Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 83

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 83
Anna Guðrún Edvardsdóttir, Óskar Kristjánsson og Hugrún Harpa Reynisdóttir 83 .. Miðað við hversu mikla áherslu viðmælendur í einstaklingsviðtölunum lögðu á tilgangsleysi náms hjá drengjum kom það á óvart að þátttakendur í rýnihópaviðtölunum töldu svo ekki vera. Því má segja að slök mæting, brottfall og skipulagsleysi í námi megi frekar rekja til tímaskorts og þreytu vegna of mikils álags heldur en að þeir sjái ekki tilgang með náminu en flestir höfðu nokkuð skýra sýn á hvað þeir vildu taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Sú niðurstaða kom á óvart þar sem rann- sóknir hafa sýnt fram á að ástæður fyrir brottfalli drengja væru vegna skipulagsleysis og áhugaleysis á námi almennt (Gísli Gylfason og Gylfi Zoega, 2021; Stefán Árni Pálsson, 2020). Niðurstöður spurningakönnunarinnar styðja niðurstöður rýnihópaviðtalanna. Andleg líðan og tilfinningar virðast ekki vera umræðuefni hjá drengjunum í rýnihópunum og töldu þeir að ýmsar staðalímyndir um hvernig drengir eigi að hegða sér hafi áhrif og voru viðmælendur einstaklingsviðtalanna sammála því. Í þessu viðhorfi birtist orðræðan um dreifbýliskarlmennsku sem virðist vera allsráðandi í samfélaginu; þ.e. drengir mega ekki sýna tilfinningar og alls ekki ræða þær. Það sé álitið veikleikamerki að leita sér aðstoðar vegna andlegrar líðan og eins og kom fram í rýnihópa- viðtölunum eiga drengir bara „að vinna það af sér“ eins og einn þátttakandinn komst að orði. Þessi orðræða styður við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á dreifbýliskarlmennsku (Ambjörnsson, 2021; Areschoug, 2019; Bye, 2009) um þær viðteknu hugmyndir um hvernig dreif- býliskarlmaðurinn á að vera. Viðmælendur í einstaklingsviðtölunum töldu stúlkur leita sér fyrr að- stoðar, drengirnir gerðu það ekki fyrr en allt væri komið í óefni. Þá voru aðilar ósammála um að- gengi að aðstoð eða upplýsingum um úrræði vegna andlegrar líðan en þátttakendur í rýnihópunum voru sammála um að erfitt væri að leita eftir aðstoð og að upplýsingar um slíkt væru ekki sýnilegar en viðmælendur einstaklingsviðtala töldu svo vera. Niðurstöður úr spurningakönnuninni styðja hins vegar við upplifun þátttakendanna í rýnihópaviðtölunum um erfitt aðgengi að upplýsingum. Þátttakendur í rýnihópaviðtölunum töldu að samfélagslegar kröfur um að drengir eiga að standa sig vel alls staðar hafi neikvæð áhrif á andlega líðan og erfitt sé að viðurkenna að geta ekki uppfyllt þær kröfur. Það virðist því vera að ungir karlmenn séu að reyna að standa undir ríkjandi orðræðu um hinn sterka karlmann sem þarf enga aðstoð en slík orðræða tengist hugmyndum um dreifbýliskarl- mennsku (Ambjörnsson, 2021; Areschoug, 2019; Bye, 2009). Þessi atriði þarf að hafa í huga þegar skipuleggja þarf upplýsingagjöf og aðgengi að sálfræðilegri þjónustu þannig að ungir karlmenn upplifi það ekki sem veikleikamerki að leita sér aðstoðar og átti sig á því að því fyrr sem leitað er eftir aðstoð, því betra. Aðilar voru sammála um að umfjöllun, framkoma og viðhorf til ungs fólks ætti að vera á jafn- réttisgrundvelli. Þá voru aðilar sammála um að vinnumarkaðurinn væri kynjaskiptur, ólík viðhorf til kvenna- og karlastarfa væri til staðar og einnig væri kynjamunur í vali á námi þar sem stúlkur velja háskólanám og drengir iðn- og tækninám eða vinnumarkaðinn. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður rannsókna um náms- og starfsval kynjanna og endurspeglar þá viðteknu dreifbýliskarl- mennsku sem einkennir samfélagið (Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, 2004; Hermína Huld Hilmarsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2021; Bye, 2009). Birtingamynd þess er sú virðing sem borin er fyrir kvenna- og karlastörfum sem endurspeglast í því að þó að konur fari í karlastörf og karlar í kvennastörf, sé viðhorfið til slíks ekki það sama. Það þykir flott að konur fari í karlastörf en litið er svo á að karlar eigi ekki að fara í kvennastörf. Þessi skilaboð samfélagsins ýta undir það að ungir karlar leitist við að mennta sig innan hefðbundinna karlastarfa (Bye, 2009). Að lokum voru báðir aðilar sammála um að ungt fólk sæi fyrir sér Sveitarfélagið Hornafjörð sem framtíðarbúsetukost sæi það fram á að geta fengið starf við hæfi eftir nám. Það bendir til að ungt fólk sé að hugsa um framtíð sína og mátar sig við ýmsar sviðsmyndir eftir því hvaða leið það velur. Samhljóm þegar kemur að kynjasjónarmiðum er að finna í niðurstöðum spurningakönnunarinnar. Þó svo að rannsóknin hafi einungis verið framkvæmd í einu sveitarfélagi á Íslandi og að lágt svar- hlutfall í spurningakönnuninni hafi valdið vonbrigðum gefur hún samt ákveðnar vísbendingar um stöðu og líðan ungra karlmanna í landsbyggðasamfélagi. Að auki vekur hún upp ýmsar spurningar um málefni, ekki bara ungra karlmanna, heldur einnig ungs fólks í dreifðum byggðum landsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.