Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 95
Þóroddur Bjarnason, Jón Þorvaldur Heiðarsson og Guðný Rós Jónsdóttir
95 ..
Vorið 2023 lögðu rannsakendur loks stutta spurningalistar fyrir farþega í flugi Niceair frá Akur-
eyri til Kaupmannahafnar og Tenerife. Meðal annars var spurt um þjóðerni, búsetu, endanlegan
áfangastað og hvort um tengiflug væri að ræða. Áhöfnin dreifði spurningalistunum til farþega og
safnaði útfylltum spurningalistum í lok flugs. Upphaflega var stefnt að því að leggja spurningalistana
fyrir með reglulegu millibili til ársloka 2023 en fyrirlögninni lauk þegar Nicear hætti starfsemi. Fyrir
tilviljun söfnuðust nákvæmlega 600 útfylltir spurningalistar á tímabilinu 21. febrúar – 2. apríl 2023.
Niðurstöður
Millilandaflug um Akureyrarflugvöll
Millilandaflug í leiguflugi frá Akureyrarflugvelli hófst á vegum Ferðaskrifstofu Akureyrar haustið
1982 með “beinu flugi” með Flugleiðum til Amsterdam, Kaupmannahafnar og Mallorka og stuttri
millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Ýmsar ferðaskrifstofur buðu sambærilegar ferðir frá Akureyri
næstu árin, og sumarið 1986 bauð Arnarflug þýskum ferðamönnum jafnframt upp á flug frá Ham-
borg til Akureyrar um Keflavíkurflugvöll.
Á níunda áratugnum var reglulega rætt um nauðsyn þess að koma á reglubundnu millilandaflugi
um Akureyrarflugvöll. Flugleiðir flugu raunar nokkrar áætlunarferðir til Kaupmannahafnar sumarið
1983 en ekki varð framhald á þeirri starfsemi. Hins vegar fékk Flugfélag Norðurlands sérleyfi á flugi
milli Akureyrar og Keflavíkur 1989 og starfrækti slíkt tengiflug við millilandaflugið næstu árin.
Loks tókst að koma á reglubundnu farþegaflugi milli Akureyrar og Zürich sumarið 1990 á veg-
um svissnesku ferðaskrifstofunnar Saga Reisen og belgíska flugfélagsins Trans European Airways
(TEA). Fyrsta flugið lenti á Akureyrarflugvelli 8. júlí 1990 og við hátíðlega athöfn að viðstöddum
samgönguráðherra gaf forseti bæjarstjórnar flugvél TEA nafnið City of Akureyri. Þetta vikulega
áætlunarflug var starfrækt næstu sex árin, en Flugleiðir tóku við flugrekstrinum eftir að TEA varð
gjaldþrota síðla árs 1991. Vélar Flugleiða millilentu þó í vaxandi mæli í Keflavík og innanlands-
flugið var stundum notað til að koma farþegum til Akureyrar. Sumarið 1996 var flugið frá Zürich
að mestu um Keflavíkurflugvöll og erlendum ferðamönnum hafði fækkað verulega, og í kjölfarið
lagðist þetta flug alfarið af.
Mynd 1 sýnir fjölda farþega í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll samkvæmt Flugtölum Isavia
(2023b), en þær ná aðeins frá árinu 1993 og greina ekki milli farþega í áætlunarflugi öðru tilfallandi
flugi. Á myndinni eru millilandaflug helstu aðila auðkennt en annað tilfallandi millilandaflug átti sér
stað allt tímabilið.
Eins og sjá má fóru 6–7 þúsund millilandafarþegar um Akureyrarflugvöll ár hvert meðan á flug
Saga Reisen stóð. Eftir að því skeiði lauk var aðeins um leiguflug að ræða en boðið var upp á versl-
unarferðir í beinu flugi frá Akureyri á hverju hausti á árunum 1988–1996. Sú flugstarfsemi náði
hámarki haustið 1995 þegar farnar voru samtals tíu ferðir frá Akureyri til Cork og Dublin á Írlandi,
Newcastle á Norður-Englandi og Edinborgar og Glasgow í Skotlandi. Það ár fóru 7.200 farþegar um
Akureyrarflugvöll og var það met ekki jafnað næstu tíu árin. Haustið 1999 bauð Íslandsflug jafn-
framt upp á vikulegar menningar- og verslunarferðir til Dublin frá Akureyrarflugvelli.
Athygli vekur að ákveðin ládeyða var í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll um síðustu alda-
mót, um það leyti sem samkeppni í innanlandsflugi lagðist einnig af. Það kann að skýrast að hluta
til af nokkuð erfiðum tímum í sögu Akureyrar þar sem atvinnustarfsemi Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga (SÍS) og Kaupfélags Eyfirðinga (KEA) hafði lagst af og fólksfjölgun hafði verið lítil í
nokkur ár í röð.
Í apríl 2003 hóf Air Greenland reglubundið áætlunarflug tvisvar í viku milli Akureyrar og Kaup-
mannahafnar. Stefnt var að flugi allt árið en Air Greenland sneri sér þó að öðrum verkefnum í
desember sama ár. Þremur árum síðar hóf Iceland Express beint flug milli Akureyrar og Kaup-
mannahafnar á sumrin og stóð það flug næstu sjö árin eða allt þar til Iceland Express varð gjaldþrota
í árslok 2012. Efnahagshrunið haustið 2008 hafði umtalsverð áhrif á fjölda farþega sumarið eftir og
síðustu tvö árin sem Iceland Express starfaði voru fyrirætlanir um áframhaldandi flug frá Akureyri