Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 61

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 61
Eyrún María Rúnarsdóttir 61 .. upp takmarkaðan aðgang að jafnöldrum. Rannsókn Dooris o.fl. (2008) benti til þess að unglingar í strjálbýli hefðu minni aðgang að stuðningi vina og nýttu sér ekki möguleika netsins til að bæta sér upp skort á tengslum. Raunar nýttu unglingar í borgum þennan möguleika frekar. Hafa ber í huga að rannsóknin var gerð þegar landslag samfélagsmiðla var annars konar en það er nú. Tækifæri til sam- skipta á netinu hafa frá 2008 margfaldast bæði að gerð og umfangi og væri forvitnilegt að endurtaka rannsóknina við núverandi aðstæður. Ekki er ólíklegt að niðurstöður rannsóknar af þessu tagi yrðu aðrar ef hún væri gerð nú. Til að gefa dæmi mætti heimfæra aðstæður þar sem fáir jafnaldrar eru, yfir á þær sem blasa við ungmennum sem flytjast til nýs lands og hafa þar með takmarkað aðgengi að vináttu jafnaldra, að minnsta kosti til að byrja með. Rannsóknir gefa til kynna að netið nýtist þeim hópi til samskipta við vini og sé mikilvægur þáttur í að auðvelda þeim líf á nýjum stað (Kumi-Ye- boah o.fl., 2020). Almennt sýna rannsóknir á samfélagsmiðlanotkun unglinga að hún tengist auknum líkum á dep- urð, sér í lagi meðal stúlkna (Santos, 2023). Þar með er sagan ekki öll sögð heldur gefa miðlarnir unglingum færi á að finna til nándar og tengsla við aðra og fá unglingar jákvæða endurgjöf frá fé- lögum (Torrijos-Fincial o.fl., 2021). Jafnvel má álykta að jákvæð áhrif samfélagsmiðla og netsam- skipta í lífi ungmenna séu vanmetin en ljóst er að kanna má með markvissari hætti hvort og hvernig ungmenni sem búa við viðkvæm félagsleg tengsl í raunheimi geta bætt sér þau tengsl upp í netheimi. Fámenni í bæjarfélagi verður enn erfiðara fyrir ungmenni ef tengsl við jafnaldra eða annað heimafólk eru brokkgeng eða ekki styðjandi. Í íslenskri rannsókn á þætti eineltis í væntingum ung- menna um að flytjast brott úr bæjarfélagi sínu kom til dæmis fram að fórnarlömb eineltis voru lík- legri til að búast við að flytja burt (Þóroddur Bjarnason o.fl., 2021). Einelti dró úr staðartengslum en slík tengsl ráðast meðal annars af því hvernig einstaklingar passa inn í samfélagið. Rannsóknir sýna að í fámennum byggðalögum geti skort aðeins á umburðarlyndi í garð þeirra sem skera sig úr (Þóroddur Bjarnason, 2018). Í slíkum tilfellum geta fordómar eða önnur viðbrögð átt greiða leið að ungmennum og skert frelsi þeirra til að þroska og þróa sjálfsmynd sína (Þóroddur Bjarnason o.fl., 2021; Haugen og Villa, 2006; Jonsson o.fl., 2019). Þessu lýstu dönsk ungmenni í rannsókn þeirra Pedersen og Gram (2018) í smærri byggðalögum vel þegar þau sögðust stolt af byggðalaginu og höfðu sterka tilfinningu fyrir að tilheyra en að þeim hafi þótt erfiðara að fá nægilegt athafnarými í friði frá vökulum augum nágranna þegar leið á unglingsárin. Líðan og tengsl eftir búsetu Rannsóknarniðustöður síðustu ára benda til aukinnar depurðar unglinga sem ástæða er til að hafa áhyggjur af (Ársæll Arnarsson, 2019). Í þessari rannsókn er líðan unglinga undir smásjánni og eru skoðuð svör unglinga við spurningum um tíðni svonefndra sállíkamlegra umkvartana. Þar á meðal er mat þeirra á tíðni verkja, svefnerfiðleikum, svima, pirringi eða skapvonsku og depurð. Greint er hvort munur sé á tíðni slíkra umkvartana eftir búsetusvæði þátttakenda og er það í fyrsta sinn sem það er gert hérlendis svo vitað sé til. Fjölmargt getur skýrt eða haft áhrif á líðan unglinga og hafa hér verið nefndir til sögunnar þættir sem tengjast búsetu líkt og aðgengi að menntun og tómstundum, náttúru og kyrrð. Fjárhagsstaða fjölskyldu og tengsl við vini og fjölskyldu eru einnig til umfjöllunar í þessu samhengi. Þessi rannsókn beinist að sállíkamlegum umkvörtunum unglinga á þremur ólíkum svæðum á landinu en þau eru höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og svo þrjú byggðalög á Vestfjörðun, Vesturlandi og Norðurlandi sem mynda þriðja flokkinn. Kannað er hvort kyn unglinga, aldur, efna- hagsleg staða fjölskyldu og fjöldi vina getur skýrt líðan þeirra á þessum þremur svæðum. Sérstak- lega er litið til þess hvort samskipti við vini í raunheimi og sem eingöngu fara fram í gegnum netið séu ólík eftir svæðum eða tengist líðan á ólíka vegu eftir svæðum. Rannsóknarspurningar eru því eftirfarandi: Finnst munur á sállíkamlegum umkvörtunum unglinga eftir búsetu? Hver eru tengsl kyns, aldurs og efnahagslegrar stöðu fjölskyldu við líðan unglinga? Hver eru tengsl fjölda vina í raunheimi og netheimi við líðan unglinga á svæðunum þremur?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.