Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 46

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 46
Félagsþjónusta sveitarfélaga og viðbrögð við samfélagslegum áföllum 46 .. sakendur á viðbrögðum félagsþjónustu við samfélagslegum áföllum hafa einnig bent á þetta, um langtímaverkefni sé að ræða og markmiðið um endurreisn þurfi að vera hluti af ferlinu frá upphafi (Alston o.fl., 2019; Newburn, 1993; Rowlands, 2013). Markmið endurreisnar er að samfélagið nái að minnsta kosti sínum fyrri styrk. Endurreisn samfélagsins er háð þátttöku í samfélaginu sjálfu, íbúanna og vilja þeirra, getu og hugmyndum um hvernig endurreisn fari fram og hvenær henni sé lokið. Bent hefur verið á mikilvægi þess að skipuleggja einnig vel ferilinn um hvernig draga eigi aftur úr inngripi og aukinni þjónustu sem fer í gang í kjölfar áfalla (Rowlands, 2013). Áfallastjórnun (e. crisis management) hefur mikið að segja um hvernig samfélagi farnast í kjölfar hamfara og fátt kennir betur en reynslan í þeim efnum. Lærdómsferlið gerist ekki af sjálfu sér; gefa þarf fólk rými til að það geti metið og lært af reynslunni. Markviss skráning á atburðarás, ákvörð- unum, aðgerðum og afleiðingum er ein meginforsenda þess að lærdómsferlið verði sem árangurs- ríkast og varðandi félagsþjónustu sveitarfélaga er þarna um veigamikið atriði að ræða (Alston o.fl., 2019; Boin, ´t Hart o.fl., 2017; Ragnheiður Hergeirsdóttir, 2019; Sólveig Þorvaldsdóttir o.fl., 2008). Skipulag almannavarna á Íslandi Í neyðarástandi sem skapast við náttúruhamfarir hér á landi eru almannavarnir virkjaðar og unnið samkvæmt ákveðnu almannavarnaskipulagi (Lög um almannavarnir nr. 82/2008). Viðbragðskerfi al- mannavarna skiptist í meginatriðum í tvo þætti: samhæfingarstjórnstöð á vegum ríkislögreglustjóra og aðgerðastjórn í héraði. Samhæfingarstöð sér um samhæfingu aðgerða fyrir landið eftir því sem þörf er á hverju sinni og er lögreglustjóra í héraði til aðstoðar og stuðnings. Þegar almannavarna- ástandi hefur verið lýst yfir fer lögreglustjóri í viðkomandi lögregluumdæmi (héraði) með yfirstjórn aðgerða og samhæfingu innan síns umdæmis. Með honum starfar aðgerðastjórn og ef þörf krefur einnig vettvangsstjórn sem stjórnar aðgerðum og viðbúnaði á vettvangi (Ásthildur Elva Bernharðs- dóttir o.fl., 2022). Almannavarnalögin kveða á um skyldur opinberra stofnana, þar á meðal sveitarfélaga og undir- stofnana þeirra, til að greina áfallaþol samfélagsins og gera viðbragðsáætlanir vegna samfélagslegra áfalla. Í viðbragðsáætlunum skal því lýst hvernig sveitarfélögin og undirstofnanir þeirra ætli að bregðast við og til hvaða aðgerða skuli gripið þegar áföll verða (Ásthildur Elva Bernharðsdóttir o.fl., 2022; lög nr. 82/2008). Í stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum frá árinu 2021 er lýst fjórum grundvallar- reglum viðbragðskerfis almannavarna: sviðsábyrgðarreglu, samkvæmnisreglu, grenndarreglu og samræmingarreglu. Sviðsábyrgðarreglan er sú regla sem starfsemi félagsþjónustu byggir á þegar áfallatímar eru. Í fyrrnefndri stefnu stjórnvalda er sviðsábyrgðarreglan skilgreind svo: „Sá aðili sem fer venjulega með stjórn tiltekins sviðs samfélagsins, tiltekins svæðis eða umdæmis skal skipuleggja viðbrögð og koma að stjórn aðgerða þegar hættu ber að höndum“ (Stjórnarráð Íslands/Dómsmála- ráðuneytið, 2021). Félagsþjónusta sem hluti af almannavarnaviðbragði Eins og áður sagði starfar félagsþjónustan áfram að sínum daglegu verkefnum í samræmi við fé- lagsþjónustulög og sviðsábyrgðarreglu almannavarnalaga þó að ekki sé fjallað sérstaklega um hlut- verk og störf félagsþjónustu á áfallatímum í lögum, hvorki félagsþjónustulögum né almannavarna- lögum. Við samfélagsleg áföll, s.s. náttúruhamfarir eða heimsfaraldur, og þær raskanir sem af þeim leiða breytast aðstæður og starfsumhverfi félagsþjónustunnar í samræmi við ástandið sem skapast, áherslur og vægi einstakra verkefna tekur breytingum og hverjar sem orsakirnar eru og hvort sem áhrifin eru staðbundin eða útbreidd þarf að bregðast við og starfa í samræmi við grundvallarþætti áfallastjórnunar (Ásthildur Elva Bernharðsdóttir o.fl., 2023; Ragnheiður Hergeirsdóttir og Guðný Björk Eydal, 2021). Í norrænni skýrslu sem kom út síðari hluta árs 2016 (Eydal o.fl., 2016) um hlutverk félags- þjónustu sveitarfélaga á Norðurlöndunum á tímum samfélagslegra áfalla kemur fram að hlutverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.