Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 79

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 79
Anna Guðrún Edvardsdóttir, Óskar Kristjánsson og Hugrún Harpa Reynisdóttir 79 .. gerð að sumri til auk þess sem rannsóknir hafa sýnt að erfiðara gengur að fá ungt fólk til að taka þátt í könnunum af ýmsu tagi (Anna Guðrún Edvardsdóttir, 2021). Ljóst er þó að niðurstöðurnar gefa ákveðnar vísbendingar um stöðu og líðan ungs fólks, einkum ungra karlmanna í sveitafélaginu Hornafirði. Konur voru í meirihluta svarenda eða tæplega 63%, karlar 35% og 3% sem kaus að gefa ekki upp kyn. Að auki var gefinn upp valmöguleikinn Annað en enginn merkti við hann. Þessi niðurstaða er í samræmi við aðrar rannsóknir sem sýna að konur virðast vera viljugri og gefa sér tíma til að taka þátt í könnunum (Anna Guðrún Edvardsdóttir, 2021). Niðurstöður Þau þemu sem greind voru úr viðtölunum og mynduðu síðan grunn að einstökum spurningum í könnuninni eru sýnd í töflu 2. Í kaflanum verður gerð grein fyrir niðurstöðum viðtala og könnunar- innar. Tafla 3. Þemu sem greind voru Greind þemu Innihald hvers þema Samfélagið í sveitarfélaginu Hornafirði Upplifun af samfélaginu, samfélagsþátttöku, atvinnutæki- færum, félagsstarfi og afþreyingu Nám, frammistaða og árangur í skóla Upplifun af námi, áhuga, frammistöðu og árangri Líðan ungs fólks Upplifun af líðan ungs fólks með áherslu á líðan ungra karl- manna auk framboðs á úrræðum Kynjahlutverk og viðhorf Upplifun af viðhorfi og framkomu í garð kynjanna og kyn- skipt hlutverk, einkum á vinnumarkaði. Kynjamunur á frammistöðu í námi og brottfalli úr skóla Samfélagið í sveitarfélaginu Hornafirði Fyrsta þemað sem greint var laut að því hvað einkenndi samfélagið, framtíðarbúsetuáform, afþrey- ingu og íþrótta- og félagsstarf fyrir ungt fólk. Þegar svarendur í könnuninni voru spurðir hvað ein- kenndi samfélagið taldi meirihluti sig búa í jákvæðu og opnu samfélagi með fjölbreyttu atvinnulífi. Hins vegar töldu þátttakendur líka að lítið umburðarlyndi og fordómar væru til staðar og um 90% taldi slúður vera eitt af einkennunum. Þessi niðurstaða var í samræmi við rýnihópaviðtölin en þar var ungu karlmönnunum tíðrætt um slúðrið og töldu það vera stærsta gallann á samfélaginu. Þeir yrðu töluvert varir við slúður og kjaftasögur sem gengju í samfélaginu. Undir þetta tóku viðmælendur í einstaklingsviðtölunum og bættu við að samfélagið væri sjávarútvegs- og ættarsamfélag þar sem karllæg gildi dreifbýliskarlmennsku væru einkennandi. Þátttakendur í rýnihópaviðtölunum töluðu um að samfélagið væri opið og jákvætt og að fordóma væri helst að finna hjá eldri kynslóðum og meðal þess hóps væri umburðarlyndi lítið. Þessu til stuðnings bentu þeir á að vinahópar ungmenna væru fjölþjóðlegir, auðvelt væri að fá vinnu og að framhaldsskólinn veitti ungu fólki tækifæri til þess að mennta sig í heimabyggð. Þá kom einnig fram að sterk vinnumenning skólafólks væri í sam- félaginu, sérstaklega þegar kemur að sumarvinnu og lögð væri áhersla á að fá mikla og vel launaða vinnu. Þá upplifðu þátttakendur rýnihópaviðtalanna samfélagslegan þrýsting um að þeir ættu að vinna með skóla. Þegar þátttakendur voru spurðir um framtíðarbúsetu taldi helmingur svarenda að sveitarfélagið kæmi til greina sem framtíðarbúsetukostur og voru ýmsar ástæður nefndar fyrir því, svo sem fjöl- skyldubönd, gott og opið samfélag og atvinnutækifæri. Þeir sem ekki sáu sveitarfélagið sem fram- tíðarbúsetukost nefndu ástæður eins og fá atvinnutækifæri og erfið fyrri lífsreynsla í samfélaginu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.