Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 62

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 62
Styrkur í smæðinni. Líðan og samskipti unglinga í smærri og stærri byggðalögum 62 .. Aðferð Rannsóknin er byggð á gögnum úr þversniðsrannsókn í rannsóknarverkefninu Vinatengsl í fjöl- menningarsamfélagi sem höfundur stóð að og stýrði. Gögnum var safnað með spurningalistakönnun árið 2018. Þjálfaðir rannsakendur lögðu spurningalista fyrir nemendur í 8.–10. bekk í níu grunn- skólum. Þar af voru fjórir skólar á höfuðborgarsvæðinu og fimm utan höfuðborgarsvæðisins (Suður- nes, Vesturland, Vestfirðir og Norðurland). Þátttakendur Þátttökuskólarnir níu voru valdir með markmiðsúrtaki sem tók mið af markmiðum fyrrgreinds rann- sóknarverkefnis. Eitt þeirra markmiða var að úrtakið næði til skóla á höfuðborgarsvæði og skóla í minni og meðalstórum byggðalögum utan höfuðborgarsvæðis. Úrtakið leyfði að flokkaðir væru saman skóla af mismunandi svæðum og byggðalögum en fjöldi skóla á hverjum stað takmarkaði möguleika til flokkunar. Eðlilegast þótti að nálgast markmið rannsóknarinnar með því að setja saman í flokk þátttakendur í skólum af höfuðborgarsvæði og voru fjórir skólanna þar og helmingur þátttakenda. Nemendur tveggja skóla á Suðurnesjum fylltu næsta flokk en þetta byggðasvæði hefur ýmsa eiginleika sem gerir það frábrugðið svæðum annars staðar svo sem nálægð við höfuðborg. Í þriðja flokki voru þátttakendur í skólum á Vesturlandi (einn skóli), Vestfjörðum (einn skóli) og Norðurlandi (einn skóli). Æskilegast hefði verið að hvert þessara svæða væri sér flokkur í greiningu en við það hefðu tækifæri til tölfræðiúrvinnslu tapast sökum fæðar þátttakenda á hverjum stað. Alls bárust svör frá 806 unglingum og var svarhlutfall 82%. Heldur fleiri piltar svöruðu (51,5%) en stúlkur (48,5%), en ekki er vitað um kyn tveggja unglinga. Alls svaraði 281 (35%) unglingur úr 8. bekk, 231 (29%) úr 9. bekk og 293 (36%) úr 10. bekk. Tafla 1 sýnir kyn og aldur þátttakenda á þeim þremur byggðasvæðum sem rannsóknin náði til. Þátttakendur á Suðurnesjum voru 198 og af svæðinu Vestur- og Norðurland voru 200 og var aðeins breytilegt eftir svæðum hversu hátt hlutfall nemenda úr hverjum árgangi var. Tafla 1. Fjöldi og hlutföll unglinga á svæðunum þremur. Höfuðborgarsvæði N=408 (%) Suðurnes N =198 Vestur- og Norðurland N=200 Kyn Stúlkur 193 (47%) 97 (49%) 100 (50%) Piltar 213 (53%) 101 (51%) 100 (50%) Aldur 8. bekkur 141 (35%) 75 (38%) 65 (33%) 9. bekkur 122 (30%) 55 (28%) 54 (27%) 10. bekkur 144 (35%) 68 (34%) 81 (40%) Þátttakendur fæddir á Íslandi voru 664 (82%) og 142 (18%) í öðru landi en Íslandi. Sökum fámennis í hópum þeirra sem voru af erlendum uppruna og bjuggu utan höfuðborgarsvæðis var sú breyta ekki notuð við greiningu. Spurningalistinn var á íslensku og voru kennarar beðnir að meta hversu vel nemendur þeirra voru í stakk búnir að svara. Að mati kennara töldust 11 unglingar ekki hafa öðlast nægilega færni í íslensku og tóku ekki þátt. Mælitæki Sállíkamlegar umkvartanir var háð breyta í rannsókninni. Þátttakendur voru beðnir að svara átta spurningum með því að meta hversu oft síðustu sex mánuði þeir hefðu fundið fyrir höfuðverk, magaverk, bakverk, depurð, pirringi eða skapvonsku, svefnerfiðleikum, svima eða verið tauga- óstyrkir. Mælingin var þróuð af rannsakendum fjölþjóðlega rannsóknarverkefnisins Heilsa og lífs- kjör skólabarna (Health Behavior in School-Aged Children - HBSC) og hefur reynst áreiðanleg og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.