Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 89

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 89
Þóroddur Bjarnason, Jón Þorvaldur Heiðarsson og Guðný Rós Jónsdóttir 89 .. Á síðari árum hefur þetta fyrirkomulag þó víða riðlast með tilkomu lággjaldaflugfélaga og ferða- þjónustuflugfélaga sem séð hafa viðskiptatækifæri í ódýru flugi heimafólks og borgarbúa um litla flugvelli með stórum farþegaþotum (Alderighi o.fl., 2012; Dobruszkes, 2013; Pantazis og Leifner, 2006). Tilkoma flugrekstraraðila sem leigja farþegaþotur með eða án áhafnar, viðhalds og trygg- inga hefur jafnframt skapað ný tækifæri fyrir lítil svæðisbundin flugfélög með auknum aðskilnaði á eignarhaldi flugvéla, rekstri þeirra og skipulagi áætlunarflugs (Chabiera, 2021). Þannig hafa skapast ný tækifæri fyrir frumkvöðla í heimabyggð til að bjóða upp á áætlunarflug á forsendum heimafólks án þess að fjárfesta í flugvélum, sinna viðhaldi þeirra, þjálfa áhafnir eða uppfylla strangar kröfur sem gerðar eru til flugrekstraraðila. Á Íslandi hafa langar akstursfjarlægðir til Keflavíkurflugvallar, skortur á samkeppni í innanlands- flugi til Reykjavíkurflugvallar og slakar tengingar milli flugvallanna tveggja leitt af sér verulegan ójöfnuð í tækifærum landsmanna til utanlandsferða og möguleikum ferðaþjónustunnar sem heilsár- satvinnugreinar eftir landsvæðum. Fjörutíu ára saga millilandaflugs um Akureyrarflugvöll endur- speglar í senn langtímabreytingar og síbreytilegar aðstæður á alþjóðlegum flugmarkaði. Jafnframt varpar hún ljósi á tækifæri og hindranir nærsamfélaga í hnattvæddum heimi þar sem ófullnægjandi flugsamgöngur jafngilda efnahagslegri, pólitískri og menningarlegri jaðarsetningu. Í þessari rannsókn verður fjallað um sögu millilandaflugs um Akureyrarflugvöll og áhrif þess á ójöfnuð í utanlandsferðum. Í fyrsta lagi verður fjallað um þróun farþegaflugs á Íslandi í ljósi laga og reglna, skipulags flugvalla og rekstrar flugfélaga á Vesturlöndum. Í öðru lagi verður saga milli- landaflugs frá Akureyrarflugvelli rakin frá upphafi og fjöldi farþega áætlaður 1993–2022. Í þriðja lagi verður lagt mat á áhrif millilandaflugsins frá Akureyri á hlutfallslegan ójöfnuð í utanlands- ferðum milli landshluta. Í fjórða lagi verður upptökusvæði millilandaflugs frá Akureyri, uppruni og áfangastaðir flugfarþega og sætanýting metin á grundvelli reynslunnar af millilandaflugi Niceair frá Akureyri 2022–2023. Að lokum verður lagt heildarmat á samfélagsleg áhrif og framtíðarhorfur millilandaflugs um Akureyrarflugvöll í ljósi alþjóðlegra rannsókna á þessu sviði. Uppbygging og þróun farþegaflugs Hefðbundin flugfélög Hefðbundin flugfélög (e. traditional airlines) eða heildarþjónustuflugfélög (e. full service carriers) tóku á sig mynd á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar (Reynolds-Feighan, 1998). Þótt flugfélög í Bandaríkjunum væru einkarekin, úthlutuðu stjórnvöld flugleyfum til einstakra áfangastaða og ákvörðuðu verð á flugmiðum með tilliti til áætlaðs kostnaðar og hæfilegs hagnaðar flugfélaganna (Wilson og Klovers, 2020). Samkeppni milli bandarískra flugfélaga var því takmörkuð og snerist fyrst og fremst um að veita sem besta þjónustu fyrir fast verð á tiltekinni flugleið. Í Evrópu voru stærstu flugfélögin hins vegar flest í ríkiseigu líkt og aðrir helstu samgönguinnviðir landanna (Ra- mos-Pérez og Sánchez-Hernández, 2013; Reynolds-Feighan, 1998). Stærð flugfélaganna réðist að verulegu leyti af stærð og styrk viðkomandi landa og hagsmunir ríkjanna réðu miklu um skipulag og verðlagningu þjónustunnar. Leiðakerfi ríkisflugfélaganna byggði í flestum tilvikum á geislum innanlandsflugs frá höfuðborginni til borga og bæja og millilandaflugi til annarra landa samkvæmt tvíhliða samningum viðkomandi ríkja um tíðni ferða og verðlagningu flugmiða. Á Íslandi bar þróun farþegaflugsins talsverðan keim af bæði bandarísku og evrópsku fyrirkomu- lagi. Icelandair er helsta flugfélag landsins og hefur starfað óslitið frá því á fjórða áratug síðustu aldar. Það er þannig að stofni til sama félagið og Flugfélag Akureyrar sem stofnað var 1937, varð Flugfélag Íslands 1940, sameinaðist Loftleiðum 1973 undir nafninu Flugleiðir innanlands en Icel- andair á erlendum vettvangi, yfirtók Flugfélag Norðurlands og endurstofnaði Flugfélag Íslands sem félag um innanlandsflug 1997, breytti nafni þess í Air Iceland Connect 2017 og yfirtók það að nýju árið 2021. Icelandair hefur frá upphafi verið einkafyrirtæki sem þó hefur jafnan getað reitt sig á stuðning íslenska ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.