Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 108

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 108
Alþýðan og atvinnulífið: Félagslegt framtak á Eskifirði 1925 til 1937 108 .. ábyrgð á atvinnulífi staðarins færðist í heldur eins bankaútibús var væntanlega ekki einsdæmi en þó varla algengt. Einnig virðist sérstakt, og býsna athyglisvert, hve fjölbreyttra úrræða Eskfirðingar leituðu í baráttu sinni við hnignun útgerðar og vaxandi atvinnuleysi. Þar gætti ekki síst áhrifa öfl­ ugrar verkalýðshreyfingar og vinstriflokka og viðleitni til samstöðu félagshyggjuafla. Hér verður þessi saga rakin, einkum á árabilinu 1925 til 1937. Greinin er í frásagnarsniði, at­ burðir raktir eftir heimildum, rannsóknarspurning ekki skilgreind fyrirfram heldur leitað svara við spurningum sem kvikna eftir því sem atburðarásinni vindur fram, og þá ekki út frá neinum fyrirfram völdum kenningum. Nálgunin er þannig lýsandi fremur en greinandi þó reynt sé, þegar ástæða er til, að rökstyðja ályktanir og túlkun heimilda. Heimildakönnun er ekki tæmandi heldur bundin við auð fundnar útgefnar heimildir. (Sem dæmi, þá vekja fiskiskýrslur Hagstofunnar spurningar sem að­ eins er reynt að svara með samanburði við birt efni frá Fiskifélaginu, ekki aðgætt hvort finna megi frumskýrslur í skjalasafni Hagstofunnar.) Að því leyti má rannsóknin kallast „grunn“. Einnig er saga Eskifjarðar sums staðar borin saman við aðra staði eða tengd við landið í heild án þess að nákvæm rannsókn liggi að baki. Þessum takmörkunum fylgir, eins og svo oft í starfi sagnfræðings, sú von að sæmilega nákvæm lýsandi rannsókn á takmörkuðu efni hafi samanburðargildi fyrir þá sem síðar rannsaka hliðstæð efni – í þessu sambandi sögu annarra byggðarlaga á sama tíma – eða almennari þætti í sögu tíma­ bilsins. Og jafnvel að hún veki áhuga á að kafa enn dýpra í rannsóknarefnið, hnýta þá enda sem hér eru lausir. Tilraun með togara Að verkafólkið á Eskifirði, er leggur 10% af vinnulaunum sínum í Hf. „Andra“, fái að kjósa fulltrúa, einn eða fleiri, til þess að mæta á fundum félagsins, allt til þess að það hefir fengið í hendur hlutabréf fyrir 3/4 af því sem því er ætlað að leggja til félagsins. … að samin verði lög með sérstöku tilliti til þess að Eskifjarðarhreppur hefir lagt til Hf. „Andra“ því nær 1/3 af hlutafé þess, sem fyrirskipi að í stjórn félags­ ins skuli eiga sæti einn maður er sé kosinn með hlutbundnum kosningum af kjósendum hreppsins án tillits til þess hvort hann á sæti í hreppsnefnd eða ekki. (Alþýðusamband Íslands, 1928, bls. 23 – stafsetning samræmd, hér og fram vegis, í orðréttum tilvitnunum) Þessu skyldu sambandsstjórn ASÍ og þingmenn Alþýðuflokksins beita sér fyrir samkvæmt einróma samþykkt Alþýðusambandsþings 1928. Tillöguna fluttu fulltrúar verkamannafélagsins Árvakurs á Eskifirði, Jens Figved og Árni Ágústsson. Af henni má ráða að þar hafði verið stofnað hlutafélag, fjármagnað að verulegu leyti af sveitarfélaginu en jafnframt af launþegum sem áttu að fá hluta launa sinna greiddan í hlutafé þangað til náð væri vissu marki. Ályktun ASÍ-þingsins felur ekki í sér afstöðu með eða á móti þessu framtaki en hún fer fram á breytingar á skipulagi hlutafélagsins: þar fái starfsmenn að kjósa fulltrúa á félagsfund og íbúar sveitarfélagsins fulltrúa í stjórn. (Um sögu Andrafélagsins eru hér á eftir, auk samtímaheimilda, notuð rit Smára Geirssonar 1991 og Einars Braga 1973 og 1983. Báðir styðjast þeir að hluta við Arnþór Jensen sem heimildarmann. Sjá einnig töflu 4, efni úr útgerðarskýrslum.) Nánari lýsing á málavöxtum birtist nokkrum vikum síðar í Alþýðublaðinu og í heldur gagnrýnum tón (Hf. Andri á Eskifirði, 1928). Greinin er nafnlaus, höfundur væntanlega ritstjórinn, Haraldur Guðmundsson, en byggt á upplýsingum heimamanna, trúlega ekki síst þeirra sem sóttu ASÍ-þingið. Hér er tekið undir kröfur ASÍ-þingsins en þó með athyglisverðri breytingu. Í stað þess að annars vegar „verkafólkið“ og hins vegar „kjósendur hreppsins“ kjósi fulltrúa sína, þá vill Alþýðublaðið bæta strax tveim mönnum í stjórn félagsins, verkalýðsfélagið kjósi annan og hreppsnefndin tilnefni hinn. Hér er því boðað stofnanalýðræði fremur en hið beina lýðræði ályktunarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.