Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 68

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 68
Styrkur í smæðinni. Líðan og samskipti unglinga í smærri og stærri byggðalögum 68 .. því að streita og hraði sé meiri á höfuðborgarsvæði en á þeim svæðum utan þess sem hér voru til skoðunar, líkt og bent er á í erlendum rannsóknum á efninu (Boraita o.fl., 2022). Þá gæti stuðningur fullorðinna við ungmenni verið minni í stærri samfélagi höfuðborgar en við þau sem búa í minni samfélagi þar sem „allir þekkja alla“. Niðurstöðurnar benda þó alltént til þess að ástæða sé til að horfa betur á hvað skýrir þennan mun. Rannsóknin sýndi að stúlkur fundu oftar til vanlíðanar en piltar. Þetta samræmist niðurstöðum annarra bæði hér á landi (Ársæll Arnarsson, 2019; Rannsóknir og greining, 2022) og annars staðar (Bor o.fl., 2014). Jafnframt sýndu niðurstöður meiri tíðni umkvartana hjá stúlkum á höfuðborgar- svæði miðað við stúlkur á Vestur- og Norðurlandi. Í sænskri rannsókn kom einnig fram meiri van- líðan meðal ungra kvenna í borg miðað við strjálbýli (Jonsson o.fl., 2019). Umhverfi og aðstæður stúlkna og kvenna í strjálli byggð virðist vernda þær betur en kynsystur þeirra í stærra byggðalagi og er full ástæða til að kanna það betur. Skýringa á þessu má vafalaust leita víða en í sænsku rannsókn- inni velta höfundar því upp hvort ungar konur í strjálbýli upplifi meiri stuðning, stjórn á aðstæðum sínum og stöðugleika en ungar konur í borg. Hér má einnig hugleiða þátt streitu og áreita sem jafnan er meiri í borgarsamfélagi og nær ef til vill frekar til kvenna. Hvorki hér né í sænsku rannsókninni kom fram slíkur munur meðal pilta eða ungra karla. Unglingar í 8. bekk á höfuðborgarsvæði fundu oftar til vanlíðanar en unglingar á sama aldri á Suðurnesjum og á Vestur- og Norðurlandi. Athygli vekur að meðaltöl 8. bekkinga fyrir tíðni um- kvartana á þessum tveimur svæðum voru einnig lægri en meðal eldri nemenda á öllum svæðum. Þetta bendir til þess að það sem getur valdið vanlíðan meðal unglinga nái heldur síðar til unglinga utan höfuðborgarsvæðis. Ef marka má sýn rannsakenda á áhrif umhverfis á lífsgæði í borgum og strjálbýli eru það afar ólíkir þættir sem draga úr lífsgæðum í borg en í bæjum eða sveit. Þættir á borð við þéttleika byggðar, streita og hraði borgarsamfélags ná ef til vill fyrr að skapa neikvæðar afleiðingar fyrir unglinga höfuðborgarsvæðis heldur en það sem dregur úr lífsgæðum í strjálbýli svo sem verri aðgangur að menntun, tómstundaiðkun eða þjónustu. Setja má þessar niðurstöður í sam- hengi við rannsókn þeirra Pedersen og Gram (2018) þar sem unglingar í minni byggðalögum lýstu flóknari tilfinningum til byggðalagsins eftir því sem leið á unglingsárin. Hér voru meðaltöl unglinga í 9. og 10. bekk á svæðunum tveimur einmitt mun nær meðaltölum jafnaldra á höfuðborgarsvæðinu en meðaltöl 8. bekkinga. Mögulegt er að sú niðurstaða bendi til þess að það sé flóknara fyrir eldri unglingana að skapa sér athafnarými á svæðinu og endurspegli einhvers konar endurmat þegar ung- mennin fara að sjá fyrir endann á skyldunámi og huga að næstu skrefum. Meðaltal fyrir efnahag fjölskyldna var örlítið hærra á höfuðborgarsvæði miðað við hin svæðin. Líkt og almennt þekkist úr rannsóknum tengdist betri efnahagur lægri tíðni umkvartana hjá ungling- unum (Ársæll Arnarsson, 2019; Lund o. fl., 2018; Svandís Nína Jónsdóttir, 2022). Ákveðna mótsögn má greina sem felst í að hærri tíðni umkvartana finnst meðal unglinga á höfuðborgarsvæði þar sem einnig er að finna heldur betri efnahag fjölskyldna. Í tilfelli búsetu er það því ekki efnahagur fjöl- skyldna sem skýrir mun á umkvörtunum unglinga heldur eitthvað annað í lífi og aðstæðum þeirra líkt og fjallað hefur verið um svo sem öryggi og stuðningur samfélagsins í minni byggðalögum og streita og áreiti stærri byggðalaga. Fjöldi vina var svipaður á öllum svæðum ef undan er skilinn fjöldi vina af erlendum uppruna sem var heldur meiri á höfuðborgarsvæði. Á því svæði er fjöldi unglinga af erlendum uppruna meiri en á öðrum stöðum og þar með skapast þar fleiri tækifæri til að stofna til vinatengsla við þá. Með fleiri vinum eykst möguleiki til félagslegs stuðnings sem svo aftur leiðir til betri líðanar unglingsins (Flynn o.fl., 2017; Wang o.fl., 2017) og kemur ekki á óvart að niðurstöður sýndu tengsl fjölda ís- lenskra vina og lægri tíðni umkvartana. Tengslin voru öfug fyrir fjölda vina sem eingöngu voru sam- skipti við á netinu. Því fleiri sem slíkir vinir voru, því hærri tíðni vanlíðanar kom fram. Rannsóknir hafa sýnt tengsl samfélagsmiðlanotkunar við vanlíðan, sérstaklega meðal stúlkna (Santos o.fl. 2023) og er líklegt að fjöldi netvina tengist almennt meiri notkun samfélagsmiðla sem skýri þessa niður- stöðu. Ekki er þó hægt að fullyrða um orsakasamhengi þeirra tengsla sem hér koma fram. Bæði gæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.