Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 51

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 51
Ragnheiður Hergeirsdóttir, Guðný Björk Eydal og Sólveig Þorvaldsdóttir 51 .. við erum að sinna, við verðum að gera þetta sjálf, við þekkjum okkar verkefni best, það geta ekki aðrir gert þetta fyrir okkur.“ Forstöðumaður búsetukjarna benti á að sníða þyrfti æfingar og kennsludæmi vel að hverri starfs- einingu: Skrifborðsæfingin í almannavarnaverkefninu, þar fannst mér dæmin ekki passa nógu vel fyrir mína starfseiningu, það þarf að horfa á hverja einingu líka við að búa til æfingar til að það verði sem raunverulegast. Við erum að undirbúa okkur til að mæta áföllum á okkar starfsstöð. Í ljósi þess er mikilvægt að huga að sérkennum þeirra starfseininga sem taka þátt í æfingum hverju sinni og ekki síður að gera sér grein fyrir þeim fjölbreytileika sem mæta þarf þegar raunveruleg áföll skella á samfélaginu. Sameiginlegur skilningur Áætlanir og undirbúningur almannavarna miða meðal annars að því að viðbragðsaðilar þekki ábyrgðarsvið hver annars, þekki boðleiðir og viti hvar sérhæfingu í hinum ýmsu aðstæðum er helst að finna. Félagsþjónustan veitir íbúum sem standa höllum fæti í daglegu lífi margþætta þjónustu og í mörgum tilfellum er um að ræða þjónustu sem er forsenda þess að fólk geti til dæmis búið heima. Viðmælendur nefndu í þessu samhengi nokkur dæmi um mikilvægi þess að samstarfsaðilar í nærum- hverfinu þekktu sérsvið og bjargráð hver annars í málefnum íbúanna. Oft væri mikil vinna á bak við það að kerfin lærðu að starfa saman og það samstarf væri mikilvægt þegar áföll yrðu, því þyrfti að hlúa að slíku samstarfi. Í Árborg væri komin löng hefð fyrir því að þjónustukerfin í samfélaginu ynnu saman að velferð íbúanna, til dæmis í málefnum barna og ungmenna. Teymisstjóri barna- verndar sagði í þessu samhengi: „Fræðslan milli kerfa er mjög mikilvæg, að til dæmis almannavarnir viti hvernig við myndum bregðast við og við hvernig þau myndu gera, hver gerir hvað.“ Sviðsstjóri Fjölskyldusviðs lagði áherslu á mikilvægi samspils milli þjónustuaðila: Við þurfum kannski að búa okkur til leikkerfi, gætum líkt því við til dæmis fót- boltann, allir verða að þekkja sína stöðu og sitt hlutverk, og þetta er liðsvinna. Það er mikil þekking sem er hægt að yfirfæra, bæði hjá okkur innan sveitar- félagsins og á milli okkar og annarra þjónustuaðila, en það er ekki hægt að færa hana yfir komplett á milli kerfa. Það þarf að sníða að hverjum og einum stað. Fræðsla og þjálfun Viðmælendur voru allir sammála um mikilvægi þess að starfsfólk fengi fræðslu og þjálfun til að vera betur undirbúið til að takast á við aðstæður sem sköpuðust við samfélagsleg áföll. Töldu þeir að al- mannavarnaverkefnið hefði hjálpað þeim að skerpa á þekkingu og skilningi á þessu sviði, eða eins og sviðsstjóri Fjölskyldusviðs sagði: Æfing eins og var í almannavarnaverkefninu er mikilvæg, væri gott að hafa eitt- hvað slíkt reglulega, árlega eða að minnsta kosti annað hvert ár. Við gætum haft sérstakan almannavarnadag, taka þar skrifborðsæfingu og fylgja áætlunum eftir, uppfæra þær og laga. Forstöðumaður skammtímavistunar taldi verkefnið passa vel við sína fyrri reynslu af því að starfa á tímum samfélagslegra áfalla og lagði sérstaklega áherslu á það hve mikilvægt væri að vera í stakk búinn að forgangsraða þjónustu í samræmi við eðli starfseminnar á hverjum tíma: Tímalínuvinnan í verkefninu, þegar við áttum að skrifa á tímalínu hvað maður geri og hver geri hvað, það fékk mann virkilega til að hugsa þetta í skrefum, hvað maður gerir þegar verður áfall. Hver er forgangsröðunin, hverja þarf ég að tala
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.