Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 52

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 52
Félagsþjónusta sveitarfélaga og viðbrögð við samfélagslegum áföllum 52 .. við annarsstaðar í kerfinu, höfum við bakvarðasveit og fleira í þeim dúr. Tíma- línan og skrifborðsæfingin voru mjög gagnlegar. En þetta verður líka að vera miðað við það sérsvið sem við erum að sinna. Forstöðumaður búsetukjarna tók undir áherslu á að sérsníða þyrfti æfingar fyrir hverja þjónustu- tegund: Ég myndi vilja að það væri meira sérsniðið að ákveðnum hópi heldur en var í okkar verkefni, það var til dæmis með okkur á námskeiðinu starfsfólk frá leik- skóla og grunnskóla líka, þó það hafi verið fróðlegt og gaman að vera með þeim þá fannst mér starfssviðin of ólík, hefði viljað geta farið meira inn í sérhæfðara fyrir hvert svið, hafa þá bara fleiri hópa og vinna með hverjum og einum. Teymisstjóri barnaverndar lagði áherslu á að velferðarþjónustan þyrfti að fylgjast vel með þróun og breytingum í samfélaginu, að vera með fingur á púlsinum til að geta veitt góða þjónustu á öllum tímum. Til að það væri mögulegt væru fræðsla og undirbúningur til að takast á við áföll nauðsynleg: Fræðsla og verkferlar, allir starfsmenn séu með sín hlutverk á hreinu, það er mikilvægt. Hér hefur orðið mikil íbúafjölgun. Hingað flytur fólk víða að og í ólíkum aðstæðum, til dæmis flóttafólk, við þurfum að fylgjast með hvernig íbúa- þróunin er, samsetning íbúanna og hvaða þjónustu þau þurfa. Lærdómur – reynsla Í viðtölunum var bæði talað um reynslu viðmælenda og lærdóm almennt í störfum sínum á tímum samfélagslegra áfalla og um reynsluna af almannavarnaverkefninu sem þeir tóku þátt í veturinn 2020–2021. Forstöðumaður skammtímavistunar sagði um reynslu sína og lærdóm af því að vera forstöðu- maður á tímum samfélagslegra áfalla: Ef ég ætti að ráðleggja einhverjum sem er í sama þjónustugeira og ég þá myndi ég leggja áherslu á forgangsröðun, þú sért búin að hugsa hvað eru aðalatriðin í þinni þjónustu og hvernig ætla ég að gera þau, og svo að hafa greiðan aðgang að mikilvægum upplýsingum ef við þurfum að fá utan að komandi aðstoð. Held við þurfum að skoða það aðeins nánar. Við erum með þjónustu sem notendurnir geta ekki verið án. Viðmælendur komu inn á hlutverk fjöldahjálparstöðva Rauða krossins og samstarf þeirra þjónustu- eininga og fjöldahjálparstöðva. Fram kom að ákveðnir starfsmenn félagsþjónustu færu til starfa í fjöldahjálparstöð þegar hún væri opnuð en að setja þyrfti skýrara verklag um hlutverk hvers þjón- ustuaðila þegar starfseminni lyki, oftast innan örfárra daga. Nefnd voru dæmi um að fatlað fólk og fólk með lítið stuðningsnet í kringum sig hefði átt erfitt með að fóta sig eftir að fjöldahjálparstöðinni var lokað eftir jarðskjálftann sem varð árið 2008. Forstöðumaður vinnu- og hæfingarstöðvar rifjaði upp stöðuna frá árinu 2008 og sagði: Mikilvægt að það sé skýrt hver taki við fólki þegar það kemur úr fjöldahjálpar- stöð, eins og þegar skjálftarnir voru 2008 og margt fatlað fólk sem bjó eitt þurfti að fara heim aftur, þá treysti það sér ekki til baka. Það var hrætt og óöruggt. Þarf að hjálpa fólki aftur inn og þess vegna þurfum við að ræða saman um þetta. Forstöðumaður búsetukjarna lagði áherslu á mikilvægi þess að halda til haga reynslunni frá Covid-tíma- bilinu: „Það er ekki sama hvernig þú leggur fram leiðbeiningar eða reglur og boð og bönn með fötluðu fólki. Segir ekki íbúunum að þeir megi ekki koma út úr íbúðinni sinni, það skapar bara ótta.“ Viðmælendur voru sammála um að fjalla ætti sérstaklega um þessi mál með reglubundnum hætti,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.