Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 48

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 48
Félagsþjónusta sveitarfélaga og viðbrögð við samfélagslegum áföllum 48 .. Almannavarnaverkefni 2021–2022 Í maí 2021 samþykkti Héraðsnefnd Árnesinga fyrir hönd Almannavarna Árnessýslu (AÁ) sérstaka fjárveitingu í þeim tilgangi að efla þekkingu, verkferla og færni starfsfólks velferðarþjónustu sveitar- félaga í Árnessýslu vegna samfélagslegra áfalla og raskana sem þeim fylgja (Héraðsnefnd Árnesinga, 2021). Verkefnið snerist um að búa til námskeið fyrir starfsfólk félagsþjónustu sveitarfélaga í Árnes- sýslu um viðbrögð við samfélagsáföllum ásamt því að vinna leiðbeiningar og gátlista í samræmi við gagnreyndar vinnuaðferðir á þessu sviði. Höfundar þessarar greinar komu allir að verkefninu á einn eða annan hátt. Í Árnessýslu eru átta sveitarfélög og er Árborg þeirra fjölmennast. Þátttakendur sveitarfélaganna í verkefninu komu annars vegar frá Fjölskyldusviði Árborgar og hins vegar frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, sem á þeim tíma var rekin af sjö sveitarfélögum í Árnes- sýslu. Í hópi þátttakenda var fagfólk með fjölþætta reynslu og menntun. Þau höfðu nýverið tekist á við krefjandi aðstæður vegna Covid-19 og mörg höfðu reynslu úr störfum í kjölfar Suðurlandsskjálfta og bankahruns árið 2008. Hér afmarkast umfjöllun greinarhöfunda við félagsþjónustuna í Árborg. Undirbúningur Í ágúst 2021 var haldinn fundur með þáverandi sviðsstjóra Fjölskyldusviðs Árborgar og þáverandi deildarstjóra félagsþjónustu um fyrirkomulag þessarar vinnu með starfsfólki sviðsins. Umsjónar- maður verkefnisins gerði grein fyrir tilgangi verkefnisins, sem var að draga úr tjónnæmi (e. vulne- rability) og auka viðnámsþrótt/seiglu (e. resilience) íbúa, starfsfólks og samfélagsins í heild með því að byggja á gagnreyndum aðferðum og reynslu á þessu sviði. Rætt var um markmið verkefnisins, að efla þekkingu og færni starfsmanna velferðarþjónustu Árborgar til að takast á við almannavarnaást- and og aðstæður þegar hefðbundnir verkferlar duga ekki til og daglegt líf notenda þjónustunnar, og annarra íbúa, raskast eða stendur ógn af aðstæðum. Einnig voru kynntar hugmyndir um væntanlegar afurðir verkefnisins. Annars vegar væru það sniðmát að námskeiði ásamt námsefni fyrir starfsfólk sem félagsþjónustan fengi í hendur og gæti nýtt sér og lagað að aðstæðum hverju sinni. Hins vegar væru verkferlar sem byggðu á daglegum verkefnum og skyldum félagsþjónustunnar og á faglegum þekkingargrunni á sviði velferðar og vár. Niðurstaða þessa fundar var að þátttakendur Árborgar í verkefninu yrðu deildarstjóri félagsþjónustu og teymisstjórar/forstöðumenn allra málaflokka í fé- lagsþjónustu. Þá óskaði sviðsstjóri eftir að einnig yrðu þátttakendur af skólasviði og tóku þátt tveir frá skólaþjónustu, einn frá leikskóla og einn frá grunnskóla. Framkvæmd Á tímabilinu 5. október til 16. nóvember voru haldnir þrír tveggja klukkustunda fundir með þátt- takendum þar sem lögð var inn fræðsla um skipulag almannavarna og um fyrirliggjandi þekkingu á sviði félagsþjónustu á tímum samfélagslegra áfalla. Þátttakendur miðluðu reynslu og upplýsingum um sín daglegu störf og gerðu grein fyrir þeim leiðbeiningum og verkferlum sem þeir þekktu fyrir störf sín á tímum samfélagslegra áfalla og raskana. Sett var upp sviðsmynd hamfara og unnið með tímalínu viðbragða og aðgerða fyrir starfsvettvang þátttakenda. Þátttakendur hófu vinnu við gerð verkferla og gátlista fyrir sínar starfseiningar. Þann 15. desember var haldin „skrifborðsæfing“ þar sem þátttakendur voru við sín daglegu störf og unnu út frá sviðsmyndum sem gefnar voru í upphafi dags. Bæjarstjóri og sviðsstjóri Fjölskyldu- sviðs tóku þátt í æfingunni til þess að láta reyna á boðleiðir upp í efsta stjórnunarlag. Þátttakendur fengu send afmörkuð verkefni í tölvupósti 5–6 sinnum yfir daginn, hver og einn út frá eðli síns starfs, og unnu samkvæmt leiðbeiningum um verkferla og gátlista sem leitt höfðu af verkefninu fram að því. Í lok dags var haldinn stuttur sameiginlegur fundur þar sem fólk sagði frá því hvernig því fannst hafa tekist til með æfinguna. Við framkvæmd verkefnisins var áhersla á gagnkvæma miðlun upplýsinga þar sem upplýsingar og þekking starfsfólksins mótar niðurstöðu og afrakstur verkefnisins, enda er tilgangur þess að fé- lagsþjónustan geti í framhaldinu verið sjálfbær um viðhald og þróun þessarar vinnu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.