Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 50

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 50
Félagsþjónusta sveitarfélaga og viðbrögð við samfélagslegum áföllum 50 .. verður að vera á dagskrá en verður oft út undan þó það sé mjög mikilvægt, oft er það bara það sem áríðandi sem er hægt að sinna. Áríðandi verkefnin taka allan tímann og mikilvæg verkefni eins og þetta sitja þá á hakanum. Því þarf að setja þetta á dagskrá, ég þarf að setja þetta á dagskrá. Forstöðumaður skammtímavistunar fyrir fatlað fólk taldi að þjónustueining hennar væri nokkuð vel undir það búin að takast á við samfélagsleg áföll en gæti gert betur. Við eigum í rauninni eftir að klára vinnuna sem við fórum í með námskeiðinu í fyrra, 2022, eigum eftir lokahnykkinn. Trúlega þarf bara yfirmaður sviðsins hjá okkur að taka fyrsta skrefið með það, að ákveða að nú klárum við. Það þarf að halda áfram með það, og halda svona einu sinni á ári að lágmarki fund eða nám- skeið um þetta efni, rifja upp og bæta áætlanirnar okkar. Forstöðumaður vinnu- og hæfingarstöðvar vísaði í reynsluna frá Covid-19 með mikilvægi þess að ábyrgð hvers og eins í stjórnkerfinu væri skýr, hver gæti tekið ákvarðanir um til dæmis takmarkanir eða lokanir á viðkvæmri þjónustu. Hún hefur reynslu af því að starfa sem forstöðumaður á tímum ólíkra samfélagslegra áfalla og telur að skerpa þurfi enn frekar á ábyrgð og boðleiðum. Mér finnst vanta enn í dag að það sé skýrt, að allir viti sem þurfa að vita, hvernig boðleiðir eigi að vera upp eftir stjórnkerfinu á áfallatímum. Við fundum það vel í Covid, það verður að vera alveg skýrt hver á að taka ákvarðanir vegna til dæmis takmarkana á starfsemi. Hver má ákveða hvað, það getur ekki bara hver og einn tekið ákvörðun upp á eigin spýtur. Í viðtölunum kom fram að þó að þjónustueiningar sem heyrðu undir félagsþjónustu sveitarfélaga ættu margt sameiginlegt væri líka ýmislegt sem væri ólíkt í eðli sínu. Þannig væri munur á hvort um væri að ræða þjónustu sem væri afmörkuð, til dæmis eins og búsetuþjónusta sem afmarkaðist við íbúa þeirrar einingar, eða barnavernd sem bæri ábyrgð á velferð barna og fjölskyldna vítt og breitt um samfélagið. Hvernig er til dæmis barnaverndin undir það búin að það muni mæða mikið á henni við sam- félagsleg áföll? Teymisstjóri barnaverndar sagðist í því samhengi hafa velt því fyrir sér hvort Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) ætti að koma að því að samræma áætlanir eða gefa út einhver viðmið vegna áfalla og áhrifa þeirra á barnavernd fyrir landið í heild sinni: Gæti BOFS gert til dæmis samræmd viðmið um hvernig bregðast skuli við í barnavernd á tímum samfélags áfalla og gætu þau kannski líka komið að því að setja á bakvarðasveit í barnavernd fyrir allt landið sem væri til aðstoðar þegar barnavernd í sveitarfélagi stendur frammi fyrir alvarlegum samfélagslegum áföllum? Virk þátttaka starfsfólks Á sama hátt og það er mikilvægt að nýta þekkingu íbúa á aðstæðum í nærsamfélaginu þegar gerðar eru áætlanir um viðbrögð í kjölfar hamfara þurfa þau sem starfa við félagslega þjónustu dags dag- lega að vera virkir þátttakendur í gerð áætlana fyrir sína starfsstöð. Þau þekkja viðfangsefnin og eru því best til þess fallin að greina þarfir, forgangsraða því sem gera þarf og gera tillögur að því hvernig æskilegt sé að bregðast við aðstæðum á tímum áfalla. Sviðsstjóri telur það mjög mikilvægt að hver og einn geri áætlanir fyrir sitt svið og bæði þurfi að skapa tækifæri og gefa stjórnendum verkfæri til að vinna þessa vinnu á sínu sviði og með sínu starfsfólki og þjónustunotendum þar sem það eigi við. Þessi áhersla kom einnig fram hjá öðrum við- mælendum. Forstöðumaður skammtímavistunar sagði: „Svo þarf þetta líka að vera miðað við það sérsvið sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.