Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 81

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 81
Anna Guðrún Edvardsdóttir, Óskar Kristjánsson og Hugrún Harpa Reynisdóttir 81 .. standa sig í skóla, íþróttum og vinnu. Máli sínu til stuðnings nefndu þeir þá breytingu að nú sé nám til stúdentsprófs þrjú ár í stað fjögurra og við þessa breytingu hefði ungt fólk minna svigrúm til að sinna áhugamálum. Þá væri litið á þá sem ekki gætu lokið stúdentsprófi á þremur árum sem slaka námsmenn. Í rýnihópaviðtölunum kom fram að upplýsingar um sálfræðiþjónustu væru ekki sýnilegar og erfitt væri að leita sér aðstoðar á heilsugæslu í heimabyggð, því óttinn við að allir myndu vita af því var mikill og hamlaði því að þeir leituðu sér aðstoðar. Þá vildu þeir síður ræða við einhvern sem væri búsettur á staðnum, svo sem starfsmann í skólanum eða heilsugæslunni af ótta við að persónuleg mál þeirra yrðu að bæjarslúðri, eða að viðkomandi þekkti sig eða fjölskyldu sína sem gerði aðstæður óþægilegar. Niðurstöður spurningakönnunarinnar sýndu sambærilegar niðurstöður. Flestir þátttakendur í könnuninni upplifðu jákvæðar tilfinningar svo sem gleði og hamingju frek- ar en neikvæðar svo sem kvíða og þunglyndi. Það sem vakti hins vegar athygli var hversu stór hluti taldi sig upplifa þreytu. Sú niðurstaða var í samræmi við niðurstöður rýnihópaviðtala en þar töluðu ungu karlmennirnir um að þeir upplifðu þreytu en margir væru í námi, stunduðu vinnu og íþróttir líka, svo leiða má að því líkum að slíkt sé algengt meðal ungs fólks í samfélaginu. Kynjahlutverk og viðhorf Flestir þátttakendur í spurningakönnuninni töldu að viðhorf til ungs fólks væri hvorki jákvætt né neikvætt og mjög fáir töldu viðhorfið vera neikvætt. Þó voru fleiri sem töldu viðhorf til ungra karl- manna vera neikvæðara heldur en til ungra kvenna. Sú niðurstaða var ekki samhljóma niðurstöðum rýnihópaviðtala þar sem ungu karlmennirnir töldu að viðhorf til ungra kvenna væri neikvæðara heldur en til ungra karla. Í þessu sambandi nefndu þeir hina viðteknu karlmennsku sem birtist í mis- munandi viðhorfi til kynlífshegðunar karla og kvenna en það fólst í því að það þætti töff ef drengir væru með mörgum stúlkum en litið niður á st‎úlkur sem væru með mörgum drengjum. Töldu þátt- takendur að þessu viðhorfi væri viðhaldið af báðum kynjum. Ungu karlmennirnir í rýnihópaviðtölunum töldu þó að meira traust væri borið til st‎úlkna í sam- félaginu því viðhorf til stúlkna væri að þær væru þægar og ábyrgar. Máli sínu til stuðnings nefndu þeir að stúlkum gengi betur að fá húsnæði til árshátíðarhalda og sæju þær því um þá hluti og í fjár- öflunum gengi stúlkum betur í sölumennskunni, drengjunum væri frekar neitað. Þeim fyndist því að krafa samfélagsins gagnvart stúlkum væri að þær ættu að vera prúðar og þægar, en að þeim fyndist þetta vera á undanhaldi í kjölfar „metoo“ byltingarinnar. Samskipti kynjanna og ólíkur samskiptamáti þeirra var töluvert til umræðu í rýnihópunum en fram kom að vinahópar væru blandaðir af drengjum og stúlkum sem væri jákvætt. Þátttakendur gerðu að umtalsefni að stúlkurnar væru virkari í skipulögðu starfi, þær væru í fleiri ráðum og frekar í nemendafélagi FAS og því líklegri til að láta hlutina gerast. Þeir væru virkari í íþróttum heldur en stúlkur og þegar þær kæmust á unglingsaldurinn eða færu í framhaldsskólann, þá hættu þær íþrótta- iðkun og hefðu því meiri tíma í annað. Þátttakendur upplifðu einnig að samskiptamáti kynjanna væri flókinn því drengir væru frekar einfaldir en stúlkur flóknar. Þær notuðu samfélagsmiðlana til samskipta frekar en drengir og þá upplifðu þeir að oft væri meira drama í kringum stúlkurnar sem ættu það til að bregðast illa við ef drengirnir væru ekki sammála þeim. Fyrir vikið voru þeir hættir að segja skoðun sína til að forðast að fá skammir fyrir. Eitt sem þátttakendur rýnihópaviðtalanna nefndu sem mun á kynjunum var að ef drengjum líki ekki við hvor annan, þá segi þeir það bara hreint út og væru ekki að umgangast þá sem þeim líkaði ekki við. Hins vegar væru stúlkurnar meira að þykjast en töluðu svo illa um hvor aðra og látast vera vinkonur þegar þær væru fyrir framan viðkomandi. Þá sögðust þátttakendur alveg skilja að stúlkur tækju drengjum með fyrirvara í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur í samfélaginu í kjölfar „metoo“ byltingarinnar. Viðmælendur í einstaklingsviðtöl- unum gerðu að umtalsefni þennan mun í samskiptum og samskiptamáta kynjanna og voru sammála rýnihópaviðtölunum. Meirihluti þátttakenda í spurningakönnuninni taldi að vinnumarkaðurinn væri ekki kynjaskiptur,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.