberra aðila í kjölfar hamfara eru mjög mikilvæg; það skiptir sköpum fyrir framhaldið að þær aðgerðir sem gripið er til skapi öryggistilfinningu meðal íbúa og að þeir öðlist traust gagnvart yfirvöldum. Erfitt hefur reynst að vinda ofan af vandræðum í miðjum aðgerðum og því er mikilvægt að undirbúningur sé traustur og hægt sé að ganga fumlaust til verka strax í upphafi (Tierney og Oliver-Smith, 2012). Félagsþjónusta á tímum áfalla Um áratuga skeið hefur byggst upp þekking á mikilvægi félagsþjónustu í kjölfar hamfara. Rann- sóknir á hlutverki félagsþjónustu á tímum samfélagslegra áfalla sýna að undirbúningur og áætlanir hafa mikið að segja um áhrif og afleiðingar áfalla á einstaklinga og samfélög. Þær sýna einnig fram á að mikilvægt er að félagsþjónustan hafi unnið eigin viðbragðsáætlanir og undirbúið sig til að bregðast við samfélagslegum áföllum (Alston o.fl., 2019; Bartoli o.fl., 2022, Cuadra, 2016; Elliott, 2010; Ragnheiður Hergeirsdóttir og Guðný Björk Eydal, 2021; Rapeli, 2017). Fjölmargar rannsóknir, m.a. á sviði hamfarafélagsráðgjafar, hafa sýnt fram á að þeir einstaklingar og hópar sem dags daglega standa höllum fæti í samfélaginu eru, eðli máls samkvæmt, tjónnæmari en aðrir þegar samfélög verða fyrir áföllum. Þetta eru börn, innflytjendur og flóttafólk, fátækt og efnaminna fólk og fatlað fólk og aldrað, og þá eru þau sem lent hafa í endurteknum áföllum á ævinni oft viðkvæmari fyrir en annars væri. Félagsþjónusta sveitarfélaga býr yfir þekkingu á aðstæðum og þörfum þessara hópa í samfélaginu og aðferðum til að styrkja og styðja þau sem mest þurfa á aðstoð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.