Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 82
Staða og líðan ungra karlmanna í landsbyggðarsamfélagi
82 ..
en í rýnihópaviðtölunum var það upplifun og reynsla ungu karlmannanna að slíkt væri til staðar. Í
viðtölunum ræddu þátttakendur stöðu kynjanna á vinnumarkaði og ræddu sérstaklega um viðhorf
samfélagsins til karla- og kvennastarfa. Sögðu þeir að það þætti töff ef kona færi í karlastarf en karl-
menn ættu alls ekki að fara í kvennastörf. Að þeirra mati væri vinnumarkaðurinn kynjaskiptur og
upplifðu þeir að ákveðin störf væru ætluð konum og önnur körlum og innan vinnustaða væri þessi
skipting einnig til staðar. Máli sínu til stuðnings sögðu þátttakendur að drengir væru settir í líkam-
lega erfiðari störf og það væri fyrirfram ákveðið að stúlkur gætu ekki sinnt slíkum störfum. Þá væru
stúlkur álitnar betri í þjónustustörfunum og þættu meira aðlaðandi en drengirnir, því væru drengirnir
frekar settir í uppvaskið en stúlkurnar í móttökuna og salinn á hótelum og veitingastöðum. Enn
fremur kom fram að erfiðara væri fyrir stúlkur að fá vinnu í iðngreinum, drengirnir gengju fyrir þar.
Viðmælendur í einstaklingsviðtölunum tengdu þennan kynjamun við námsval og töldu drengina
sækja meira í iðn- og tækninám á meðan stúlkurnar stefndu í nám á háskólastigi.
Umræður
Þegar rýnt er í niðurstöður einstaklings- og rýnihópaviðtala og spurningakönnunarinnar kemur í
ljós að samfélagsleg gildi og orðræða um karlmennskuna hefur áhrif á frammistöðu og líðan ungs
fólks, sérstaklega unga karlmenn. Í samfélaginu má segja að karllæg gildi og dreifbýliskarlmennska
séu ríkjandi þar sem vald og líkamlegir yfirburðir eru í forgrunni. Eru þessar niðurstöður í samræmi
við bæði íslenskar og erlendar rannsóknir á dreifbýlissamfélögum (Ambjörnsson, 2021; Areschoug,
2019; Dahlström, 1996; Edvardsdóttir, 2013). Þessu til stuðnings vísuðu aðilar í viðtölunum til
ólíkrar orðræðu til kynjanna á kynlífssviðinu, sterka vinnumenningu og orðræðuna um hefðbundin
karla- og kvennastörf. Hins vegar kemur skýrt fram að þátttakendur í rýnihópaviðtölunum telja að
það sé frekar eldra fólk í samfélaginu sem viðheldur þessum gildum, það yngra sé miklu frjáls-
lyndara og sveigjanlegra og þátttakendur í rýnihópaviðtölunum samsömuðu sig ekki við þessi gildi
og gagnrýndu þau. Hins vegar sættu þeir sig við ríkjandi skipulag og taka þannig þátt í að viðhalda
ríkjandi gildismati. Sú samfélagslega klemma sem ungir karlmenn virðast vera í er vísbending um
að þeir séu opnir fyrir annars konar hugmyndum um karlmennsku en þá sem ríkjandi er og staðfestir
sú niðurstaða aðrar íslenskar og erlendar rannsóknir (Bye, 2009; Jóhannsdóttir og Gíslason, 2018;
Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2018)
Eins og áður sagði ræddu þátttakendurnir í rýnihópaviðtölunum um hina sterku vinnumenningu
sem virðist einkenna samfélagið sem þeir upplifa að beinist sérstaklega að ungum karlmönnum. Það
þykir eðlilegt og mikilvægt að þeir vinni með námi, vinni mikið og í vel launuðu starfi. Þessu væru
þeir ekki sammála, því mikið álag fylgdi því að vera í skóla, stunda íþróttir og vinnu, en þrýstingur
frá samfélaginu gerði það að verkum að til að standa undir væntingum væru flestir að vinna. Þessi
áhersla samfélagsins um mikilvægi þess að vinna má tengja við niðurstöður rannsókna um hugmyndir
um að dreifbýliskarlmaðurinn sé hörkutól og í góðu líkamlegu formi sem víli ekkert fyrir sér (Bye,
2009). Þessi niðurstaða var ekki í samræmi við niðurstöðu úr spurningakönnuninni sem var á þá leið
að lítið álag fylgdi því að vera í skóla, íþróttum og/eða vinnu. Hafa ber í huga að meirihluti svarenda í
könnuninni voru ungar konur og getur það bent til þess að munur sé á kynjunum þegar álag er metið.
Upplifun ungra karlmanna er sú að ekki sé til staðar skilningur í samfélaginu á því mikla álagi
sem er á ungu fólki, því ætlast er til að það standi sig vel á öllum þessum sviðum og nái árangri.
Ljóst er því að ungu karlmennirnir virðast ekki tengja við hinar stífu hugmyndir um dreifbýliskarl-
mennsku (Bye, 2009). Í því ljósi er ekki undarlegt að þátttakendur í rýnihópaviðtölunum lýstu því
yfir að þeir væru oft þreyttir og við slíkar aðstæður væri skólaganga og nám látið sitja á hakanum en
rannsóknir sýna að helsta ástæða þess að nemendur, sérstaklega drengir, hætti í námi sé slök mæting
(Gísli Gylfason og Gylfi Zoega, 2021; Sigrún Jónatansdóttir o.fl,. 2021). Hér töldu aðilar að við
heimilin væri að sakast því viðhorf og hvatning heimila til náms sé lykillinn að árangri í námi. Þátt-
takendur í rýnihópunum töldu að drengir væru hvattir til þess að fara að vinna á meðan viðmælendur
í einstaklingsviðtölunum töldu drengi ekki sjá tilgang með náminu og tengdu það beint við heimilin.