Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 97

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 97
Þóroddur Bjarnason, Jón Þorvaldur Heiðarsson og Guðný Rós Jónsdóttir 97 .. Áhrif millilandaflugs um Akureyrarflugvöll árið 2023 Tafla 1 sýnir yfirlit um utanlandsferðir fólks í einstökum landshlutum síðustu tólf mánuðina áður en könnunin var gerð í júní og júlí 2023. Þar kemur fram að fjórir af hverjum fimm svarendum fóru a.m.k. einu sinni til útlanda á síðustu tólf mánuðum og meðaltal utanlandsferða var rétt um tvær ferðir á hvern svarenda. Þó kemur fram talsverður landshlutamunur í þessu sambandi. Þannig höfðu aðeins 17% íbúa höf- uðborgarsvæðisins og 22% Akureyringa ekkert farið til útlanda á síðustu 12 mánuðum en 27–32% íbúa á öðrum svæðum. Ákveðin tilhneiging er til þess að þetta hlutfall hækki með aukinni fjarlægð frá Keflavík en þó munar aðeins fimm prósentustigum á Suðvestursvæðinu sem er í seilingarfjar- lægð frá Keflavíkurflugvelli og Austurlandi sem er fjærst honum. Tafla 1. Utanlandsferðir íbúa á Íslandi síðustu 12 mánuði (2022–2023) samkvæmt könnun á vegum Félagsvísindastofnunar Engar utan- landsferðir Flug frá Keflavík Flug frá Akureyri Ferja frá Seyðisfirði Utanlands- ferðir alls Norður- og Austurland: Norðurland vestra 31% 1,1 0,1 0,1 1,4 Akureyri 22% 1,1 0,7 0,1 1,9 Norðurland eystra annað 28% 1,1 0,3 0,2 1,6 Austurland 32% 1,0 0,1 0,5 1,6 Önnur búseta: Höfuðborgarsvæðið 17% 2,3 0,0 0,1 2,4 Suðvestursvæðið 27% 1,7 0,1 0,1 1,9 Önnur landsvæði 28% 1,5 0,0 0,3 1,9 Samtals 21% 2,0 0,1 0,1 2,2 Marktæknipróf Χ2: 91,0(6) F: 46,9(6) F: 82,6(6) F: 2,8(6) F: 18,3 (6) p. < 0,001 0,001 0,01 0,001 Hins vegar er skýr munur á meðalfjölda utanlandsferða um Keflavíkurflugvöll eftir fjarlægðum. Hæst er meðaltalið 2,3 ferðir á höfuðborgarsvæðinu, þá 1,7 ferðir á Suðvestursvæðinu og 1,5 ferð annars staðar á Suðurlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Á Norður- og Austurlandi fóru íbúar hins vegar aðeins 1,0–1,1 ferð til útlanda um Keflavíkurflugvöll og er óverulegur munur milli einstakra svæða. Akureyringar nálgast þannig landsmeðaltalið með 1,9 utanlandsferðir á ári líkt og íbúar á Suðvestursvæðinu, samanborið við 2,4 ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Tafla 2 sýnir mat íbúa á Norður- og Austurlandi á því hvort beint millilandaflug frá Akureyri hafi aukið lífsgæði þeirra. Svo sem vænta mátti voru þau sem höfðu nýtt sér slíkt flug líklegri til að telja það hafa aukið lífsgæði sín. Engu að síður var rúmur helmingur þeirra sem ekki hafði nýtt sér slíkt flug frekar eða mjög sammála því að flugið hefði aukið lífsgæði þeirra. Hæst var það hlutfall 60% meðal Akureyringa sem ekki höfðu flogið frá Akureyri en lægst 38% meðal íbúa á Norðurlandi vestra. Meðal þeirra sem flogið höfðu frá Akureyri á síðustu tólf mánuðum voru hins vegar 83% frekar eða mjög sammála því að slíkt flug hefði aukið lífsgæði þeirra. Óverulegur munur var á slíku mati flugfarþega um Akureyrarflugvöll eftir svæðum en hins vegar voru mun færri ósammála þessu á Akureyri en á öðrum svæðum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.