Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 62
Styrkur í smæðinni. Líðan og samskipti unglinga í smærri og stærri byggðalögum
62 ..
Aðferð
Rannsóknin er byggð á gögnum úr þversniðsrannsókn í rannsóknarverkefninu Vinatengsl í fjöl-
menningarsamfélagi sem höfundur stóð að og stýrði. Gögnum var safnað með spurningalistakönnun
árið 2018. Þjálfaðir rannsakendur lögðu spurningalista fyrir nemendur í 8.–10. bekk í níu grunn-
skólum. Þar af voru fjórir skólar á höfuðborgarsvæðinu og fimm utan höfuðborgarsvæðisins (Suður-
nes, Vesturland, Vestfirðir og Norðurland).
Þátttakendur
Þátttökuskólarnir níu voru valdir með markmiðsúrtaki sem tók mið af markmiðum fyrrgreinds rann-
sóknarverkefnis. Eitt þeirra markmiða var að úrtakið næði til skóla á höfuðborgarsvæði og skóla
í minni og meðalstórum byggðalögum utan höfuðborgarsvæðis. Úrtakið leyfði að flokkaðir væru
saman skóla af mismunandi svæðum og byggðalögum en fjöldi skóla á hverjum stað takmarkaði
möguleika til flokkunar. Eðlilegast þótti að nálgast markmið rannsóknarinnar með því að setja
saman í flokk þátttakendur í skólum af höfuðborgarsvæði og voru fjórir skólanna þar og helmingur
þátttakenda. Nemendur tveggja skóla á Suðurnesjum fylltu næsta flokk en þetta byggðasvæði hefur
ýmsa eiginleika sem gerir það frábrugðið svæðum annars staðar svo sem nálægð við höfuðborg.
Í þriðja flokki voru þátttakendur í skólum á Vesturlandi (einn skóli), Vestfjörðum (einn skóli) og
Norðurlandi (einn skóli). Æskilegast hefði verið að hvert þessara svæða væri sér flokkur í greiningu
en við það hefðu tækifæri til tölfræðiúrvinnslu tapast sökum fæðar þátttakenda á hverjum stað.
Alls bárust svör frá 806 unglingum og var svarhlutfall 82%. Heldur fleiri piltar svöruðu (51,5%)
en stúlkur (48,5%), en ekki er vitað um kyn tveggja unglinga. Alls svaraði 281 (35%) unglingur úr
8. bekk, 231 (29%) úr 9. bekk og 293 (36%) úr 10. bekk. Tafla 1 sýnir kyn og aldur þátttakenda á
þeim þremur byggðasvæðum sem rannsóknin náði til. Þátttakendur á Suðurnesjum voru 198 og af
svæðinu Vestur- og Norðurland voru 200 og var aðeins breytilegt eftir svæðum hversu hátt hlutfall
nemenda úr hverjum árgangi var.
Tafla 1. Fjöldi og hlutföll unglinga á svæðunum þremur.
Höfuðborgarsvæði
N=408 (%)
Suðurnes
N =198
Vestur- og Norðurland
N=200
Kyn Stúlkur 193 (47%) 97 (49%) 100 (50%)
Piltar 213 (53%) 101 (51%) 100 (50%)
Aldur 8. bekkur 141 (35%) 75 (38%) 65 (33%)
9. bekkur 122 (30%) 55 (28%) 54 (27%)
10. bekkur 144 (35%) 68 (34%) 81 (40%)
Þátttakendur fæddir á Íslandi voru 664 (82%) og 142 (18%) í öðru landi en Íslandi. Sökum fámennis
í hópum þeirra sem voru af erlendum uppruna og bjuggu utan höfuðborgarsvæðis var sú breyta ekki
notuð við greiningu. Spurningalistinn var á íslensku og voru kennarar beðnir að meta hversu vel
nemendur þeirra voru í stakk búnir að svara. Að mati kennara töldust 11 unglingar ekki hafa öðlast
nægilega færni í íslensku og tóku ekki þátt.
Mælitæki
Sállíkamlegar umkvartanir var háð breyta í rannsókninni. Þátttakendur voru beðnir að svara átta
spurningum með því að meta hversu oft síðustu sex mánuði þeir hefðu fundið fyrir höfuðverk,
magaverk, bakverk, depurð, pirringi eða skapvonsku, svefnerfiðleikum, svima eða verið tauga-
óstyrkir. Mælingin var þróuð af rannsakendum fjölþjóðlega rannsóknarverkefnisins Heilsa og lífs-
kjör skólabarna (Health Behavior in School-Aged Children - HBSC) og hefur reynst áreiðanleg og