Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 63

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 63
Eyrún María Rúnarsdóttir 63 .. gagnleg til að lýsa líðan unglinga (Ársæll Arnarsson, 2019; Elgar o.fl., 2015; Haugland og Wold, 2001). Svarmöguleikar voru á bilinu 0 til 4: Sjaldan eða aldrei (0), um það bil mánaðarlega (1), um það bil vikulega (2), oftar en einu sinni í viku (3) og hér um bil daglega (4). Svarmöguleikar 0 og 1 voru lagðir saman og svarmöguleikar 2 og 3 fyrir myndræna úrvinnslu. Fyrir frekari úrvinnslu var útbúin ein raðbreyta úr mælingunni með því að leggja saman svör við öllum spurningunum. Samtala var á bilinu 0–32 og sýna hærri tölur verri líðan. Útreikningar á áreiðanleika sýndu stuðulinn 0,88. Óháðar breytur í rannsókninni voru búsetusvæði, kyn, aldur, efnahagur fjölskyldu og fjöldi vina. Útbúnir voru þrír flokkar með hliðsjón af búsetu þátttakenda líkt og lýst var í kafla um þátttakendur. Breytan var vísibreyta í aðhvarfsgreiningu þar sem höfuðborgarsvæði var til viðmiðunar. Kyn var tvígild vísibreyta með pilta til viðmiðunar og aldur miðaðist við árgang nemenda þar sem 8. bekkur var viðmiðunarhópur í aðhvarfsgreiningu. Efnahagur fjölskyldu var metinn með svokölluðum FAS- kvarða (e. Family Affluence Scale) (Boyce o.fl., 2006). Sú útgáfa kvarðans sem hér er notuð hefur að geyma sex spurningar um bíla- og tölvueign fjölskyldunnar, fjölskyldufrí, hvort þátttakandi hafi sérherbergi, fjölda baðherbergja á heimilinu og hvort uppþvottavél sé á heimilinu (Elgar o.fl., 2016). Hver spurning fékk svargildi sem svo voru lögð saman til að mynda heildargildi á kvarðanum 0–13. Hærra gildi gefur til kynna betri efnahagslega stöðu fjölskyldunnar. Vinátta var útskýrð á eftirfarandi hátt og var í kjölfarið spurt um fjölda vina: „Vinir eða vinkonur eru til dæmis einhverjir sem þú getur talað um persónulega hluti við, hringt í til að spjalla eða kíkt í heimsókn til.“ Í spurningalistanum voru þrjár spurningar um fjölda vina. Sú fyrsta sneri að fjölda íslenskra vina, í annarri var spurt um fjölda vina sem væru frá öðru landi en Íslandi og í þeirri þriðju um fjölda vina sem viðkomandi átti eingöngu samskipti við á netinu. Svarmöguleikar voru sex: 1) ég á engan slíkan vin, 2) ég á einn slíkan vin, 3) ég á 2–3 slíka vini, 4) ég á 4–6 slíka vini, 5) ég á 7–10 slíka vini og 6) ég á 11 eða fleiri slíka vini. Úr hverri spurningu var útbúin raðbreyta með miðgildi hvers flokks á bilinu 0–12,5. Framkvæmd og gagnagreining Rannsókn þessi var tilkynnt til Persónuverndar (nr. S8478) og var þágildandi lögum um persónu- vernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 fylgt. Því næst veitti Vísindasiðanefnd Háskóla Ís- lands umsögn um rannsóknaráætlunina og hlaut hún brautargengi að lokinni umfjöllun (nr. 17-029). Þess var gætt að engar spurningar listans væru þess eðlis að hægt væri að rekja svör til einstaklinga og var nafnleysi þátttakenda tryggt. Spurningalistinn var forprófaður og tóku sex ungmenni þátt í prófun. Leiðbeiningar voru endurskoðaðar á nokkrum stöðum í kjölfarið. Leyfi fyrir rannsókn var aflað hjá viðkomandi yfirvaldi í sveitarfélögunum og hjá skólastjórnend- um. Upplýsingabréf var sent í tölvupósti til foreldra þátttakenda frá skólunum og gátu þeir hafnað þátttöku unglingsins í rannsókninni. Tekið var skýrt fram í upplýsingum til þátttakenda að þeir gætu hætt þátttöku hvenær sem væri og sleppt spurningum sem þeir vildu ekki svara. Spurningalistakönn- unin var rafræn og var vistuð í forritinu Qualtrics á vegum Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Að svörun lokinni var svæði könnunar lokað og gögn eingöngu aðgengileg rannsakanda, varin með lykilorði. Jamovi 2.2.5 tölfræðiforritið var notað við úrvinnslu gagna. Reiknuð voru hlutföll sállíkamlegra umkvartana eftir svæðum og meðaltöl og staðalfrávik raðbreyta. Loks var gerð fjögurra þrepa línu- leg fjölbreytuaðhvarfsgreining til að spá fyrir um sállíkamlegar umkvartanir ungmenna. Á fyrsta þrepi líkansins spáðu búseta á mismunandi svæði fyrir líðan, á þrepi tvö var kyni og árgangi bætt við líkan og á því þriðja efnahag fjölskyldu og fjölda vina. Á fjórða þrepi líkansins var marktækri samvirkni bætt við líkanið. Niðurstöður Umfjöllun um niðurstöður hefst á því að svör unglinga um tíðni verkja og vanlíðanar eru sýnd eftir búsetusvæðunum þremur. Munur á umkvörtunum eftir búsetu var kannaður með marktektarprófinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.