Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 104

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 104
„Beint flug er næs“: Svæðisbundin áhrif millilandaflugs frá Akureyri 104 .. Millilandaflug um Akureyrarflugvöll hefur jafnframt jafnað aðgengi Akureyringa að utanlands- ferðum í samanburði við íbúa á suðvesturhorni landsins. Líkt og aðrir íbúar á Norður- og Austurlandi fara Akureyringar rétt rúmlega eina utanlandsferð um Keflavíkurflugvöll á ári, samanborið við rúm- lega tvær ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins og tæplega tvær ferðir annarra íbúa á suðvesturhorninu. Vegna millilandaflugsins um Akureyrarflugvöll er tíðni utanlandsferða hins vegar sú sama á Akur- eyri og á suðvestursvæðinu og aðeins hálfri ferð lægri en á höfuðborgarsvæðinu. Þá er athyglisvert að ríflega fjórðungar farþega í Kaupmannahafnarflugi Niceair hélt áfram með tengiflugi frá Kastrup til annarra flugvalla í Evrópu. Tengiflug um Kastrup virðist því vænlegri kostur fyrir marga en að ferðast til Keflavíkur til að komast í alþjóðlegt net flugsamgangna. Þess ber þó að gæta að talsverður breytileiki er í hlutfalli þeirra sem aldrei fóru til útlanda og fjölda utanlandsferða eftir landsvæðum. Frekari rannsóknir ættu að beinast að greiningu á tengslum fjarlægða frá millilandaflugvelli og utanlandsferða einstaklinga, ekki síst á Suðvestursvæðinu þar sem íbúar Suðurnesja eru í öfundsverðri aðstöðu. Jafnframt væri mikilvægt að greina áhrif samsetn- ingar mannfjöldans á einstökum stöðum með tilliti til menntunar, tekna og annarra bakgrunnsþátta. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að reglubundnar flugsamgöngur geta haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd, menningu og ímynd viðkomandi svæða (Baxter o.fl., 2021; Smyth o.fl., 2012). Með svipuðum hætti benda niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að reglubundið millilandaflug um Akureyrarflugvöll bæti upplifun íbúa Norður- og Austurlands af lífsgæðum sínum. Það kemur e.t.v. ekki á óvart að 80% þeirra sem flogið hafa til útlanda um Akureyrarflugvöll telji flugið hafa aukið lífsgæði sín og skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi flugfarþegar séu búsettir á Norðurlandi vestra, Akureyri, annars staðar á Norðurlandi eystra eða á Austurlandi. Hins vegar vekur nokkra athygli að um helmingur íbúa á Norður- og Austurlandi sem ekki flugu um Akureyrarflugvöll á síðustu tólf mánuðum töldu beina flugið engu að síður hafa aukið lífsgæði sín. Hæst er þetta hlutfall meðal Akureyringa sem ekki hafa notfært sér flugið en fer lækkandi eftir því sem fjær dregur. Tíminn mun leiða í ljós hver langtímaáhrif reynslunnar af starfsemi Niceair verða á millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Líklegt má teljast að hún hafi stutt ákvörðun lággjaldaflugfélagsins Easyjet um að hefja beint flug milli Akureyrar og London veturinn 2023–2024, og ákvörðun Easyjet hefur eflaust kallað á tengiflug Icelandair frá Akureyri til Keflavíkur frá sama tíma. Það er þó e.t.v. til marks um breytta tíma í flugsamgöngum að í byrjun nóvember 2023, miðað við mánaðar bókunarfyrirvara, var tengiflug Icelandair frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug Icelandair til London tvöfalt dýrara en flug Easyjet alla leið frá Akureyri til London, og með sama fyrirvara var miði með innanlandsflugi Icelandair frá Akureyri til Reykjavíkur rúmlega þúsund krónum dýrari en tveir flugmiðar með Easyjet frá Akureyri til Keflavíkur með viðkomu á Gatwick flugvelli. Heimildaskrá Adler, N., Ülkü, T., og Yazhemsky, E. (2013). Small regional airport sustainability: Lessons from benchmarking. Journal of Air Transport Management, 33, 22-31. https://doi.org/10.1016/j.jairtraman.2013.06.007 Alderighi, M., Cento, A., Nijkamp, P., og Rietveld, P. (2012). Competition in the European aviation market: the entry of low-cost airlines. Journal of Transport Geography, 24, 223-233. https://doi.org/10.1016/j.jtrangeo.2012.02.008 Allroggen, F., og Malina, R. (2014). Do the regional growth effects of air transport differ among airports? Journal of Air Transport Management, 37, 1-4. https://doi.org/10.1016/j.jairtraman.2013.11.007 Alþingi. (2022). Þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022–2036. https://www.althingi.is/altex- t/152/s/1383.html Arnþór Gunnarsson. (2018). Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi. Bókaútgáfan Opna. Bai, Y. og Wu. C.L. (2022). The causality analysis of airports and regional economy: Empirical evidence from Jiangsu Province in China. Sustainability, 14 (7). Baxter, G., Bloice, L., & Gray, D. (2021). Exploring the Socio-cultural Impact of Scottish Island Airports. Scottish Affairs, 30(3), 311-336. https://doi.org/10.3366/scot.2021.0372 Cattaneo, M., Malighetti, P., Paleari, S., og Redondi, R. (2016). The role of the air transport service in interregional long-distance students’ mobility in Italy. Transportation Research Part A: Policy and Practice, 93, 66-82. https://doi. org/10.1016/j.tra.2016.08.017 Cattaneo, M., Morlotti, C., Malighetti, P. og Redondi, R. (2023). Airports and population density: Where benefits outweigh costs. Regional Studies, 57, 576–589. https://doi.org/10.1080/00343404.2022.2060957
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.