Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 91

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 91
Þóroddur Bjarnason, Jón Þorvaldur Heiðarsson og Guðný Rós Jónsdóttir 91 .. vert lengri. Ódýrt tengiflug Loftleiða yfir Atlantshafið á sjöunda áratugnum hafði þannig ákveðin einkenni lággjaldaflugs og á svipuðum tíma komu fram ferðaþjónustuflugfélög í Evrópu sem seldu beint flug til vinsælla ferðamannastaða sem hluta af ferðapökkum með gistingu og stundum uppi- haldi (Papatheodorou og Lei, 2006). Þessi flugfélög lágmörkuðu kostnað með þéttri sætaskipan og mikilli sætanýtingu, óreglulegum flugtímum og flugi um minni og ódýrari flugvelli, auk þess sem auglýsinga- og bókunarkostnaður við flugið sem slíkt var í lágmarki. Fyrsta eiginlega lággjaldaflugfélagið Southwest hóf starfsemi í Bandaríkjunum árið 1971, sjö árum áður en höft á flugstarfsemi voru afnumin þar í landi (de Neufville, 2008). Southwest var aðeins með eina flugvélagerð í rekstri og einfaldaði þannig bæði þjálfun og bókanir flugáhafna og umsýslu og viðhald flugvélaflotans, jafnframt því sem flugfélagið leyfði farþegum sjálfum að velja sér sæti á einu farrými og bauð aðeins upp á takmarkaða þjónustu um borð gegn greiðslu. Með af- námi hafta vestan hafs og austan fjölgaði slíkum lággjaldaflugfélögum þó til mikilla muna og má þar auk Southwest til dæmis nefna JetBlue, Spirit og Frontier í Norður-Ameríku og Ryanair, Easyjet og Wizz í Evrópu. Lággjaldaflugfélögin hafa haft mikil áhrif á skipulag, verðlagningu og þjónustu annarra flug- félaga á Vesturlöndum (Alderighi o.fl., 2012; Dobruszkes, 2013; Pantazis og Leifner, 2006). Sam- stæður evrópskra flugfélaga hafa meðal annars brugðist við þeirri samkeppni með því að stofna sín eigin lággjaldaflugfélög en einnig hafa ýmis ferðaþjónustufyrirtæki stofnað sín eigin lággjaldaflug- félög og selja farmiða ýmist sem hluta af ferðapökkum eða sem stök sæti í áætlunarflugi. Flug ferða- þjónustuflugfélaga eru þó oft óregluleg og árstíðabundin eftir markaðsaðstæðum á hverjum stað og hverjum tíma. Vegna mikillar samkeppni við önnur hefðbundin flugfélög og margvísleg óhefð- bundin flugfélög hefur þjónusta hefðbundinna flugfélaga breyst verulega og merking hugtaksins „heildarþjónustuflugfélag“ orðið óljósara. Á almennu farrými hafa þægindi minnkað og verð lækkað til að bregðast við samkeppni lággjaldaflugfélaga (Alderighi o.fl., 2012) en um leið hafa mörg hefð- bundin flugfélög lagt aukna áherslu á hágæðaþjónustu á viðskiptafarrými í samkeppni við önnur slík flugfélög og einkaþotur. Aðskilnaður eignarhalds, rekstrar og farþegaflugs Á síðari árum hefur skipulag og rekstur flugfélaga einnig orðið flóknara með auknum aðskilnaði á eignarhaldi flugvéla, rekstri þeirra og notkun í farþegaflugi. Þannig hafa orðið til allmörg stórfyrir- tæki sem leigja farþegaþotur til annarra aðila, ýmist með svonefndri „þurrleigu“ (e. dry lease) til lengri tíma án áhafnar, viðhalds eða trygginga eða „votleigu“ (e. wet lease) til skemmri tíma með öllu inniföldu. Áætlunarflug sumra flugfélaga er að hluta eða jafnvel öllu leyti byggt á flugvélum í þurrleigu eða votleigu og fyrirtæki sem ekki eru með flugrekstrarleyfi geta leigt flugvélar og mark- aðssett flugferðir í eigin nafni. Mörg nýstofnuð flugfélög og lítil svæðisbundin flugfélög hafa notfært sér þann sveigjanleika sem felst í þurrleigu eða votleigu flugvéla, enda er umtalsverð óhagkvæmni fólgin í umsýslu, viðhaldi og mönnun fáeinna eða jafnvel aðeins einnar flugvélar í áætlunarflugi (Chabiera, 2021). Þessi aðskilnaður eignarhalds, reksturs og notkunar hefur skapað ákveðna óvissu um merkingu hugtaksins „flugfélag“ og hvernig skilgreina eigi fyrirtæki sem ekki hafa flugrekstrarleyfi en selja flugmiða undir eigin nafni með flugvélum sem engu að síður eru merktar og málaðar í litum félags- ins og þjónað af áhöfn í búningum þess. Í almennri umræðu hér á landi hafa slík fyrirtæki stundum verið kölluð „ferðaskipuleggjendur“ (Eiður Guðnason, 2011), „ferðasalar“ (Samkeppniseftirlitið, 2011), „ferðaskrifstofur“ (Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, 2023) „gerviflugfélög“ eða „miða- söluaðilar“ (Hafsteinn Pálsson 2012). Hins vegar er hugtakið „flugfélag“ ekki skilgreint í íslenskum lögum um loftferðir (2022/80) þótt strangar kröfur séu gerðar til flugrekenda. Samfélagsleg áhrif farþegaflugs eru að flestu leyti þau sömu, óháð því hvort flugvélarnar eru í eigu og umsýslu þriðja aðila og því verður hugtakið „flugfélag“ hér notað í víðari merkingu, óháð því hvort fyrirtækið teljist flugrekstraraðili í skilningi laga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.