Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 78
Staða og líðan ungra karlmanna í landsbyggðarsamfélagi
78 ..
ins (Kristín Guðmundsdóttir og Sigrún Júlíusdóttir, 2006; Nyumba o.fl., 2017; Sim og Waterfield,
2019). Við upphaf viðtalanna var verkefnið kynnt fyrir þátttakendum, fjallað um framkvæmd og úr-
vinnslu og farið yfir leyfismál. Þá var þátttakendum gerð grein fyrir nafnleynd og þeim heitið trúnaði
við vinnslu og meðferð gagna. Í töflu 2 kemur fram skipting viðtalanna eftir kyni.
Hvert viðtal var afritað og við greiningu viðtalanna var lögð áhersla á þemagreiningu. Með því
að beita slíkri aðferð getur rannsakandi fundið þemu í viðtölunum, greint orðræðuna sem finna má
í þeim og tengt það við þá fræðilegu umfjöllun sem rannsóknin byggir á og þá orðræðu sem fram
kemur um stöðu og líðan ungra karlmanna í landsbyggðarsamfélagi (Charmichael og Cunningham,
2017).
Tafla 2. Þátttakendur í einstaklings- og rýnihópaviðtölum
Viðtöl Karlar Konur
Einstaklingsviðtöl 2 3
Rýnihópaviðtöl 11 0
Markmiðið var að rödd hvers og eins kæmi fram og því var sérstakur gaumur gefinn hvernig
viðmælendur settu hlutina fram. Þemun sem komu fram í viðtölunum voru flokkuð og pöruð saman
með það fyrir augum að svara rannsóknarspurningunni. Þau þemu sem fram komu í öllum viðtöl-
unum voru: samfélagið í Sveitarfélaginu Hornafirði, nám, frammistaða og árangur í skóla, líðan og
úrræði henni tengd og kynjahlutverk og viðhorf.
Rafræn spurningakönnun
Þó að rannsóknin beindist fyrst og fremst að ungum karlmönnum var ákveðið að leggja rafrænu
spurningakönnunina fyrir allt ungt fólk í sveitarfélaginu á aldrinum 15-30 ára. Markmiðið með slíkri
nálgun var að fá dýpri innsýn og fleiri sjónarhorn um rannsóknarefnið og kanna hvort fram kæmi
kynjamunur um málefni ungs fólks.
Spurningakönnunin, sem lögð var fyrir ungt fólk í Sveitarfélaginu Hornafirði, var búin til í Survey
Monkey sem er rafrænn vettvangur þar sem hægt er að búa til spurningakannanir á einfaldan hátt.
Könnunin var nafnlaus og ekki hægt að rekja svör til þátttakenda. Notast var við tilviljunarúrtak; þ.e.
allir í þýðinu, sem eru íbúar í sveitarfélaginu á aldrinum 15-30 ára, áttu jafna möguleika á að taka
þátt. Könnunin var auglýst á vefsíðu sveitarfélagsins og Facebook síðu Nýheima þekkingarseturs.
Við gerð spurningalistans voru niðurstöður einstaklings- og rýnihópaviðtala notaðar sem grunnur
að spurningagerðinni. Byrjað var á að spyrja bakgrunnsspurninga, svo sem kyn, aldur og staða að
vori 2021. Þá komu spurningar sem sneru að viðhorfi til menntunar, náms, vinnu með námi og
hvort svarendur upplifðu álag í tengslum við vinnu og nám. Þriðji hluti spurningakönnunarinnar
fjallaði um afþreyingamöguleika í sveitarfélaginu, félags- og íþróttastarf og hvort svarendur upp-
lifðu álag í tengslum við slíka þátttöku. Spurningar um andlega líðan bæði í COVID-19 faraldrinum
og eftir, upplifun jákvæðra og neikvæðra tilfinninga og vitneskja um og aðgengi að sálfræðiþjónustu
í sveitarfélaginu komu þar á eftir. Spurt var um upplifun ungs fólks á viðhorfi til ungra karlmanna og
kvenna í sveitarfélaginu og hvað þeim fyndist einkenna það samfélag sem þau búa í. Að lokum voru
svarendur beðnir um að meta hvort vinnumarkaðurinn væri kynjaskiptur, framtíðaratvinnutækifæri
og hvort að sveitarfélagið kæmi til greina sem framtíðarbúsetukostur.
Þátttakendur í könnuninni var ungt fólk á aldrinum 15–30 ára búsett og/eða með lögheimili í
Sveitarfélaginu Hornafirði. Könnunin var auglýst meðal ungs fólks og það hvatt til þátttöku. Opnað
var fyrir könnunina í byrjun júlí og góð þátttaka var á fyrstu dögum eftir birtingu en dalaði þegar á
leið.
Þátttaka í könnuninni olli nokkrum vonbrigðum því töluvert stór hópur ungs fólks (sjá töflu 1)
býr í sveitarfélaginu en einungis 40 tóku þátt. Ástæður þessa geta m.a. legið í því að könnunin var