Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 102
„Beint flug er næs“: Svæðisbundin áhrif millilandaflugs frá Akureyri
102 ..
Tafla 7. Tilgangur með ferðum Niceair til Kaupmannahafnar eftir búsetu og ríkisborgara-
rétti samkvæmt spurningakönnun um borð
Fjöldi Hlutfall Vegna vinnu Afþreying/
skemmtun
Hitta fjölskyldu
eða vini
Íslendingar búsettir á Íslandi 310 80% 23% 55% 36%
Íslendingar búsettir erlendis 25 7% 28% 28% 56%
Útlendingar búsettir á Íslandi 22 6% 27% 14% 59%
Útlendingar búsettir erlendis 29 7% 21% 18% 61%
Samtals 386 100% 24% 48% 39%
Χ2: 14,7(3) p. <0,01
Umræða
Fjögurra áratuga saga millilandaflugs um Akureyrarflugvöll spannar miklar breytingar í farþega-
flugi á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Samkeppnishöft hafa verið afnumin á evrópska efnahags-
svæðinu og flest ríkisflugfélögin hafa verið einkavædd (Ramos-Pérez og Sánchez-Hernández, 2013;
Reynolds-Feighan, 2001, 2010a). Eldri kerfi sem tengdu höfuðborgir við aðrar borgir og bæi innan
landamæra einstakra ríkja hafa vikið fyrir möndul-og-teina kerfum sem spanna mörg Evrópulönd
og raunar heiminn allan í gegnum alþjóðleg bandalög flugfélaga. Á sama tíma hafa sprottið fram
lággjaldaflugfélög og ferðaþjónustuflugfélög sem leggja áherslu á einfaldan rekstur, beint flug og
nýtingu lítilla flugvalla sem áður voru jaðarsettir (Alderighi o.fl., 2012; Dobruszkes, 2013; Papat-
heodorou og Lei, 2006). Þá hefur fjölbreytt flóra fyrirtækja sem leigja farþegavélar með eða án við-
halds, áhafna og trygginga skapað margvísleg ný tækifæri fyrir lítil svæðisbundin flugfélög sem eiga
erfitt með að halda úti eigin flugvélaflota (Chabiera, 2021; Kukemelk, 2017).
Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll hefur einnig tekið stakkaskiptum í kjölfar opnunar Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar árið 1987 (Arnþór Gunnarsson, 2018; Ferðamálastofa, 2023; Isavia,
2023a, 2023b). Icelandair hefur byggt upp öflugt möndul-og-teina kerfi milli Evrópu og Norður-
Ameríku með miðstöð í Keflavík og þótt meirihluti flugferða um Keflavíkurflugvöll sé á vegum
Icelandair keppir fjöldi hefðbundinna flugfélaga, lággjaldaflugfélaga og ferðaþjónustuflugfélaga nú
um viðskipti íslenskra og erlendra flugfarþega til og frá landinu. Skipulag og verðlagning innan-
landsflugsins jaðarsetur hins vegar svæðisbundna flugvelli og torveldar mjög millilandaflug íbúa
landsbyggðanna.
Á síðustu áratugum 20. aldarinnar byggðist millilandaflug um Akureyrarflugvöll að stórum hluta
á leiguflugi ferðaskrifstofa og slíkt flug hefur áfram notið mikilla vinsælda. Ýmsar íslenskar ferða-
skrifstofur hafa þannig selt Norðlendingum beint flug í verslunarferðir, borgarferðir, sólarferðir,
oft með leiguflugi Icelandair. Erlendar ferðaskrifstofur hafa jafnframt selt ferðir til Akureyrar sem
heimafólk hefur stundum getað nýtt sér, og má þar sérstaklega nefna flug Saga Reisen frá Zürich á
níunda áratugnum og flug Superbreak frá breskum borgum á síðasta áratug og nú um stundir flug
Voigt Travel með Transavia frá Rotterdam.
Reglubundið millilandaflug frá Akureyri hófst þó ekki fyrr en höft á flugstarfsemi voru afnumin
í Evrópu árið 1997. Flogið var frá Akureyri til Kaupmannahafnar á vegum Air Greenland stóran
hluta ársins 2003 og á vegum Iceland Express flest sumur 2006–2010. Norlandair sem stofnað var á
Akureyri 2008 í fjórðungseigu Air Greenland flýgur jafnframt meðal annars með litlum skrúfuvélum
milli Akureyrar og Nerlerit Inaat á Grænlandi.
Stofnun Niceair snemma árs 2022 markaði hins vegar ákveðin þáttaskil í millilandaflugi frá Akur-
eyri. Félagið var stofnað af hagsmunaaðilum á Norðurland og stefndi að reglubundnu áætlunarflugi
með einni farþegaþotu til ýmissa áfangastaða í Evrópu árið um kring. Allmörg dæmi eru raunar um
að heimafólk í evrópskum smáborgum á stærð við Akureyri stofni flugfélög utan um rekstur einnar
flugvélar en þau eru flest aðeins með eina litla skrúfuvél í ferðum til höfuðborgarinnar eða annarrar