Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 96

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 96
„Beint flug er næs“: Svæðisbundin áhrif millilandaflugs frá Akureyri 96 .. ýmist kynntar eða slegið á frest. Þótt flugfélagið Wow tæki við þrotabúi Iceland Express varð ekki framhald á þessu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Millilandaflug um Akureyrarflugvöll náði níu þúsund farþegum árið sem Air Greenland flaug til Kaupmannahafnar og allt að 15 þúsund far- þegum á hápunkti Iceland Express. Á árunum 2017–2019 skipulagði ferðaskrifstofan Superbreak vetrarferðir til Akureyrar tvisvar í viku frá ýmsum borgum í Bretlandi. Superbreak varð gjaldþrota 2019 en sama ár hóf ferðaskrif- stofan Voight Travel reglubundið millilandaflug á sumrin milli Akureyrar og Rotterdam í samstarfi við Transavia. Umferð um Akureyrarflugvöll jókst að nýju með tilkomu Superbreak og Voigt Travel og árið 2019 var hún ívið meiri en áratug fyrr þegar Iceland Express flaug reglubundið milli Akur- eyrar og Kaupmannahafnar. Millilandaflug um Akureyrarflugvöll lá að mestu niðri í Covid faraldrinum 2020–2021 en jókst að nýju að honum loknum. Sumarið 2022 hóf norðlenska flugfélagið Niceair beint flug til Kaup- mannahafnar og Tenerife allan ársins hring og flug Transavia á vegum Voigt Travel hófst að nýju. Umferð um Akureyrarflugvöll náði því nýjum hæðum árið 2022 þegar 32 þúsund farþegar fóru um Akureyrarflugvöll, eða ríflega tvöfalt fleiri en nokkurt annað ár í sögu flugvallarins. Í ársbyrjun 2023 stefndi því í mjög mikið framboð af reglubundnu millilandaflugi um Akureyrar- flugvöll. Niceair stefndi að auknu flugframboði með beinu flugi til Alicante, Düsseldorf, Kaup- mannahafnar og London, Transavia hugðist áfram að fljúga fyrir Voigt Travel frá Rotterdam, þýska flugfélagið Condor stefndi að flugi frá Frankfurt og svissneska flugfélagið Edelweiss ætlaði að fljúga frá Zürich. Vorið 2023 varð Niceair hins vegar gjaldþrota og Condor frestaði áætlunum sínum um flug til Akureyrar og Egilsstaða, og því varð aðeins úr flugi Edelweiss um Zürich og Transavia um Rotterdam sumarið 2023. Sumarið 2023 tilkynnti Easyjet hins vegar um fyrirhugað beint flug milli Akureyrar og London veturinn 2023–2024 og á sama tímabili boðaði Icelandair enn á ný tengiflug frá Akureyri í tengslum við millilandaflug félagsins um Keflavíkurflugvöll. Þær vendingar eru þó utan tímaramma þessarar rannsóknar. Mynd 1. Fjöldi komu- og brottfarafarþega í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll 1993 – 2022
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.