Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 102

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 102
„Beint flug er næs“: Svæðisbundin áhrif millilandaflugs frá Akureyri 102 .. Tafla 7. Tilgangur með ferðum Niceair til Kaupmannahafnar eftir búsetu og ríkisborgara- rétti samkvæmt spurningakönnun um borð Fjöldi Hlutfall Vegna vinnu Afþreying/ skemmtun Hitta fjölskyldu eða vini Íslendingar búsettir á Íslandi 310 80% 23% 55% 36% Íslendingar búsettir erlendis 25 7% 28% 28% 56% Útlendingar búsettir á Íslandi 22 6% 27% 14% 59% Útlendingar búsettir erlendis 29 7% 21% 18% 61% Samtals 386 100% 24% 48% 39% Χ2: 14,7(3) p. <0,01 Umræða Fjögurra áratuga saga millilandaflugs um Akureyrarflugvöll spannar miklar breytingar í farþega- flugi á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Samkeppnishöft hafa verið afnumin á evrópska efnahags- svæðinu og flest ríkisflugfélögin hafa verið einkavædd (Ramos-Pérez og Sánchez-Hernández, 2013; Reynolds-Feighan, 2001, 2010a). Eldri kerfi sem tengdu höfuðborgir við aðrar borgir og bæi innan landamæra einstakra ríkja hafa vikið fyrir möndul-og-teina kerfum sem spanna mörg Evrópulönd og raunar heiminn allan í gegnum alþjóðleg bandalög flugfélaga. Á sama tíma hafa sprottið fram lággjaldaflugfélög og ferðaþjónustuflugfélög sem leggja áherslu á einfaldan rekstur, beint flug og nýtingu lítilla flugvalla sem áður voru jaðarsettir (Alderighi o.fl., 2012; Dobruszkes, 2013; Papat- heodorou og Lei, 2006). Þá hefur fjölbreytt flóra fyrirtækja sem leigja farþegavélar með eða án við- halds, áhafna og trygginga skapað margvísleg ný tækifæri fyrir lítil svæðisbundin flugfélög sem eiga erfitt með að halda úti eigin flugvélaflota (Chabiera, 2021; Kukemelk, 2017). Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll hefur einnig tekið stakkaskiptum í kjölfar opnunar Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar árið 1987 (Arnþór Gunnarsson, 2018; Ferðamálastofa, 2023; Isavia, 2023a, 2023b). Icelandair hefur byggt upp öflugt möndul-og-teina kerfi milli Evrópu og Norður- Ameríku með miðstöð í Keflavík og þótt meirihluti flugferða um Keflavíkurflugvöll sé á vegum Icelandair keppir fjöldi hefðbundinna flugfélaga, lággjaldaflugfélaga og ferðaþjónustuflugfélaga nú um viðskipti íslenskra og erlendra flugfarþega til og frá landinu. Skipulag og verðlagning innan- landsflugsins jaðarsetur hins vegar svæðisbundna flugvelli og torveldar mjög millilandaflug íbúa landsbyggðanna. Á síðustu áratugum 20. aldarinnar byggðist millilandaflug um Akureyrarflugvöll að stórum hluta á leiguflugi ferðaskrifstofa og slíkt flug hefur áfram notið mikilla vinsælda. Ýmsar íslenskar ferða- skrifstofur hafa þannig selt Norðlendingum beint flug í verslunarferðir, borgarferðir, sólarferðir, oft með leiguflugi Icelandair. Erlendar ferðaskrifstofur hafa jafnframt selt ferðir til Akureyrar sem heimafólk hefur stundum getað nýtt sér, og má þar sérstaklega nefna flug Saga Reisen frá Zürich á níunda áratugnum og flug Superbreak frá breskum borgum á síðasta áratug og nú um stundir flug Voigt Travel með Transavia frá Rotterdam. Reglubundið millilandaflug frá Akureyri hófst þó ekki fyrr en höft á flugstarfsemi voru afnumin í Evrópu árið 1997. Flogið var frá Akureyri til Kaupmannahafnar á vegum Air Greenland stóran hluta ársins 2003 og á vegum Iceland Express flest sumur 2006–2010. Norlandair sem stofnað var á Akureyri 2008 í fjórðungseigu Air Greenland flýgur jafnframt meðal annars með litlum skrúfuvélum milli Akureyrar og Nerlerit Inaat á Grænlandi. Stofnun Niceair snemma árs 2022 markaði hins vegar ákveðin þáttaskil í millilandaflugi frá Akur- eyri. Félagið var stofnað af hagsmunaaðilum á Norðurland og stefndi að reglubundnu áætlunarflugi með einni farþegaþotu til ýmissa áfangastaða í Evrópu árið um kring. Allmörg dæmi eru raunar um að heimafólk í evrópskum smáborgum á stærð við Akureyri stofni flugfélög utan um rekstur einnar flugvélar en þau eru flest aðeins með eina litla skrúfuvél í ferðum til höfuðborgarinnar eða annarrar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.