Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 107
Íslenska þjóðfélagið 2. tbl. 14. árgangur 2023, 107–123
© höfundar 2023. Tengiliður: Helgi Skúli Kjartansson, helgisk@hi.is
Vefbirting 29. desember 2023. Birtist á vefnum https://www.thjodfelagid.is
Útgefandi: Félagsfræðingafélag Íslands, Gimli, Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
ÍSLENSKA
ÞJÓÐFÉLAGIÐ
tímarit um íslenskt þjóðfelag … … sem fræðilegt viðfangsefni
Alþýðan og atvinnulífið
Félagslegt framtak á Eskifirði 1925 til 1937
Helgi Skúli Kjartansson, fyrrv. prófessor
ÚTDRÁTTUR: Rakin er atvinnusaga Eskifjarðar á millistríðsárunum,
einkum frá 1925 til 1937. Hún birtir óvenju skýrt dæmi um hinn almenna
rekstrarvanda sjávarútvegsins sem í senn glímdi við skuldabyrði, ósjálf
bæra vegna óhæfilegra raunvaxta, og við endurtekin áföll af ýmsu tagi,
ekki síst eftir að heimskreppan skall á. Dæmi Eskfirðinga sýnir líka óvenju
margvísleg úrræði sem gripið var til í atvinnumálum, mest fyrir forgöngu
sveitarfélagsins, verkamannafélagsins og Landsbankaútibúsins og jafnan
í anda félagshyggju eða vinstri afla.
LYKILORÐ: Eskifjörður – millistríðsár – atvinnusaga – félagshyggja –
samvinnuhreyfing – verkalýðshreyfing – bankaþjónusta
ABSTRACT: Throughout the inter-war period Icelandic fishing industry
faced a constant struggle with unsustainable debt as well as repeated ex
ternal shocks. The article focuses on a particularly hard-hit fishing village,
Eskifjörður in Eastern Iceland, and its heroic attempts, largely lead by
the local bank filial as well as its labour and co-operative movements, to
reverse the inexorable decline of its fishing industry.
KEYWORDS: An Eastern Iceland fishing village – inter-war industrial
strategies – left-wing local politics – co-operation – organised labour –
banking services
Inngangur
Eskifjörður millistríðsáranna var sjávarþorp af miðlungsstærð, verslunarmiðstöð aðeins fyrir tak
markaða sveitabyggð, atvinnan mest háð sjósókn og fiskverkun. Staðurinn var því mjög berskjald
aður fyrir þeim áföllum sem steðjuðu að sjávarútveginum, ekki síst verkun og útflutningi saltfisks,
ekki aðeins á kreppuárunum eftir 1930 heldur einnig á þriðja áratugnum. Atvinnusaga Eskifjarðar,
sem er tiltölulega vel rannsökuð, er að því leyti dæmigerð fyrir brýnasta byggðavanda Íslands á
þessu skeiði.
Í vissum atriðum virðist þó reynsla Eskfirðinga meira en dæmigerð. Fátækt og atvinnuleysi varð
óvíða eins þrálátt, svo að árum saman má tala um neyðarástand í byggðarlaginu. Hve mjög vald og