Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 53

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 53
Ragnheiður Hergeirsdóttir, Guðný Björk Eydal og Sólveig Þorvaldsdóttir 53 .. einu sinni á ári. Einnig að yfirmenn gætu fylgt því eftir að forstöðumenn og starfseiningar viðhéldu þekkingunni, þannig mætti senda út tékklista reglulega til að fylgja eftir, taka áætlanir upp árlega og yfirfara þær og uppfæra. Þetta kom skýrt fram hjá sviðsstjóra: Það er bæði mikilvægt fyrir stjórnanda og starfsfólk og ætti líka að vera hluti af innleiðingu þegar nýtt fólk kemur til starfa að fara yfir þær verklagsreglur og gátlistana sem við gerðum í námskeiðinu. Boðleiðir og forgangsröðun koma þar fram og eru svo mikilvæg þegar áföll verða, það verður að vera skýrt hvaða um- boð þú hefur. Umræða Félagsþjónusta sveitarfélaga er mikilvægur hluti af almannavarnaviðbragði og gegnir margvíslegum hlutverkum á tímum áfalla. Hún býr yfir mikilli þekkingu á viðnámsþrótti og tjónnæmi samfélagsins og þekkir vel bæði innri og ytri þætti sem þar hafa áhrif. Hún er dagsdaglega í tengslum við hópa sem þurfa fjölbreytta þjónustu, þar með talið umönnunarþjónustu. Félagsþjónusta sveitarfélaganna býr yfir fjölbreyttum úrræðum og þekkingu á aðferðum til að styðja fólk á öllum stigum viðlaga- hringrásarinnar. Rannsóknir bæði hérlendis og erlendis hafa ítrekað sýnt fram á mikilvægi þess að geta félagsþjónustu sé nýtt til fulls vegna samfélagslegra áfalla, lagarammi um samstarf félagsþjón- ustu og almannavarna sé skýr og félagsþjónusta vinni eigin viðbragðsáætlanir og taki virkan þátt í samstarfi viðbragðsaðila og æfingum með þeim (Bolin og Stanford, 1998; Eydal o.fl., 2016; Gille- spie, 2010; Newburn,1993; Pyke og Wilton, 2020; Pyles, 2007; Rapeli o. fl., 2018; Tierney, 2014; Zakour, 2010). Norræn samanburðarrannsókn sýndi fram á að hér á landi vantar enn upp á samþætt- ingu þjónustu við tjónnæma hópa, en þörfin er sjaldan brýnni en á áfallatímum (Rapeli o.fl., 2022). Í greininni var fjallað um tilraunaverkefni sem unnið var með félagsþjónustu átta sveitarfélaga í Árnessýslu. Verkefnið bar heitið Almannavarnaverkefni og var unnið veturinn 2021–2022, en því var ætlað að efla þekkingu, verkferla og færni starfsfólks félagsþjónustu vegna samfélagslegra áfalla. Verkefnið byggði á fræðslu um skipulag almannavarna, verkefni og hlutverk félagsþjónustu á tímum samfélagslegra áfalla og gerð leiðbeininga og gátlista fyrir félagsþjónustu auk verkefna og skrifborðsæfinga þar sem starfsfólk félagsþjónustu tókst á við hagnýt og raunhæf viðfangsefni út frá ákveðnum sviðsmyndum samfélagslegra áfalla. Hér var í upphafi greinar spurt hvaða lærdóma mætti draga af tilraunaverkefni Almannavarna Árnessýslu og hvernig þeir gætu nýst öðrum sveitar- félögum. Í september 2023 var unnin viðtalsrannsókn þar sem rætt var við fimm lykilstjórnendur úr hópi þeirra sem tekið höfðu þátt frá Sveitarfélaginu Árborg í þeim tilgangi að leggja mat á hvernig til hefði tekist. Viðmælendur töldu allir að skapa þyrfti rými á hverjum vinnustað til að sinna fræðslu og þjálfun starfsfólks og að lærdómsferlinu væri skapaður sess. Þeir voru sammála um að það þyrfti að vera í höndum stjórnenda að leiða verkefnin, halda utan um þau og fylgja þeim eftir. Niðurstöðurnar sýna að vinnulagið sem beitt var í verkefninu er gagnlegt fyrir starfsfólk félags- þjónustu og að fræðsla og þjálfun þar sem virk þátttaka starfsfólksins móti viðfangsefni og nálgun námskeiðsins á hverjum tíma og á hverjum stað er grundvallaratriði fyrir árangur. Þá töldu viðmæl- endur mikilvægt að þau sem ættu að nota verkferlana og gátlistana kæmu að gerð þeirra og leið- beiningar yrðu að byggja á þeim veruleika sem þær ættu að þjóna. Einnig undirstrika niðurstöðurnar mikilvægi þess að starfsfólk félagsþjónustu eigi gott samstarf við aðra viðbragðsaðila í samfélaginu og taki þátt í æfingum almannavarna til að tryggja að aðilar þekki hlutverk og dagleg viðfangsefni hver annars. Einnig bentu viðmælendur á að mikilvægt væri að leiðbeiningar um gerð viðbragðsá- ætlana fyrir félagsþjónustu væru miðlægar svo að starfsfólk félagsþjónustu gæti auðveldlega lagt lið í öðrum sveitarfélögum á tímum vár; sem dæmi var nefnt að gott væri að Barna- og fjölskyldustofa hefði hlutverki að gegna á sviði barnaverndar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.