Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 61
Eyrún María Rúnarsdóttir
61 ..
upp takmarkaðan aðgang að jafnöldrum. Rannsókn Dooris o.fl. (2008) benti til þess að unglingar í
strjálbýli hefðu minni aðgang að stuðningi vina og nýttu sér ekki möguleika netsins til að bæta sér
upp skort á tengslum. Raunar nýttu unglingar í borgum þennan möguleika frekar. Hafa ber í huga að
rannsóknin var gerð þegar landslag samfélagsmiðla var annars konar en það er nú. Tækifæri til sam-
skipta á netinu hafa frá 2008 margfaldast bæði að gerð og umfangi og væri forvitnilegt að endurtaka
rannsóknina við núverandi aðstæður. Ekki er ólíklegt að niðurstöður rannsóknar af þessu tagi yrðu
aðrar ef hún væri gerð nú. Til að gefa dæmi mætti heimfæra aðstæður þar sem fáir jafnaldrar eru, yfir
á þær sem blasa við ungmennum sem flytjast til nýs lands og hafa þar með takmarkað aðgengi að
vináttu jafnaldra, að minnsta kosti til að byrja með. Rannsóknir gefa til kynna að netið nýtist þeim
hópi til samskipta við vini og sé mikilvægur þáttur í að auðvelda þeim líf á nýjum stað (Kumi-Ye-
boah o.fl., 2020).
Almennt sýna rannsóknir á samfélagsmiðlanotkun unglinga að hún tengist auknum líkum á dep-
urð, sér í lagi meðal stúlkna (Santos, 2023). Þar með er sagan ekki öll sögð heldur gefa miðlarnir
unglingum færi á að finna til nándar og tengsla við aðra og fá unglingar jákvæða endurgjöf frá fé-
lögum (Torrijos-Fincial o.fl., 2021). Jafnvel má álykta að jákvæð áhrif samfélagsmiðla og netsam-
skipta í lífi ungmenna séu vanmetin en ljóst er að kanna má með markvissari hætti hvort og hvernig
ungmenni sem búa við viðkvæm félagsleg tengsl í raunheimi geta bætt sér þau tengsl upp í netheimi.
Fámenni í bæjarfélagi verður enn erfiðara fyrir ungmenni ef tengsl við jafnaldra eða annað
heimafólk eru brokkgeng eða ekki styðjandi. Í íslenskri rannsókn á þætti eineltis í væntingum ung-
menna um að flytjast brott úr bæjarfélagi sínu kom til dæmis fram að fórnarlömb eineltis voru lík-
legri til að búast við að flytja burt (Þóroddur Bjarnason o.fl., 2021). Einelti dró úr staðartengslum
en slík tengsl ráðast meðal annars af því hvernig einstaklingar passa inn í samfélagið. Rannsóknir
sýna að í fámennum byggðalögum geti skort aðeins á umburðarlyndi í garð þeirra sem skera sig úr
(Þóroddur Bjarnason, 2018). Í slíkum tilfellum geta fordómar eða önnur viðbrögð átt greiða leið að
ungmennum og skert frelsi þeirra til að þroska og þróa sjálfsmynd sína (Þóroddur Bjarnason o.fl.,
2021; Haugen og Villa, 2006; Jonsson o.fl., 2019). Þessu lýstu dönsk ungmenni í rannsókn þeirra
Pedersen og Gram (2018) í smærri byggðalögum vel þegar þau sögðust stolt af byggðalaginu og
höfðu sterka tilfinningu fyrir að tilheyra en að þeim hafi þótt erfiðara að fá nægilegt athafnarými í
friði frá vökulum augum nágranna þegar leið á unglingsárin.
Líðan og tengsl eftir búsetu
Rannsóknarniðustöður síðustu ára benda til aukinnar depurðar unglinga sem ástæða er til að hafa
áhyggjur af (Ársæll Arnarsson, 2019). Í þessari rannsókn er líðan unglinga undir smásjánni og eru
skoðuð svör unglinga við spurningum um tíðni svonefndra sállíkamlegra umkvartana. Þar á meðal
er mat þeirra á tíðni verkja, svefnerfiðleikum, svima, pirringi eða skapvonsku og depurð. Greint er
hvort munur sé á tíðni slíkra umkvartana eftir búsetusvæði þátttakenda og er það í fyrsta sinn sem
það er gert hérlendis svo vitað sé til. Fjölmargt getur skýrt eða haft áhrif á líðan unglinga og hafa hér
verið nefndir til sögunnar þættir sem tengjast búsetu líkt og aðgengi að menntun og tómstundum,
náttúru og kyrrð. Fjárhagsstaða fjölskyldu og tengsl við vini og fjölskyldu eru einnig til umfjöllunar
í þessu samhengi. Þessi rannsókn beinist að sállíkamlegum umkvörtunum unglinga á þremur ólíkum
svæðum á landinu en þau eru höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og svo þrjú byggðalög á Vestfjörðun,
Vesturlandi og Norðurlandi sem mynda þriðja flokkinn. Kannað er hvort kyn unglinga, aldur, efna-
hagsleg staða fjölskyldu og fjöldi vina getur skýrt líðan þeirra á þessum þremur svæðum. Sérstak-
lega er litið til þess hvort samskipti við vini í raunheimi og sem eingöngu fara fram í gegnum netið
séu ólík eftir svæðum eða tengist líðan á ólíka vegu eftir svæðum. Rannsóknarspurningar eru því
eftirfarandi: Finnst munur á sállíkamlegum umkvörtunum unglinga eftir búsetu? Hver eru tengsl
kyns, aldurs og efnahagslegrar stöðu fjölskyldu við líðan unglinga? Hver eru tengsl fjölda vina í
raunheimi og netheimi við líðan unglinga á svæðunum þremur?