Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 101

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 101
Þóroddur Bjarnason, Jón Þorvaldur Heiðarsson og Guðný Rós Jónsdóttir 101 .. Athygli vekur að margir þeirra erlendu ríkisborgara sem flugu með Niceair voru búsettir á Íslandi. Það átti við fjórðung danskra farþega, þriðjung farþega frá öðrum Norðurlöndunum, og nærri helming til tveggja af hverjum þremur erlendum ríkisborgurum frá öðrum löndum. Yfirgnæfandi meirihluti flugfarþega Niceair voru því ekki erlendir ferðamenn í venjulegum skilningi, en upptökusvæði er- lendra ferðamanna virðist einkum hafa verið í Danmörku og annars staðar á Norðurlöndunum. Erindi og áfangastaðir farþega Niceair samkvæmt könnun um borð Mynd 6 sýnir áfangastaði farþega í flugi Niceair til Kaupmannahafnar samkvæmt könnun sem gerð var um borð í vélinni í febrúar–apríl 2023. Þar kemur fram að Danmörk var endanlegur áfangastaður 71% farþeganna en 12% voru á leið til annarra Norðurlanda. Álíka stórir hópar eða 5–7% voru á leið til Vestur-Evrópu, Austur-Evrópu og Suður-Evrópu en aðeins einn farþegi var á leið út fyrir Evrópu, eða til Marokkó. Allir farþegar Niceair til Tenerife voru á leið til Kanaríeyja og eru því ekki sýndir í töflunni. Þá kemur fram í töflunni að meirihluti þeirra farþega í Kaupmannahafnarfluginu sem ekki voru á leið til Danmerkur héldu áfram með tengiflugi. Því taldist fjórðungur allra farþega Niceair vera ten- gifarþegar sem bókað höfðu sínar eigin tengingar í gegnum Kastrup flugvöll. Tafla 6. Áfangastaðir og tengiflug farþega Niceair til Kaupmannahafnar samkvæmt spurn- ingakönnun um borð Fjöldi Hlutfall Tengiflug í Kaupmannahöfn Danmörk 272 71% 3% Önnur Norðurlönd 47 12% 72% Vestur-Evrópa annað 21 5% 57% Austur-Evrópa 27 7% 94% Suður-Evrópa 18 5% 100% Önnur lönd 1 0% --- Samtals 386 100% 26% Tafla 7 sýnir loks samsetningu farþegahópsins eftir búsetu og ríkisborgararétti og tilgang ferðarinnar hjá einstökum undirhópum. Um 80% þeirra sem tóku þátt í könnuninni voru Íslendingar búsettir á Íslandi en 20% skiptust jafnt á milli Íslendinga búsettra erlendis, útlendinga búsettra á Íslandi og útlendinga búsettra erlendis. Vakin er athygli á því að merkja mátti við fleiri en einn tilgang með ferðinni og því er summa ferða vegna vinnu, afþreyingar eða skemmtunar og til að hitta fjölskyldu eða vini hærri en 100%. Um 5% svarenda gáfu upp aðrar ástæður, og má þar til dæmis nefna að einn farþegi sagðist vera að sækja köttinn sinn til Kaupmannahafnar. Um fjórðungur allra farþega sagðist vera í vinnuferð að hluta eða öllu leyti og var óverulegur munur eftir búsetu og ríkisborgararétti. Helmingur farþeganna sagðist vera að ferðast sér til skemmt- unar eða afþreyingar og voru voru Íslendingar líklegri en erlendir ríkisborgarar til þess. Hins vegar sögðust um 40% vera að heimsækja fjölskyldu eða vini og voru íslenskir ríkisborgarar líklegri til þess en útlendingar, sérstaklega þau sem búsett voru á Íslandi. Sérstaka athygli vekur að meirihluti þeirra sem ekki voru búsett á Íslandi sagðist vera að ferðast vegna heimsóknar til fjölskyldu eða vina. Gera má því skóna að meðal Íslendinga og erlendra ríkis- borgara búsettra erlendis hafi mörg verið á heimleið úr heimsókn til fjölskyldu eða vina á Íslandi, en meðal erlendra ríkisborgara búsettra á Íslandi hafi mörg verið á leið í heimsókn til fjölskyldu eða vina í heimalandinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.