Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 97
Þóroddur Bjarnason, Jón Þorvaldur Heiðarsson og Guðný Rós Jónsdóttir
97 ..
Áhrif millilandaflugs um Akureyrarflugvöll árið 2023
Tafla 1 sýnir yfirlit um utanlandsferðir fólks í einstökum landshlutum síðustu tólf mánuðina áður
en könnunin var gerð í júní og júlí 2023. Þar kemur fram að fjórir af hverjum fimm svarendum fóru
a.m.k. einu sinni til útlanda á síðustu tólf mánuðum og meðaltal utanlandsferða var rétt um tvær
ferðir á hvern svarenda.
Þó kemur fram talsverður landshlutamunur í þessu sambandi. Þannig höfðu aðeins 17% íbúa höf-
uðborgarsvæðisins og 22% Akureyringa ekkert farið til útlanda á síðustu 12 mánuðum en 27–32%
íbúa á öðrum svæðum. Ákveðin tilhneiging er til þess að þetta hlutfall hækki með aukinni fjarlægð
frá Keflavík en þó munar aðeins fimm prósentustigum á Suðvestursvæðinu sem er í seilingarfjar-
lægð frá Keflavíkurflugvelli og Austurlandi sem er fjærst honum.
Tafla 1. Utanlandsferðir íbúa á Íslandi síðustu 12 mánuði (2022–2023) samkvæmt
könnun á vegum Félagsvísindastofnunar
Engar utan-
landsferðir
Flug frá
Keflavík
Flug frá
Akureyri
Ferja frá
Seyðisfirði
Utanlands-
ferðir alls
Norður- og Austurland:
Norðurland vestra 31% 1,1 0,1 0,1 1,4
Akureyri 22% 1,1 0,7 0,1 1,9
Norðurland eystra annað 28% 1,1 0,3 0,2 1,6
Austurland 32% 1,0 0,1 0,5 1,6
Önnur búseta:
Höfuðborgarsvæðið 17% 2,3 0,0 0,1 2,4
Suðvestursvæðið 27% 1,7 0,1 0,1 1,9
Önnur landsvæði 28% 1,5 0,0 0,3 1,9
Samtals 21% 2,0 0,1 0,1 2,2
Marktæknipróf Χ2: 91,0(6) F: 46,9(6) F: 82,6(6) F: 2,8(6) F: 18,3 (6)
p. < 0,001 0,001 0,01 0,001
Hins vegar er skýr munur á meðalfjölda utanlandsferða um Keflavíkurflugvöll eftir fjarlægðum.
Hæst er meðaltalið 2,3 ferðir á höfuðborgarsvæðinu, þá 1,7 ferðir á Suðvestursvæðinu og 1,5 ferð
annars staðar á Suðurlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Á Norður- og Austurlandi fóru íbúar hins
vegar aðeins 1,0–1,1 ferð til útlanda um Keflavíkurflugvöll og er óverulegur munur milli einstakra
svæða. Akureyringar nálgast þannig landsmeðaltalið með 1,9 utanlandsferðir á ári líkt og íbúar á
Suðvestursvæðinu, samanborið við 2,4 ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Tafla 2 sýnir mat íbúa á Norður- og Austurlandi á því hvort beint millilandaflug frá Akureyri
hafi aukið lífsgæði þeirra. Svo sem vænta mátti voru þau sem höfðu nýtt sér slíkt flug líklegri til að
telja það hafa aukið lífsgæði sín. Engu að síður var rúmur helmingur þeirra sem ekki hafði nýtt sér
slíkt flug frekar eða mjög sammála því að flugið hefði aukið lífsgæði þeirra. Hæst var það hlutfall
60% meðal Akureyringa sem ekki höfðu flogið frá Akureyri en lægst 38% meðal íbúa á Norðurlandi
vestra.
Meðal þeirra sem flogið höfðu frá Akureyri á síðustu tólf mánuðum voru hins vegar 83% frekar
eða mjög sammála því að slíkt flug hefði aukið lífsgæði þeirra. Óverulegur munur var á slíku mati
flugfarþega um Akureyrarflugvöll eftir svæðum en hins vegar voru mun færri ósammála þessu á
Akureyri en á öðrum svæðum.