Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 58
Styrkur í smæðinni. Líðan og samskipti unglinga í smærri og stærri byggðalögum
58 ..
somatic complaints among adolescents in the capital area compared to
other regions. Girls reported more complaints than boys, and older ado-
lescents more than their younger counterparts. Furthermore, lower family
affluence was associated with a higher frequency of complaints. While
a positive correlation was observed between more frequent complaints
and a higher number of internet friends, interaction revealed that internet
friendships appeared to benefit adolescents in the West and North more
than their counterparts in the capital area. The findings underscore the
significance of considering adolescent’s social settings when formulating
interventions to improve their well-being.
KEYWORDS: Settlements – Well-being – Adolescents
Inngangur
Líðan unglinga hefur verið undir smásjánni og benda rannsóknir til að henni fari hrakandi. Litið
er til ýmissa samfélagsbreytinga 21. aldar sem mögulegra sökudólga en ekki er til einhlítt svar við
því hvað veldur þessari þróun (sjá t.d. Ársæl Arnarsson, 2019). Eitt af því sem hefur lítið heyrst af
í slíkum vangaveltum er hvort tegund búsetu og nánasta samfélag sem unglingurinn býr í, kemur
þarna við sögu. Rannsóknir sem beinast að lífsgæðum og heilsu í borgarsamfélögum og þéttbýli í
samanburði við strjálli byggðir eða fámennari bæi líta til þátta, svo sem streitu, umhverfis og náttúru,
stjórnarfars og stöðu einstaklings í samfélagi (Krefis o.fl., 2018). Mengun, þéttleiki byggðar, lélegur
húsakostur, streita, hraði í samfélaginu og félagsleg einangrun geta dregið úr lífsgæðum og vellíðan
í borgarsamfélögum (Boraita o.fl., 2022). Í strjálbýli getur til dæmis flóknara aðgengi að heilbrigðis-
og félagsþjónustu dregið úr lífsgæðum en einnig ef aðgengi að skólum eða atvinnutækifærum er af
skornum skammti (Prochaska o.fl., 2020).
Erlendum rannsóknum á heilsu og líðan barna og unglinga í stærri og smærri byggðalögum ber
ekki saman, sumar sýna verri líðan í borg miðað við minni byggðalög eða sveitir og aðrar engan mun
(Boraita o.fl., 2022; Jonsson o.fl., 2019; Rees o.fl., 2017). Ungu fólki finnst það öruggara og frjálsara
í strjálli byggðum (Eriksson o.fl., 2011) en er ánægðara með aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðk-
unar í borgum (Eriksson o.fl., 2011; Krefis o.fl., 2018). Í íslenskum könnunum meðal fullorðinna og
ungmenna er mikilvægi sterkra tengsla við fjölskyldu og vini í smærri byggðalögum tíundað sem
liður í þeirri ákvörðun að búa áfram á svæðinu (Þóroddur Bjarnason, 2011; Þóroddur Bjarnason o.fl.,
2019). Tengsl og stuðningur fjölskyldu og vina eykur vellíðan á öllum aldursskeiðum en mikilvægi
vina eykst á unglingsaldrinum (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2019). Áhrif vinatengsla á byggðafestu
ætti því ekki að koma á óvart. Þekkt er einnig að efnahagur tengist síðri heilsu, að stúlkur finna
frekar til vanlíðanar á unglingsaldri en piltar og að slök tengsl við vini auki vanlíðan (Ársæll Arnars-
son, 2019). Óvíst er hvort búseta í þéttbýli eða strjálbýli skipti máli um þessi tengsl.
Markmið þessarar rannsóknar sem unnin er úr spurningalistakönnun meðal nemenda í 8.-10.
bekk var að kanna hvort tíðni sállíkamlegra umkvartana væri mismunandi eftir búsetusvæði. Þátt-
takendum var skipt upp í þrjú svæði; höfuðborgarsvæði, Suðurnes og Vestur- og Norðurland. Auk
þess að rýna í tíðni umkvartana var kannað hvort efnahagur fjölskyldu, kyn og fjöldi vina skipti máli
um tengsl búsetu og líðanar. Ekki fundust sambærilegar rannsóknir á líðan unglinga eftir búsetu og
er þetta því fyrsta rannsókn sinnar tegundar hér á landi. Þessi rannsókn gefur dæmi um líðan ungl-
inga á nokkrum búsetusvæðum sem færa má rök fyrir að hafi ólíka eiginleika hvað varðar umhverfi
og náttúru, þéttleika byggðar og aðgengi að þjónustu. Slíkar upplýsingar um líðan unglinga eftir
búsetu, vinatengsl og áhrif efnahags fjölskyldu á líðan hafa gildi í umræðu um úrræði til að sporna
gegn versnandi líðan unglinga og einnig til að auka skilning á lífi og lífsgæðum íbúa í mismunandi
byggðalögum.