Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 84

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 84
Staða og líðan ungra karlmanna í landsbyggðarsamfélagi 84 .. Lokaorð Í upphafi rannsóknarinnar var sett fram rannsóknarspurningin: Á hvaða hátt hafa samfélagsleg gildi og orðræða áhrif á frammistöðu og líðan ungra karlmanna í því samfélagi sem þeir búa og hvernig birtist það í námsgengi þeirra, líðan og framtíðaráformum? Spurningar í könnuninni voru mótaðar til að svara þessari rannsóknarspurningu en einnig voru niðurstöður einstaklings- og rýnihópaviðtala nýttar við spurningagerðina. Með því vildu rannsakendur skoða hvort munur væri á svörum þeirra sem tóku þátt í viðtölunum og þeirra sem svöruðu spurningakönnuninni. Þá beindist spurninga- könnunin einnig að ungum konum í sveitarfélaginu og var það meðal annars gert til að kanna hvort mismun væri að finna í svörum eftir kyni. Mikinn samhljóm er að finna í svörum úr einstaklings- og rýnihópaviðtölunum og spurningakönnuninni. Sá munur sem kom fram á milli kynja birtist helst í orðræðunni um andlega líðan. Svarið við rannsóknaspurningunni er að hin samfélagslegu karllægu gildi og orðræða hafa áhrif á frammistöðu og líðan ungs fólks, sérstaklega unga karlmenn. Þær hugmyndir um karlmennsku sem virðast vera ríkjandi í þessu sveitarfélagi falla undir hugmyndir um dreifbýliskarlmennsku þar sem sjálfsmynd karla er tengd hefðbundnum karlastörfum, hefðbundnum viðhorfum til kynjanna og leggur áherslu á hinn sterka karlmann sem ber ekki líðan og tilfinningar sínar á torg. Þessi niðurstaða er í samræmi við það sem Massey (1994) sagði um tengsl staðar og sjálfsmyndar, það er að staður er kynjaður og þar mótast kyngervi og hugmyndir um karlmennsku og kvenleika. Þetta kemur fram í viðhorfi, skoðunum og líðan ungra karlmanna og er í samræmi við þær fjölmörgu rannsóknir sem vitnað var til í greininni. Þátttakendur sjá bæði kosti og galla við samfélag sitt og eru gagnrýnir á það. Niðurstöður rann- sóknarinnar gefa til kynna að ungir karlmenn viðhaldi ríkjandi karllægu gildismati samfélagsins og hugmyndum um dreifbýliskarlmennsku með því að reyna að standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til þeirra, þó svo að þeir séu ekki sammála þeim. Það bendir til að samfélagið sé að breyt- ast og að ný kynslóð ungra karlmanna sé opnari fyrir öðrum tegundum af karlmennsku; svo sem um- hyggjukarlmennsku. Þeir þurfa hins vegar að fá rými til þess að raungera þessar karlmennskuhug- myndir og mikilvægt er að samfélagið skapi rými fyrir ungt fólk til þess að vinna að sínum málum og að raddir þeirra fái að heyrast í samfélaginu. Það væri hægt að gera með því að samfélagið í heild sýni málefnum ungs fólks meiri áhuga og tengi sig meira við ungt fólk og þeirra málefni. Að því sögðu er ljóst að samfélagsleg gildi og orðræða hafa áhrif á frammistöðu og líðan ungs fólks í því samfélagi sem þau búa en ungir karlmenn virðast frekar finna fyrir því en ungar konur. Birtist þetta í orðræðunni um þá vinnumenningu sem virðist vera ríkjandi í samfélaginu; þ.e. ungt fólk vinnur með námi og stundar íþróttir eða félagsstarf og krafan er um að standa sig vel í því sem þau taka sér fyrir hendur. Birtingarmynd þessarar kröfu er að unga fólkið er þreytt sem bendir til þess að það hafi of mikið á sinni könnu og upplifi álag sem virðist koma fyrst og fremst fram í námi. Ungir karlmenn virðast upplifa að þessi krafa sé meiri gagnvart þeim en ungum konum og er það í samræmi við það karllæga gildismat sem er ríkjandi í samfélaginu og tengist hugmyndum um dreif- býliskarlmennsku. Þegar kemur að orðræðunni um andlega líðan eru niðurstöður rýnihópaviðtala þar sem einungis var rætt við unga karlmenn og spurningakönnunarinnar ekki samhljóma. Ungum karlmönnum líður oft illa en í samræmi við samfélagslega orðræðu um dreifbýliskarlmennsku ræða þeir þessi mál ekki, telja að almennt geri karlmenn það ekki og vita ekki hvert þeir geta leitað. Þess vegna þurfa upp- lýsingar og aðgengi að sálfræðiþjónustu að vera skýrar og taka þarf tillit til að vegna samfélagslegrar orðræðu standi unga fólkinu til boða að leita annað eftir aðstoð. Unga fólkið er hrætt við slúðrið sem þau telja að sé eitt aðaleinkenni samfélagsins en rannsóknir hafa sýnt að það sé eitt einkenni lítilla samfélaga (Anna Guðrún Edvardsdóttir, 2021; Jóhannesdóttir o.fl., 2021; Jóhannesdóttir og Skapta- dóttir, 2023). Óttinn við að lenda á milli tannanna á fólkinu í samfélaginu og að standa ekki undir þeirri karlmennsku sem ríkjandi er veldur því að ungir karlmenn leita sér síður aðstoðar. Ljóst er þó að ungt fólk upplifir samfélag sitt sem opið og jákvætt og sér sveitarfélagið sem fram-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.