Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 74
Staða og líðan ungra karlmanna í landsbyggðarsamfélagi
74 ..
Sú rannsóknarspurning sem leitast var við að svara með rannsókninni er: Á hvaða hátt hafa sam-
félagsleg gildi og orðræða áhrif á frammistöðu og líðan ungra karlmanna í því samfélagi sem þeir
búa og hvernig birtist það í námsgengi þeirra, líðan og framtíðaráformum?
Umfjöllunin byggir á rannsókn sem gerð var meðal ungs fólks í Sveitarfélaginu Hornafirði á
árinu 2021 þar sem tekin voru einstaklingsviðtöl við aðila sem vinna með ungu fólki, rýnihópaviðtöl
við drengi á aldrinum 18-20 ára og spurningakönnun sem lögð var fyrir ungt fólk á aldrinum 15-30
ára.
Karlmennska og kvenleiki
Lykilhugtök í umræðunni um kyngervi er karlmennska og kvenleiki. Þegar rætt er um kyngervi
takast á tvenns konar sjónarmið; eðlishyggja sem gengur út á að karlar og konur séu í eðli sínu ólík
og mótunarhyggja sem felur í sér að hugmyndir okkar um karlmennsku og kvenleika séu félagslega
mótaðar og að það fari eftir aðstæðum hverju sinni hvað teljist karlmennska og hvað sé kvenleiki
(Hermína Huld Hilmarsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2021; Maríanna Jónsdóttir Maríu-
dóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2018). Samkvæmt Connell (2006) vísar orðræðan um karl-
mennsku og kvenleika til þeirra eiginleika sem samfélagið hefur ákveðið að einkenni karla og konur.
Með því að eigna körlum og konum ákveðna eiginleika sem eru ólíkir er verið að stilla þessum
hugtökum upp sem andstæðum með ólíkt vægi „þar sem hið karllæga er yfirskipað hinu kvenlæga“
(Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2018, bls. 2). Connell (2015)
telur einnig að skoða verði hugmyndir okkar á hugtökunum karlmennsku og kvenleika í sögulegu
samhengi og segir að hugmyndir breytast eftir því hvernig heimurinn breytist. Það sem einkenndi
hugmyndir um karlmennsku og kvenleika á nýlendutímanum er annað en á tímum alheimsvæðingar.
Þar sem hér er verið að skoða stöðu og líðan ungra karlmanna verður sjónum beint að hugmynd-
um um karlmennsku. Connell og Messerschmidt (2005) tala um að viðteknar karlmennskuhug-
myndir (e. hegemonic masculinity) séu tvenns konar; annars vegar er það innri ríkjandi karlmennska
en hér er um að ræða ákveðna forréttindastöðu sem sumir karlar búa yfir fram yfir aðra karla og ytri
ríkjandi karlmennsku en þá er átt við þau stofnanabundnu yfirráð sem karlar hafa yfir konum. Þó svo
að kynjakerfi samfélagsins byggi á þessum hugmyndum þá hefur það breyst og fleiri víddir eru nú
viðurkenndar, svo sem umhyggjukarlmennska (e. caring masculinity) og inngildandi karlmennska
(e. inclusive masculinity). Það virðist benda til þess að vægi hefðbundinna og íhaldssamra tegunda
af karlmennsku hafi minnkað og að nú sé meira rými fyrir annars konar karlmennsku sem áður
var undirskipuð og jaðarsett (Jóhannsdóttir og Gíslason, 2018; Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir og
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2018). Í þessu sambandi er vert að nefna að rannsóknir hafa sýnt að
á sama tíma og konur hafa sótt í hefðbundin karlastörf virðist það ganga hægt fyrir karla að sækja
í hefðbundin kvennastörf og námsáhugi og starfsáhugi ungs fólks sýnir kynjamun. Það birtist í því
að stúlkur gefa störfum sem snúa að umhyggju ungra og sjúkra, svo sem kennslu og hjúkrun meira
vægi en drengir frekar verkfræði- og tæknistörfum (Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, 2004; Hermína Huld
Hilmarsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2021).
Rannsóknir á karlmennsku hafa verið gerðar innan ýmissa fræðasviða. Má þar nefna rann-
sóknir í menntavísindum þar sem meðal annars er fjallað um námshegðun, frammistöðu og náms-
og starfsáhuga en niðurstöður slíkra rannsókna sýna kynbundin mun (Connell og Messerschmidt,
2005; Ingólf ur Ásgeir Jóhannesson, 2004; Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir og Ingólfur Ásgeir Jó-
hannesson, 2018). Karlmennska hefur einnig verið viðfangsefni rannsókna í afbrotafræði sem meðal
annars sýndi að karlar eru líklegri en konur til að leiðast út í glæpi og að glæpir karla eru annars
eðlis en kvenna. Í fjölmiðlarannsóknum voru þær myndir sem fjölmiðlar draga upp af ólíkum karl-
mennskuhugmyndum skoðaðar og í heilbrigðisrannsóknum hefur karlmennskuhugtakið verið notað
til að skoða heilsutengda hegðun karla, svo sem áhættuhegðun þegar kemur að kynlífi. Í stofnana-
rannsóknum beina rannsakendur sjónum sínum að kynjaðri stjórnunarhegðun og hlutverki þess við
ákvarðanatöku. Hin kynjaða landfræðilega vídd og kynbundinn munur á körlum og konum innan